Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2022 20:15 Mikil umframeftirspurn hefur verið eftir íbúðarhúsnæði undanfarin misseri og margir um hituna. Þótt þessi mynd tengist ekki opnu húsi fasteignasölu þá er hún táknræn fyrir ástandið á fasteignamarkaðnum. Vísir/Vilhelm Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum. Eftir að vextir á íbúðarhúsnæði tóku að lækka verulega á þarsíðasta ári jókst mjög eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði. Það má tala um að skortur hafi myndast um land allt og þá alveg sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Grafík/Rúnar Vilberg Í fyrra var slegið met í sölu íbúða á landinu þegar rétt rúmlega sextán þúsund íbúðir seldust, sem er 13 prósenta fjölgun frá árinu á undan þegar 14.115 íbúðir seldust. Páll Pálsson fasteignasali segir að það væri einnig fimm prósentum fleiri íbúðir en seldust á fyrra metári 2007, skömmu fyrir hrun. Páll Pálsson fasteignasali reiknar með áframhaldandi spennu á fasteignamarkaði allt fram á mitt næsta ár.Stöð 2/Arnar „Það er karaktermunur á þessum tíma. Á þeim tíma hækkaði fasteignaverðið um 30 prósent á meðan kaupmáttaraukningin var kannski um eitt prósent. Núna eru laun líka að hækka þannig að við erum ekki að sjá fram á bólumyndun eins og við sáum á þeim tíma,“ segir Páll. Á höfuðborgarsvæðinu seldust tæplega níu þúsund og sex hundruð íbúðir í fyrra samanborið við 8.904 árið 2020 og er fjölgunin upp á sjö prósent. Páll segir að enn væri skortur á íbúðarhúsnæði. Grafík/Rúnar Vilberg „Það er gríðarlega mikil eftirspurn og framboðið ofboðslega lítið. Sem stendur eru um eða í kring um fimm hundruð eignir auglýstar til sölu. Þar af eru mjög margar auglýstar sem seldar. Á sama tíma eru um 25 til 30 þúsund manns að skoða fasteignavefinn í hverri viku,“ segir Páll. Mest sé eftirspurnin eftir íbúðum sem kosti á bilinu fjörtíu til sextíu milljónir króna. Um 30 prósent kaupenda séu fyrstu kaupendur þótt eftirspurnin nái líka til dýrari eigna. Þessi mikla eftirspurn hafi þrýst upp verðinu þannig að íbúðaverð hækkaði að jafnaði um 18,4 prósent prósent á síðasta ári. En meðaltalshækkun milli ára frá aldamótum væri tæplega 10 prósent. Sýnist þér að það fari eitthvað að létta á þessum þrýstingi á næstu misserum og örfáum árum? „Ég sé það ekki í nærframtíð. Það er að segja ekki á þessu ári og jafnvel ekki fyrr en um mitt ár 2023. En ég er mjög bjartsýnn eftir það,“ segir Páll og vísar þar með til áætlana borgaryfirvalda. Farið var yfir stöðuna á fasteignamarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Fasteignamarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Meðalkaupverð íbúða í landinu átta milljónum hærra en fyrir ári Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli. 17. janúar 2022 07:25 Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. 3. janúar 2022 13:27 Uppseldur íbúðamarkaður Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% í nóvember sem þýðir að árshækkunartakturinn stendur í 17,0%. U.þ.b. 650 kaupsamningar voru undirritaðir sem er um fjórðungs samdráttur frá því í fyrra en veltan er þó enn í takt við langtímameðaltal frá árinu 2015. 3. janúar 2022 08:32 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Eftir að vextir á íbúðarhúsnæði tóku að lækka verulega á þarsíðasta ári jókst mjög eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði. Það má tala um að skortur hafi myndast um land allt og þá alveg sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Grafík/Rúnar Vilberg Í fyrra var slegið met í sölu íbúða á landinu þegar rétt rúmlega sextán þúsund íbúðir seldust, sem er 13 prósenta fjölgun frá árinu á undan þegar 14.115 íbúðir seldust. Páll Pálsson fasteignasali segir að það væri einnig fimm prósentum fleiri íbúðir en seldust á fyrra metári 2007, skömmu fyrir hrun. Páll Pálsson fasteignasali reiknar með áframhaldandi spennu á fasteignamarkaði allt fram á mitt næsta ár.Stöð 2/Arnar „Það er karaktermunur á þessum tíma. Á þeim tíma hækkaði fasteignaverðið um 30 prósent á meðan kaupmáttaraukningin var kannski um eitt prósent. Núna eru laun líka að hækka þannig að við erum ekki að sjá fram á bólumyndun eins og við sáum á þeim tíma,“ segir Páll. Á höfuðborgarsvæðinu seldust tæplega níu þúsund og sex hundruð íbúðir í fyrra samanborið við 8.904 árið 2020 og er fjölgunin upp á sjö prósent. Páll segir að enn væri skortur á íbúðarhúsnæði. Grafík/Rúnar Vilberg „Það er gríðarlega mikil eftirspurn og framboðið ofboðslega lítið. Sem stendur eru um eða í kring um fimm hundruð eignir auglýstar til sölu. Þar af eru mjög margar auglýstar sem seldar. Á sama tíma eru um 25 til 30 þúsund manns að skoða fasteignavefinn í hverri viku,“ segir Páll. Mest sé eftirspurnin eftir íbúðum sem kosti á bilinu fjörtíu til sextíu milljónir króna. Um 30 prósent kaupenda séu fyrstu kaupendur þótt eftirspurnin nái líka til dýrari eigna. Þessi mikla eftirspurn hafi þrýst upp verðinu þannig að íbúðaverð hækkaði að jafnaði um 18,4 prósent prósent á síðasta ári. En meðaltalshækkun milli ára frá aldamótum væri tæplega 10 prósent. Sýnist þér að það fari eitthvað að létta á þessum þrýstingi á næstu misserum og örfáum árum? „Ég sé það ekki í nærframtíð. Það er að segja ekki á þessu ári og jafnvel ekki fyrr en um mitt ár 2023. En ég er mjög bjartsýnn eftir það,“ segir Páll og vísar þar með til áætlana borgaryfirvalda. Farið var yfir stöðuna á fasteignamarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Fasteignamarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Meðalkaupverð íbúða í landinu átta milljónum hærra en fyrir ári Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli. 17. janúar 2022 07:25 Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. 3. janúar 2022 13:27 Uppseldur íbúðamarkaður Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% í nóvember sem þýðir að árshækkunartakturinn stendur í 17,0%. U.þ.b. 650 kaupsamningar voru undirritaðir sem er um fjórðungs samdráttur frá því í fyrra en veltan er þó enn í takt við langtímameðaltal frá árinu 2015. 3. janúar 2022 08:32 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Meðalkaupverð íbúða í landinu átta milljónum hærra en fyrir ári Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli. 17. janúar 2022 07:25
Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. 3. janúar 2022 13:27
Uppseldur íbúðamarkaður Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% í nóvember sem þýðir að árshækkunartakturinn stendur í 17,0%. U.þ.b. 650 kaupsamningar voru undirritaðir sem er um fjórðungs samdráttur frá því í fyrra en veltan er þó enn í takt við langtímameðaltal frá árinu 2015. 3. janúar 2022 08:32