Stökkið: „Mér fannst ég vera í bíómynd á hverjum einasta degi“ Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 23. janúar 2022 07:00 Alexandra Sif býr í Los Angeles. Aðsend Alexandra Sif Tryggvadóttir flutti til Los Angeles fyrir átta árum til þess að fara í nám við draumaskólann sinn UCLA. Hún býr þar ásamt kærastanum sínum Birni Jóni Þórssyni og starfar hjá Spotify við spennandi verkefni. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvenær tókstu stökkið?Ég flutti út rétt eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla sem var í ágúst 2014. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Já ég held ég hafi alltaf verið ákveðin í að flytja út eftir menntaskóla, eða allavegana síðan ég man eftir mér. Ég fæddist hérna úti og flutti svo heim með mömmu þegar ég var 5 ára. Ég á margar æskuminningar héðan og mig langaði alltaf að upplifa það að búa hér í alvöru. En nei það kom aldrei neinn annar staður til greina nema Los Angeles. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Úff, ég gleymi því aldrei hvað við vorum hrædd í mars 2020 þegar landamærum Bandaríkjanna var lokað og allt skall á. Ég var þá að vinna sem fréttamaður hjá ríkisútvarpinu í Los Angeles og þurfti ennþá að mæta í vinnuna á hverjum degi á meðan borgin var í lockdown. „Ég þurfti að ferðast um með skírteini frá Homeland Security sem gaf mér leyfi til að vera út úr húsi.“ Þegar ég fékk vinnu hjá Spotify seinna á árinu og gat unnið heima þá stukkum við á tækifærið og fórum heim til Íslands í þrjá mánuði. Við erum bæði með tvöfaldan ríkisborgararétt svo við vorum ein af þeim fáu sem gátu ferðast frjálst á milli Íslands og Los Angeles á þessum tíma. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Ég var náttúrulega rosalega heppin að hafa fæðst í Bandaríkjunum og eiga fjölskyldu hérna úti sem gerði undirbúninginn léttari en fyrir flesta. Ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinum VISA málum svo ég gat farið beint í það að sækja um skóla. Ég komst fljótt að því að ef ég ætlaði að fara beint í UCLA þyrfti ég að sækja um sem Íslendingur og borga himinhá skólagjöld (um 7 milljón krónur árið). Ég komst svo að því að ég gæti sótt um háskólann í nágrenninu sem pabbi býr í, Santa Monica College, verið þar í tvö ár og sótt svo aftur um í UCLA sem Ameríkani. Skólinn var í 10 mínútna göngufjarlægð frá húsinu hans pabba og ég bjó hjá honum fyrsta árið mitt í LA. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Þó að VISA og skólamál hafi verið auðveld fyrir mig þá fannst mér samt alveg rosalega erfitt að undirbúa mig fyrir flutningana. Los Angeles er ótrúlega langt í burtu frá Íslandi, það er ekkert beint flug heim og flugmiðinn kostar hálfan handlegg. Mér fannst ótrúlega erfið tilhugsun að flytja í burtu frá fjölskyldunni minni og vinum og ennþá erfiðara að hugsa til þess hversu sjaldan ég gæti séð þau. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda almennt?Ég myndi segja að opið hugarfar sé mjög mikilvægt þegar þú flytur til útlanda. Þú átt eftir að kynnast allskonar fólki og allskonar mismunandi siðum og venjum sem er bara ótrúlega fallegt og gaman! Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Ég lærði eins og brjálæðingur fyrstu tvö árin í Santa Monica College og komst svo loksins inn í UCLA á fullum námsstyrk!! UCLA var mest súrrealíska upplifun lífs míns. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) „Mér fannst ég vera í bíómynd á hverjum einasta degi. Ég bjó með sjö stelpum í þriggja svefnherbergja íbúð, ég joinaði sorority (systrafélag) sem var ALVEG eins og í bíómynd og byrjaði að skrifa fyrir skólablaðið The Daily Bruin.“ Seinasta sumarið mitt í UCLA fékk ég svo internship hjá ríkisútvarpinu í Los Angeles þar sem ég fékk að hitta og taka viðtal við ótrúlegasta fólk (ég mun aldrei gleyma því þegar Mark Ruffalo sagðist vera stoltur af mér og því sem ég væri að gera í vinnunni). Svo eftir nokkur ár þar bauðst mér tækifæri sem Creative Producer hjá Spotify og ég er þar í dag. Ég er í New Content Initiatives teyminu þeirra og við erum að vinna í að framleiða allskonar nýtt og spennandi efni fyrir Spotify. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég sakna fólksins míns á Íslandi rosalega mikið og finnst erfiðast í heimi að vera svona langt í burtu frá þeim. Þó ég hafi eignast fullt af frábærum vinum hérna úti kemst ekkert nálægt því sem ég á heima á Íslandi. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Ætli það sé ekki myrkrið á veturna. Eftir að hafa búið í útlöndum í svona langan tíma þá get ég ekki ímyndað mér að vakna á morgnanna í niðamyrkri aftur. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvernig er veðrið?Hér er alltaf sól og blíða! Það er ekki mikill raki í loftinu hérna og það rignir sjaldan. Það verður aldrei of heitt á sumrin nema þá kannski í nokkrar vikur í september og aldrei of kalt á veturna. Mjög fullkomið veðurfar verð ég að segja. Hvaða ferðamáta notast þú við?Eins og er þá er ég að vinna heima og þarf ekki að fara á skrifstofuna á hverjum degi en þegar hún opnar mun ég líklega fara keyrandi. Skrifstofan hans Bjössa er bara hérna rétt hjá svo hann labbar á morgnana. Annars búum við í mjög gönguvænu hverfi. Það er göngugata hérna rétt hjá með allskonar veitingastöðum, búðum og börum þannig við erum með allt sem við þurfum rétt hjá okkur. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Kemurðu oft til Íslands?Já! Ég kem alltaf að minnsta kosti einu sinni á ári. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi?Ég er ekki alveg viss. Ég flutti náttúrulega til LA þegar ég var bara 19 ára og hef ekki prófað að vera alveg á eigin fótum og fullorðin á Íslandi. Ég veit samt að húsnæði hér í LA er mun dýrara en heima en ég held aftur á móti að það sé aðeins ódýrara að kaupa mat, föt og fara út að borða hér. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Já, ég held að flestar mínar vinkonur hafi komið einu sinni og sumar tvisvar í heimsókn til mín. Við höfum reyndar ekki fengið neina heimsókn núna síðastliðin tvö ár út af heimsfaraldrinum en ég held að það fari að breytast mjög fljótlega. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Ég veit ekki hvort ég myndi kalla það beint samfélag en ég á íslenska fjölskyldu hérna úti sem ég tala við nánast á hverjum degi. Svo er kærastinn minn íslenskur og við þekkjum nokkra Íslendinga sem búa hér sem við erum í ágætu sambandi við. Ég er viss um að ef að pabbi minn, stjúpmamma og tvær systur byggju ekki hérna þá væri ég löngu flutt aftur heim til Íslands. Það hefur skipt mig öllu máli að hafa einhvern að sem býr hérna úti til að hjálpa mér ef eitthvað kemur upp á. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Áttu þér uppáhalds stað?Uppáhaldsstaðurinn minn í LA er örugglega Temescal Canyon gönguleiðin. Hún liggur um fjöllin í Malibu og efst uppi er eitt af bestu útsýnum yfir borgina og strandlengjuna sem ég hef nokkurn tímann séð. Mér líður alltaf ótrúlega vel þegar ég kemst þangað upp og næ að njóta útsýnisins. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með?Úff, þeir eru svo margir! Ég held því staðfastlega fram að það sé hvergi hægt að finna eins mikið af ferskum, góðum og fjölbreyttum mat og í Los Angeles. Við erum rosalega dugleg að prófa nýja staði út um alla borg og notumst mjög mikið við matarblogg eins og infatuation til að finna veitingastaði sem eru áhugaverðir. Uppáhalds staðirnir mínir akkúrat núna eru örugglega Bicyclette, Birdie G´s og Malibu Seafood. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í Los Angeles?Ég myndi segja að það sé algjört möst að klæða sig upp í sitt fínasta púss, fara á einn af þessum klassísku old Hollywood veitingastöðum eins og Craig’s, Chateu Marmont eða Musso & Franks, panta þér martini og fylgjast með fólkinu sem kemur inn og út. „Þú sérð alltaf einhvern áhugaverðan, eða jafnvel stórfrægan, og þú færð að upplifa Hollywood lífsstílinn í eina kvöldstund.“ Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Eins og er þá er ég ennþá að vinna heima þannig týpískur dagur núna er kannski ekki svo týpískur til lengdar. Ég labba yfir í hitt herbergið í íbúðinni sem við breyttum í rosa fína skrifstofu og tek þar nokkra fundi við allskonar skemmtilegt fólk. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Við erum akkúrat núna í framleiðslu á nokkrum hlaðvarpsþáttum með mjög spennandi nöfnum sem ég hef verið að funda með undanfarna daga. Ég reyni svo alltaf að finna einhvern tíma yfir daginn til að fara út í göngutúr eða hoppa á Pelotonið aðeins til að brjóta daginn upp. Svo eftir vinnu annað hvort eldum við heima eða röltum yfir götuna á einhvern af veitingastöðunum í hverfinu og hittum vini okkar í happy hour. Hvað er það besta við Los Angeles?Ég myndi segja maturinn, veðrið og atvinnutækifærin hérna úti. Alexandra og Jamie Lee Curtis sem hún hitti í gegnum vinnuna.Aðsend „Ég hef fengið að gera hluti og hitt fólk sem ég hefði aldrei ímyndað mér að ég fengi nokkurn tímann að gera hérna úti í gegnum vinnuna mína.“ Hvað er það versta við Los Angeles?Hvað hann er ótrúlega langt í burtu frá Íslandi. Ég gæfi svo mikið fyrir beint flug frá KEF til LA. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Eins og staðan er núna er ég ekki á leiðinni heim til Íslands, en ég segi aldrei aldrei og guð má vita hvað gæti breyst næstu árin! View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Stökkið Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01 Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. 16. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00 Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvenær tókstu stökkið?Ég flutti út rétt eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla sem var í ágúst 2014. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Já ég held ég hafi alltaf verið ákveðin í að flytja út eftir menntaskóla, eða allavegana síðan ég man eftir mér. Ég fæddist hérna úti og flutti svo heim með mömmu þegar ég var 5 ára. Ég á margar æskuminningar héðan og mig langaði alltaf að upplifa það að búa hér í alvöru. En nei það kom aldrei neinn annar staður til greina nema Los Angeles. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Úff, ég gleymi því aldrei hvað við vorum hrædd í mars 2020 þegar landamærum Bandaríkjanna var lokað og allt skall á. Ég var þá að vinna sem fréttamaður hjá ríkisútvarpinu í Los Angeles og þurfti ennþá að mæta í vinnuna á hverjum degi á meðan borgin var í lockdown. „Ég þurfti að ferðast um með skírteini frá Homeland Security sem gaf mér leyfi til að vera út úr húsi.“ Þegar ég fékk vinnu hjá Spotify seinna á árinu og gat unnið heima þá stukkum við á tækifærið og fórum heim til Íslands í þrjá mánuði. Við erum bæði með tvöfaldan ríkisborgararétt svo við vorum ein af þeim fáu sem gátu ferðast frjálst á milli Íslands og Los Angeles á þessum tíma. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Ég var náttúrulega rosalega heppin að hafa fæðst í Bandaríkjunum og eiga fjölskyldu hérna úti sem gerði undirbúninginn léttari en fyrir flesta. Ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinum VISA málum svo ég gat farið beint í það að sækja um skóla. Ég komst fljótt að því að ef ég ætlaði að fara beint í UCLA þyrfti ég að sækja um sem Íslendingur og borga himinhá skólagjöld (um 7 milljón krónur árið). Ég komst svo að því að ég gæti sótt um háskólann í nágrenninu sem pabbi býr í, Santa Monica College, verið þar í tvö ár og sótt svo aftur um í UCLA sem Ameríkani. Skólinn var í 10 mínútna göngufjarlægð frá húsinu hans pabba og ég bjó hjá honum fyrsta árið mitt í LA. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Þó að VISA og skólamál hafi verið auðveld fyrir mig þá fannst mér samt alveg rosalega erfitt að undirbúa mig fyrir flutningana. Los Angeles er ótrúlega langt í burtu frá Íslandi, það er ekkert beint flug heim og flugmiðinn kostar hálfan handlegg. Mér fannst ótrúlega erfið tilhugsun að flytja í burtu frá fjölskyldunni minni og vinum og ennþá erfiðara að hugsa til þess hversu sjaldan ég gæti séð þau. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda almennt?Ég myndi segja að opið hugarfar sé mjög mikilvægt þegar þú flytur til útlanda. Þú átt eftir að kynnast allskonar fólki og allskonar mismunandi siðum og venjum sem er bara ótrúlega fallegt og gaman! Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Ég lærði eins og brjálæðingur fyrstu tvö árin í Santa Monica College og komst svo loksins inn í UCLA á fullum námsstyrk!! UCLA var mest súrrealíska upplifun lífs míns. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) „Mér fannst ég vera í bíómynd á hverjum einasta degi. Ég bjó með sjö stelpum í þriggja svefnherbergja íbúð, ég joinaði sorority (systrafélag) sem var ALVEG eins og í bíómynd og byrjaði að skrifa fyrir skólablaðið The Daily Bruin.“ Seinasta sumarið mitt í UCLA fékk ég svo internship hjá ríkisútvarpinu í Los Angeles þar sem ég fékk að hitta og taka viðtal við ótrúlegasta fólk (ég mun aldrei gleyma því þegar Mark Ruffalo sagðist vera stoltur af mér og því sem ég væri að gera í vinnunni). Svo eftir nokkur ár þar bauðst mér tækifæri sem Creative Producer hjá Spotify og ég er þar í dag. Ég er í New Content Initiatives teyminu þeirra og við erum að vinna í að framleiða allskonar nýtt og spennandi efni fyrir Spotify. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég sakna fólksins míns á Íslandi rosalega mikið og finnst erfiðast í heimi að vera svona langt í burtu frá þeim. Þó ég hafi eignast fullt af frábærum vinum hérna úti kemst ekkert nálægt því sem ég á heima á Íslandi. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Ætli það sé ekki myrkrið á veturna. Eftir að hafa búið í útlöndum í svona langan tíma þá get ég ekki ímyndað mér að vakna á morgnanna í niðamyrkri aftur. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvernig er veðrið?Hér er alltaf sól og blíða! Það er ekki mikill raki í loftinu hérna og það rignir sjaldan. Það verður aldrei of heitt á sumrin nema þá kannski í nokkrar vikur í september og aldrei of kalt á veturna. Mjög fullkomið veðurfar verð ég að segja. Hvaða ferðamáta notast þú við?Eins og er þá er ég að vinna heima og þarf ekki að fara á skrifstofuna á hverjum degi en þegar hún opnar mun ég líklega fara keyrandi. Skrifstofan hans Bjössa er bara hérna rétt hjá svo hann labbar á morgnana. Annars búum við í mjög gönguvænu hverfi. Það er göngugata hérna rétt hjá með allskonar veitingastöðum, búðum og börum þannig við erum með allt sem við þurfum rétt hjá okkur. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Kemurðu oft til Íslands?Já! Ég kem alltaf að minnsta kosti einu sinni á ári. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi?Ég er ekki alveg viss. Ég flutti náttúrulega til LA þegar ég var bara 19 ára og hef ekki prófað að vera alveg á eigin fótum og fullorðin á Íslandi. Ég veit samt að húsnæði hér í LA er mun dýrara en heima en ég held aftur á móti að það sé aðeins ódýrara að kaupa mat, föt og fara út að borða hér. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Já, ég held að flestar mínar vinkonur hafi komið einu sinni og sumar tvisvar í heimsókn til mín. Við höfum reyndar ekki fengið neina heimsókn núna síðastliðin tvö ár út af heimsfaraldrinum en ég held að það fari að breytast mjög fljótlega. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Ég veit ekki hvort ég myndi kalla það beint samfélag en ég á íslenska fjölskyldu hérna úti sem ég tala við nánast á hverjum degi. Svo er kærastinn minn íslenskur og við þekkjum nokkra Íslendinga sem búa hér sem við erum í ágætu sambandi við. Ég er viss um að ef að pabbi minn, stjúpmamma og tvær systur byggju ekki hérna þá væri ég löngu flutt aftur heim til Íslands. Það hefur skipt mig öllu máli að hafa einhvern að sem býr hérna úti til að hjálpa mér ef eitthvað kemur upp á. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Áttu þér uppáhalds stað?Uppáhaldsstaðurinn minn í LA er örugglega Temescal Canyon gönguleiðin. Hún liggur um fjöllin í Malibu og efst uppi er eitt af bestu útsýnum yfir borgina og strandlengjuna sem ég hef nokkurn tímann séð. Mér líður alltaf ótrúlega vel þegar ég kemst þangað upp og næ að njóta útsýnisins. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með?Úff, þeir eru svo margir! Ég held því staðfastlega fram að það sé hvergi hægt að finna eins mikið af ferskum, góðum og fjölbreyttum mat og í Los Angeles. Við erum rosalega dugleg að prófa nýja staði út um alla borg og notumst mjög mikið við matarblogg eins og infatuation til að finna veitingastaði sem eru áhugaverðir. Uppáhalds staðirnir mínir akkúrat núna eru örugglega Bicyclette, Birdie G´s og Malibu Seafood. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í Los Angeles?Ég myndi segja að það sé algjört möst að klæða sig upp í sitt fínasta púss, fara á einn af þessum klassísku old Hollywood veitingastöðum eins og Craig’s, Chateu Marmont eða Musso & Franks, panta þér martini og fylgjast með fólkinu sem kemur inn og út. „Þú sérð alltaf einhvern áhugaverðan, eða jafnvel stórfrægan, og þú færð að upplifa Hollywood lífsstílinn í eina kvöldstund.“ Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Eins og er þá er ég ennþá að vinna heima þannig týpískur dagur núna er kannski ekki svo týpískur til lengdar. Ég labba yfir í hitt herbergið í íbúðinni sem við breyttum í rosa fína skrifstofu og tek þar nokkra fundi við allskonar skemmtilegt fólk. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif) Við erum akkúrat núna í framleiðslu á nokkrum hlaðvarpsþáttum með mjög spennandi nöfnum sem ég hef verið að funda með undanfarna daga. Ég reyni svo alltaf að finna einhvern tíma yfir daginn til að fara út í göngutúr eða hoppa á Pelotonið aðeins til að brjóta daginn upp. Svo eftir vinnu annað hvort eldum við heima eða röltum yfir götuna á einhvern af veitingastöðunum í hverfinu og hittum vini okkar í happy hour. Hvað er það besta við Los Angeles?Ég myndi segja maturinn, veðrið og atvinnutækifærin hérna úti. Alexandra og Jamie Lee Curtis sem hún hitti í gegnum vinnuna.Aðsend „Ég hef fengið að gera hluti og hitt fólk sem ég hefði aldrei ímyndað mér að ég fengi nokkurn tímann að gera hérna úti í gegnum vinnuna mína.“ Hvað er það versta við Los Angeles?Hvað hann er ótrúlega langt í burtu frá Íslandi. Ég gæfi svo mikið fyrir beint flug frá KEF til LA. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Eins og staðan er núna er ég ekki á leiðinni heim til Íslands, en ég segi aldrei aldrei og guð má vita hvað gæti breyst næstu árin! View this post on Instagram A post shared by Alexandra Sif Tryggvadóttir (@alexandrasif)
Stökkið Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01 Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. 16. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00 Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01
Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. 16. janúar 2022 07:01
Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00
Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00