Veður

Hiti komst í sau­tján stig á Aust­fjörðum í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Í dag er spáð hvassri suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri.
Í dag er spáð hvassri suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri. Vísir/Vilhelm

Nóttin var hlý á landinu og komst hitinn þannig í sautján stig á Austfjörðum. Í dag er hins vegar spáð hvassri suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri, en stormi eða roki í kvöld og rigningu eða snjókomu um tíma.

Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Þar segir að norðaustantil verði þó væntanlega lítil sem engin úrkoma.

„Suðvestan 15-25 m/s á morgun, hvassast um landið norðvestanvert. Áfram éljagangur og hiti nálægt frostmarki, en slydda eða rigning með köflum á SA-landi og þurrt að kalla norðaustanlands.

Á sunnudag er útlit fyrir stífa vestan- og suðvestanátt með éljum, þó síst á Austurlandi. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.“

Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðvestan 15-25 m/s, hvassast NV-lands. Él og hiti nálægt frostmarki, en úrkomulítið á A-landi. Rigning eða slydda með köflum SA-til með hita að 5 stigum. Dregur úr vindi seinnipartinn.

Á sunnudag: Suðvestan 13-20 og él, en þurrt A-lands. Kólnandi veður.

Á mánudag: Minnkandi suðvestanátt og úrkomulítið. Frost 0 til 10 stig, kaldast NA-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt með slyddu eða snjókomu á S- og V-landi um kvöldið.

Á þriðjudag: Hvöss vestlæg átt með rigningu og síðar slyddu eða snjókomu, hiti í kringum frostmark. Lægir og kólnar um kvöldið.

Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir umhleypingasamt veður áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×