Skólasund verður valfag Snorri Másson skrifar 23. janúar 2022 14:00 Árbæjarskóli býr svo vel að hafa eigin laug, þar sem nemendur allt upp í 10. bekk synda fram og til baka eins og námskrá býður. En um árabil hefur áttundu og níundu bekkingum boðist að taka hæfnisprófið fyrir 10. bekk, og klára þannig fyrr. Þá er farið í aðrar íþróttavalgreinar í staðinn, og þetta vill borgin nú bjóða öllum grunnskólanemum á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Skólasund verður frá og með næsta skólaári að valfagi á unglingastigi grunnskóla í Reykjavík, gegn því að nemendur standist hæfnispróf fyrir tíunda bekk. Þá geta þeir valið að fara í aðrar greinar í stað sunds. Fyrst er gert ráð fyrir að börnum verði gert viðvart um þennan möguleika strax í áttunda bekk og geti þá klárað sundið í 9. bekk. Fréttastofa leit við í Árbæjarskóla, þar sem drengir í sjöunda bekk eru meðvitaðir um að ef þeir vanda sundtökin í vor og næsta vetur, gætu þeir klárað skólasund alveg strax í áttunda bekk. Þannig hefur þetta verið undanfarin ár í Árbænum en með breytingum sem borgarstjórn hefur samþykkt á þetta nú að verða svona í öllum skólum. Taka þetta og klára þetta Eitt breytist ekki: Þú þarft að uppfylla hæfnisviðmiðin. Maður þarf til dæmis að geta synt viðstöðulaust þolsund í 20 mínútur, 25 metra flugsund, þú þarft að kunna björgunarsund með jafningja og þú þarft að geta troðið marvaða í heila mínútu. Þá þarftu að vera með góða grunntækni í helstu sundtökum. Alda Hanna Hauksdóttir sundkennari segir að eftir að nemendum fór að bjóðast að útskrifast snemma úr sundi gegn því að ná góðum árangri, hafi öll frammistaða batnað til muna. Flestir klára í níunda bekk. „Eftir að við tókum þetta upp finnst mér ég sjá betri mætingu, þau spyrja meira hvað þau þurfa að laga. Og þau leggja sig bara miklu meira fram. Þau fá svona smá hvatningu, og hugsa bara veistu ég ætla að taka þetta og bara klára þetta,“ segir Alda. Styrmir Tryggvason, nemi sem fréttastofa ræddi við, segir: „Ég er alveg að stefna að því að hætta og ná áttunda bekknum en annars geri ég það bara í níunda. Þá bara er ég hættur að hugsa um það og get farið að sinna hinu náminu betur,“ segir Styrmir. Kvíðin í klefanum Tillagan á að sögn meirihlutans í borginni að vinna gegn kvíða ungmenna og vanlíðan sem getur fylgt skólasundi með tilheyrandi sundklæðnaði og sturtuferðum. Þessi breyting er þó að mati Öldu ekki endilega til þess fallin, enda aðeins um 40% sem klára strax í áttunda bekk, og það er ekki endilega sá hópur sem kvíðir skólasundi sérstaklega. Alda Hanna segir fjölmargt gert til þess að koma til móts við nemendur sem kunna skólasundi og umgjörðinni utan um það illa.Vísir/Sigurjón „Þetta er bara hlutur sem við þurfum að vinna með, sem ég tel að flestallir geri. Við erum með tvo klefa. Stundum get ég leyft nemandanum að vera bara í öðrum klefanum og restinni í hinum. Ég hef meira að segja leyst þetta þannig að nemandi er bara í minni aðstöðu þar sem hann er ekki í neinum stórum klefa. Þeim finnst oft bara óþægilegt tilfinning að berskjalda sig þegar þau eru að ganga á milli, svo þegar þau eru komin ofan í þá er þetta allt í lagi,“ segir Alda í samtali við fréttastofu. Sund Sundlaugar Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Vill endurskoða fyrirkomulag skólasunds vegna vanlíðanar barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf þar sem hún hvetur til þess að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum verði endurskoðað. Hún telur ákveðinn hóp upplifa óöryggi og vanlíðan í sundtímum. 23. júní 2021 12:09 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Fyrst er gert ráð fyrir að börnum verði gert viðvart um þennan möguleika strax í áttunda bekk og geti þá klárað sundið í 9. bekk. Fréttastofa leit við í Árbæjarskóla, þar sem drengir í sjöunda bekk eru meðvitaðir um að ef þeir vanda sundtökin í vor og næsta vetur, gætu þeir klárað skólasund alveg strax í áttunda bekk. Þannig hefur þetta verið undanfarin ár í Árbænum en með breytingum sem borgarstjórn hefur samþykkt á þetta nú að verða svona í öllum skólum. Taka þetta og klára þetta Eitt breytist ekki: Þú þarft að uppfylla hæfnisviðmiðin. Maður þarf til dæmis að geta synt viðstöðulaust þolsund í 20 mínútur, 25 metra flugsund, þú þarft að kunna björgunarsund með jafningja og þú þarft að geta troðið marvaða í heila mínútu. Þá þarftu að vera með góða grunntækni í helstu sundtökum. Alda Hanna Hauksdóttir sundkennari segir að eftir að nemendum fór að bjóðast að útskrifast snemma úr sundi gegn því að ná góðum árangri, hafi öll frammistaða batnað til muna. Flestir klára í níunda bekk. „Eftir að við tókum þetta upp finnst mér ég sjá betri mætingu, þau spyrja meira hvað þau þurfa að laga. Og þau leggja sig bara miklu meira fram. Þau fá svona smá hvatningu, og hugsa bara veistu ég ætla að taka þetta og bara klára þetta,“ segir Alda. Styrmir Tryggvason, nemi sem fréttastofa ræddi við, segir: „Ég er alveg að stefna að því að hætta og ná áttunda bekknum en annars geri ég það bara í níunda. Þá bara er ég hættur að hugsa um það og get farið að sinna hinu náminu betur,“ segir Styrmir. Kvíðin í klefanum Tillagan á að sögn meirihlutans í borginni að vinna gegn kvíða ungmenna og vanlíðan sem getur fylgt skólasundi með tilheyrandi sundklæðnaði og sturtuferðum. Þessi breyting er þó að mati Öldu ekki endilega til þess fallin, enda aðeins um 40% sem klára strax í áttunda bekk, og það er ekki endilega sá hópur sem kvíðir skólasundi sérstaklega. Alda Hanna segir fjölmargt gert til þess að koma til móts við nemendur sem kunna skólasundi og umgjörðinni utan um það illa.Vísir/Sigurjón „Þetta er bara hlutur sem við þurfum að vinna með, sem ég tel að flestallir geri. Við erum með tvo klefa. Stundum get ég leyft nemandanum að vera bara í öðrum klefanum og restinni í hinum. Ég hef meira að segja leyst þetta þannig að nemandi er bara í minni aðstöðu þar sem hann er ekki í neinum stórum klefa. Þeim finnst oft bara óþægilegt tilfinning að berskjalda sig þegar þau eru að ganga á milli, svo þegar þau eru komin ofan í þá er þetta allt í lagi,“ segir Alda í samtali við fréttastofu.
Sund Sundlaugar Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Vill endurskoða fyrirkomulag skólasunds vegna vanlíðanar barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf þar sem hún hvetur til þess að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum verði endurskoðað. Hún telur ákveðinn hóp upplifa óöryggi og vanlíðan í sundtímum. 23. júní 2021 12:09 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Vill endurskoða fyrirkomulag skólasunds vegna vanlíðanar barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf þar sem hún hvetur til þess að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum verði endurskoðað. Hún telur ákveðinn hóp upplifa óöryggi og vanlíðan í sundtímum. 23. júní 2021 12:09