Britney krefst þess að Jamie Lynn hætti að tala illa um sig Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2022 11:52 Jamie Lynn og Britney hafa deilt um nýútgefna sjálfsævisögu Jamie á samfélagsmiðlum. EPA/Samsett Lögmenn Britney Spears hafa farið fram á það að systir hennar, Jamie Lynn, hætti að tala illa um Britney í auglýsingaherferð fyrir bók sem hún var að gefa út. Í bréfi, sem lögmaður Britney hefur sent Jamie Lynn, segir hann sjálfsævisöguna innihalda villandi og fáránlegar staðhæfingar um Britney. Matthew Rosengart, lögmaður Britney, skrifar í bréfinu að Britney hafi ekki enn lesið bókina en hún telji systur sína þó hafa misnotað tengsl sín við Britney til þess að græða peninga. Jamie Lynn hefur enn ekki tjáð sig um kröfuna. „Það að tala opinberlega um ósætti, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum er rangt, sérstaklega þegar það er gert til að selja bækur. Það er þar að auki mögulega ólöglegt og ærumeiðandi,“ segir Rosengart í bréfinu. „Þú hefur nýlega sagt að bókin fjalli ekki um hana. Hún tekur þig á orðinu og þess vegna krefjumst við þess að þú hættir að tala niðrandi um Britney á meðan á auglýsingaherferðinni stendur. Ef þú verður ekki við því mun Britney neyðast til þess að íhuga og grípa til viðeigandi aðgerða.“ Britney og Jamie Lynn hafa átt í opinberum deilum eftir að Jamie mætti í viðtal hjá Good Morning America til að auglýsa bókina sína, sem ber titilinn Things I Should Have Said, í síðustu viku. Bókin er sögð fjalla um hennar eigið líf, þar á meðal um slys sem dóttir hennar lenti í árið 2017 og lést næstum í, um samband hennar við Britney og hlutverk hennar í umdeildu forræðismáli yfir söngkonunni. Í viðtalinu sagðist Jamie vera „stærsti stuðningsmaður“ stóru systur hennar og sagðist þá jafnframt hafa unnið að því að hjálpa Britney að fá sjálfræðið aftur. Samkvæmt fréttaflutningi ABC lýsir Jamie hegðun Britney í fortíðinni þá sem „óútreiknanlegri“ og „vænissjúkri“. Þá sagði Jamie Lynn í hlaðvarpsþætti sem kom út á þriðjudaginn að systir hennar hafi farið að breytast upp úr 2002. Þá lýsti hún jafnframt atviki þar sem hún segir Britney hafa læst sig inn í herbergi vopnuð hníf og að Britney hafi sagt Jamie að hún væri hrædd. Britney sagði eftir að Good Morning America viðtalið var sýnt að henni liði illa með lýsingar Jamie á því að hegðun hennar hafi verið óútreiknanleg. Þá sagði hún Jamie lítið hafa átt í samskiptum við hana á þeim tíma sem hún missti sjálfræðið. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Af hverju erum við eiginlega að tala um þetta nema hún vilji selja bækur á minn kostnað?“ spurði Britney. Þá skrifaði Britney við nýlega Instagramfærslu, sem hún hefur síðan eytt, að Jamie Lynn hafi aldrei upplifað það sama og hún sjálf. Jamie Lynn hafi verið dekruð, sem Britney segist aldrei hafa verið. Jamie Lynn brást svo sjálf við þessari yfirlýsingu Britney á Instagram og skrifað að bók hennar fjallaði ekki eingöngu um Britney. „Ég get ekkert að því gert að ég fæddist líka sem Spears og að sumar að mínum upplifunum tengis systur minni,“ skrifaði Jamie. „Til að vera alveg hreinskilin þá er það sem hún er að segja alls ekki satt.“ Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár. 14. janúar 2022 12:30 Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22 Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Matthew Rosengart, lögmaður Britney, skrifar í bréfinu að Britney hafi ekki enn lesið bókina en hún telji systur sína þó hafa misnotað tengsl sín við Britney til þess að græða peninga. Jamie Lynn hefur enn ekki tjáð sig um kröfuna. „Það að tala opinberlega um ósætti, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum er rangt, sérstaklega þegar það er gert til að selja bækur. Það er þar að auki mögulega ólöglegt og ærumeiðandi,“ segir Rosengart í bréfinu. „Þú hefur nýlega sagt að bókin fjalli ekki um hana. Hún tekur þig á orðinu og þess vegna krefjumst við þess að þú hættir að tala niðrandi um Britney á meðan á auglýsingaherferðinni stendur. Ef þú verður ekki við því mun Britney neyðast til þess að íhuga og grípa til viðeigandi aðgerða.“ Britney og Jamie Lynn hafa átt í opinberum deilum eftir að Jamie mætti í viðtal hjá Good Morning America til að auglýsa bókina sína, sem ber titilinn Things I Should Have Said, í síðustu viku. Bókin er sögð fjalla um hennar eigið líf, þar á meðal um slys sem dóttir hennar lenti í árið 2017 og lést næstum í, um samband hennar við Britney og hlutverk hennar í umdeildu forræðismáli yfir söngkonunni. Í viðtalinu sagðist Jamie vera „stærsti stuðningsmaður“ stóru systur hennar og sagðist þá jafnframt hafa unnið að því að hjálpa Britney að fá sjálfræðið aftur. Samkvæmt fréttaflutningi ABC lýsir Jamie hegðun Britney í fortíðinni þá sem „óútreiknanlegri“ og „vænissjúkri“. Þá sagði Jamie Lynn í hlaðvarpsþætti sem kom út á þriðjudaginn að systir hennar hafi farið að breytast upp úr 2002. Þá lýsti hún jafnframt atviki þar sem hún segir Britney hafa læst sig inn í herbergi vopnuð hníf og að Britney hafi sagt Jamie að hún væri hrædd. Britney sagði eftir að Good Morning America viðtalið var sýnt að henni liði illa með lýsingar Jamie á því að hegðun hennar hafi verið óútreiknanleg. Þá sagði hún Jamie lítið hafa átt í samskiptum við hana á þeim tíma sem hún missti sjálfræðið. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Af hverju erum við eiginlega að tala um þetta nema hún vilji selja bækur á minn kostnað?“ spurði Britney. Þá skrifaði Britney við nýlega Instagramfærslu, sem hún hefur síðan eytt, að Jamie Lynn hafi aldrei upplifað það sama og hún sjálf. Jamie Lynn hafi verið dekruð, sem Britney segist aldrei hafa verið. Jamie Lynn brást svo sjálf við þessari yfirlýsingu Britney á Instagram og skrifað að bók hennar fjallaði ekki eingöngu um Britney. „Ég get ekkert að því gert að ég fæddist líka sem Spears og að sumar að mínum upplifunum tengis systur minni,“ skrifaði Jamie. „Til að vera alveg hreinskilin þá er það sem hún er að segja alls ekki satt.“
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár. 14. janúar 2022 12:30 Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22 Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár. 14. janúar 2022 12:30
Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22
Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13