Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2022 10:21 Foreldrar hafa úrslitavald um það hvort börn þeirra eru bólusett, þar til þau verða 16 ára. Vísir/Vilhelm Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. Þetta kemur fram í svari Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, á Vísindavefnum, þar sem spurt er: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Salvör segir börn hafa þennan rétt að því gefnu að þau séu orðin 16 ára gömul. Þrátt fyrir að foreldrar og/eða forráðamenn fari með forsjá barns til 18 ára aldurs verði börn hér á landi sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins þegar þau verða 16 ára. Frá þeim tíma geta þau þegið bólusetningu og aðra heilbrigðisþjónustu óháð vilja eða samþykki foreldris. „Börn eiga rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, en í því felst meðal annars réttur til að fá aðgengi að bólusetningum sem koma í veg fyrir sjúkdóma og fylgikvilla þeirra. Þannig verður ákvörðun stjórnvalda um að bjóða upp á tilteknar bólusetningar að byggja á því mati að bólusetningin hverju sinni sé áhættuminni en sjúkdómurinn sem verið er að koma í veg fyrir. Þegar lagt er mat á ávinning og skaða við bólusetningar er ekki eingöngu metin áhrif á einstaklinga, heldur einnig áhrif á alla íbúa samfélagsins,“ segir í svari umboðsmanns. Salvör segir að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sé lögð rík áhersla á stigvaxandi sjálfsákvörðunarrétt barna. Þetta þýði að þrátt fyrir að forsjáraðilar veiti samþykki fyrir meðferð barns undir 16 ára aldri eigi þeir, eftir því sem kostur er, að hafa barnið með í ráðum í samræmi við aldur þess og þroska. Þegar um er að ræða börn 12 ára og eldri eigi alltaf að ráðfæra sig við þau. Ef foreldrar neita að samþykkja nauðsynlega meðferð eigi læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður að snúa sér til barnaverndaryfirvalda, samanber ákvæði barnaverndarlaga. Salvör segir mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað til heilbrigðisstarfsfólk eftir ráðleggingum, án þess að fá samþykki hjá foreldrum. „Slíkur réttur er mikilvægur þáttur í friðhelgi einkalífs og er ekki síst mikilvægur fyrir börn á unglingsaldri, en möguleikar til trúnaðarsamskipta eru eðli málsins samkvæmt háð aldri og þroska barnsins,“ segir hún. „Mikilvægt er þó að gera greinarmun á ráðgjöf og upplýsingum annars vegar og veitingu heilbrigðisþjónustu hins vegar, þar sem foreldrar sem fara með forsjá barns yngri en 16 ára, verða eins og áður sagði að veita samþykki sitt ef fagfólk telur þörf á einhvers konar meðferð.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, á Vísindavefnum, þar sem spurt er: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Salvör segir börn hafa þennan rétt að því gefnu að þau séu orðin 16 ára gömul. Þrátt fyrir að foreldrar og/eða forráðamenn fari með forsjá barns til 18 ára aldurs verði börn hér á landi sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins þegar þau verða 16 ára. Frá þeim tíma geta þau þegið bólusetningu og aðra heilbrigðisþjónustu óháð vilja eða samþykki foreldris. „Börn eiga rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, en í því felst meðal annars réttur til að fá aðgengi að bólusetningum sem koma í veg fyrir sjúkdóma og fylgikvilla þeirra. Þannig verður ákvörðun stjórnvalda um að bjóða upp á tilteknar bólusetningar að byggja á því mati að bólusetningin hverju sinni sé áhættuminni en sjúkdómurinn sem verið er að koma í veg fyrir. Þegar lagt er mat á ávinning og skaða við bólusetningar er ekki eingöngu metin áhrif á einstaklinga, heldur einnig áhrif á alla íbúa samfélagsins,“ segir í svari umboðsmanns. Salvör segir að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sé lögð rík áhersla á stigvaxandi sjálfsákvörðunarrétt barna. Þetta þýði að þrátt fyrir að forsjáraðilar veiti samþykki fyrir meðferð barns undir 16 ára aldri eigi þeir, eftir því sem kostur er, að hafa barnið með í ráðum í samræmi við aldur þess og þroska. Þegar um er að ræða börn 12 ára og eldri eigi alltaf að ráðfæra sig við þau. Ef foreldrar neita að samþykkja nauðsynlega meðferð eigi læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður að snúa sér til barnaverndaryfirvalda, samanber ákvæði barnaverndarlaga. Salvör segir mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað til heilbrigðisstarfsfólk eftir ráðleggingum, án þess að fá samþykki hjá foreldrum. „Slíkur réttur er mikilvægur þáttur í friðhelgi einkalífs og er ekki síst mikilvægur fyrir börn á unglingsaldri, en möguleikar til trúnaðarsamskipta eru eðli málsins samkvæmt háð aldri og þroska barnsins,“ segir hún. „Mikilvægt er þó að gera greinarmun á ráðgjöf og upplýsingum annars vegar og veitingu heilbrigðisþjónustu hins vegar, þar sem foreldrar sem fara með forsjá barns yngri en 16 ára, verða eins og áður sagði að veita samþykki sitt ef fagfólk telur þörf á einhvers konar meðferð.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira