Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2022 10:21 Foreldrar hafa úrslitavald um það hvort börn þeirra eru bólusett, þar til þau verða 16 ára. Vísir/Vilhelm Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. Þetta kemur fram í svari Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, á Vísindavefnum, þar sem spurt er: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Salvör segir börn hafa þennan rétt að því gefnu að þau séu orðin 16 ára gömul. Þrátt fyrir að foreldrar og/eða forráðamenn fari með forsjá barns til 18 ára aldurs verði börn hér á landi sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins þegar þau verða 16 ára. Frá þeim tíma geta þau þegið bólusetningu og aðra heilbrigðisþjónustu óháð vilja eða samþykki foreldris. „Börn eiga rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, en í því felst meðal annars réttur til að fá aðgengi að bólusetningum sem koma í veg fyrir sjúkdóma og fylgikvilla þeirra. Þannig verður ákvörðun stjórnvalda um að bjóða upp á tilteknar bólusetningar að byggja á því mati að bólusetningin hverju sinni sé áhættuminni en sjúkdómurinn sem verið er að koma í veg fyrir. Þegar lagt er mat á ávinning og skaða við bólusetningar er ekki eingöngu metin áhrif á einstaklinga, heldur einnig áhrif á alla íbúa samfélagsins,“ segir í svari umboðsmanns. Salvör segir að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sé lögð rík áhersla á stigvaxandi sjálfsákvörðunarrétt barna. Þetta þýði að þrátt fyrir að forsjáraðilar veiti samþykki fyrir meðferð barns undir 16 ára aldri eigi þeir, eftir því sem kostur er, að hafa barnið með í ráðum í samræmi við aldur þess og þroska. Þegar um er að ræða börn 12 ára og eldri eigi alltaf að ráðfæra sig við þau. Ef foreldrar neita að samþykkja nauðsynlega meðferð eigi læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður að snúa sér til barnaverndaryfirvalda, samanber ákvæði barnaverndarlaga. Salvör segir mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað til heilbrigðisstarfsfólk eftir ráðleggingum, án þess að fá samþykki hjá foreldrum. „Slíkur réttur er mikilvægur þáttur í friðhelgi einkalífs og er ekki síst mikilvægur fyrir börn á unglingsaldri, en möguleikar til trúnaðarsamskipta eru eðli málsins samkvæmt háð aldri og þroska barnsins,“ segir hún. „Mikilvægt er þó að gera greinarmun á ráðgjöf og upplýsingum annars vegar og veitingu heilbrigðisþjónustu hins vegar, þar sem foreldrar sem fara með forsjá barns yngri en 16 ára, verða eins og áður sagði að veita samþykki sitt ef fagfólk telur þörf á einhvers konar meðferð.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, á Vísindavefnum, þar sem spurt er: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Salvör segir börn hafa þennan rétt að því gefnu að þau séu orðin 16 ára gömul. Þrátt fyrir að foreldrar og/eða forráðamenn fari með forsjá barns til 18 ára aldurs verði börn hér á landi sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins þegar þau verða 16 ára. Frá þeim tíma geta þau þegið bólusetningu og aðra heilbrigðisþjónustu óháð vilja eða samþykki foreldris. „Börn eiga rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, en í því felst meðal annars réttur til að fá aðgengi að bólusetningum sem koma í veg fyrir sjúkdóma og fylgikvilla þeirra. Þannig verður ákvörðun stjórnvalda um að bjóða upp á tilteknar bólusetningar að byggja á því mati að bólusetningin hverju sinni sé áhættuminni en sjúkdómurinn sem verið er að koma í veg fyrir. Þegar lagt er mat á ávinning og skaða við bólusetningar er ekki eingöngu metin áhrif á einstaklinga, heldur einnig áhrif á alla íbúa samfélagsins,“ segir í svari umboðsmanns. Salvör segir að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sé lögð rík áhersla á stigvaxandi sjálfsákvörðunarrétt barna. Þetta þýði að þrátt fyrir að forsjáraðilar veiti samþykki fyrir meðferð barns undir 16 ára aldri eigi þeir, eftir því sem kostur er, að hafa barnið með í ráðum í samræmi við aldur þess og þroska. Þegar um er að ræða börn 12 ára og eldri eigi alltaf að ráðfæra sig við þau. Ef foreldrar neita að samþykkja nauðsynlega meðferð eigi læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður að snúa sér til barnaverndaryfirvalda, samanber ákvæði barnaverndarlaga. Salvör segir mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað til heilbrigðisstarfsfólk eftir ráðleggingum, án þess að fá samþykki hjá foreldrum. „Slíkur réttur er mikilvægur þáttur í friðhelgi einkalífs og er ekki síst mikilvægur fyrir börn á unglingsaldri, en möguleikar til trúnaðarsamskipta eru eðli málsins samkvæmt háð aldri og þroska barnsins,“ segir hún. „Mikilvægt er þó að gera greinarmun á ráðgjöf og upplýsingum annars vegar og veitingu heilbrigðisþjónustu hins vegar, þar sem foreldrar sem fara með forsjá barns yngri en 16 ára, verða eins og áður sagði að veita samþykki sitt ef fagfólk telur þörf á einhvers konar meðferð.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira