Vill jafna leikinn og hjálpa þolendum að rjúfa þögnina Eiður Þór Árnason skrifar 19. janúar 2022 23:49 Haraldur Þorleifsson hefur látið til sín taka í umræðunni um kynferðisbrot á síðustu misserum. Mynd/Ueno Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, tilkynnti í dag að hann vilji aðstoða þolendur kynferðisofbeldis við að losna undan trúnaðarsamningum við gerendur. Hann segist vilja jafna leikinn og hjálpa þolendum að rjúfa þögnina. „Ég er með góða lögfræðinga sem ég get fengið til að skoða mál og það er örugglega hægt að opna flesta af þessum samningum,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann segist hafa heyrt um nokkra slíka samninga hér á landi en hafi meiri reynslu af trúnaðarsamningum sem starfsmenn geri í ríkum mæli við atvinnurekendur í Bandaríkjunum þar sem hann starfaði um nokkurt skeið. „Mjög oft eru þessi samningar mjög hæpnir, þeir eru ekki endilega eitthvað sem hægt er framfylgja eða nokkur myndi framfylgja en það er kannski svolítil hræðsla við að skoða það.“ Hafðu samband (sendu DM) ef að þú ert með þöggunarsamning útaf kynferðisbroti og vilt vita hvernig þú losar þig úr honum.Ég get ekki lofað neinu en kannski getum við fundið lausn.— Halli (@iamharaldur) January 19, 2022 Haraldur segir að kveikjan að tístinu hafi verið umræða um slíka samninga á samfélagsmiðlum. Telur hann fullt tilefni til að skoða þessi tilfelli nánar hér á landi. Þrátt fyrir það sé einnig mikilvægt að virða það ef þolendur kjósa að greina ekki frá reynslu sinni af einhverjum ástæðum. „En mér finnst allavega að það eigi ekki að stoppa á því hvort einhver kostnaður fylgi því eða einhverri hræðslu við að lenda í lögfræðingum. Ég held að það sé ekki góð ástæða til að segja ekki frá,“ segir Haraldur. Fólk líklega í erfiðri stöðu Aðspurður um það hvers vegna hann vilji bjóða fram aðstoð sína í slíkum málum segir Haraldur að hann vilji með þessu reyna að jafna stöðu þolenda og gerenda. „Ég ímynda mér og reikna með því að fólk sem geri svona þöggunarsamning sé að gera það út frá mjög ójöfnu sambandi, þar sem annars vegar er aðili sem er væntanlega fjársterkur með lögfræðinga og peninga sem hann getur sett í að kaupa þögn og hins vegar manneskja sem vantar peninginn það mikið að hún er tilbúin til að sætta sig við að það sé kannski að einhverju leyti brotið á þeim aftur svona.“ „Mér datt í hug að þetta væri leið til að jafna leikinn, og það væri hægt að hjálpa þessu fólki ef það vill hjálp við að komast út úr þessum samningum sem það sér mögulega eftir að hafa gert eða jafnvel þurfti að gera en vill samt fá að segja sína sögu.“ Haraldur biður fólk sem þiggur aðstoð um að senda honum einkaskilaboð á Twitter. Tvö erindi höfðu borist þegar hann athugaði stöðuna um tveimur tímum eftir að hann birti ákallið. „Fyrir utan það þá langar mig líka að sjá hver væri svo djarfur að kæra einhvern fyrir að brjóta svona samning, það væri mjög áhugavert mál,“ bætir Haraldur við. Hyggist standa við sitt Haraldur greindi frá því síðasta sumar að hann vildi greiða lögfræðikostnað þeirra sem tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson hafi stefnt vegna ummæla sem tengdust ásökunum um kynferðisbrot. Þá lýsti Haraldur því einnig yfir að hann ætlaði að greiða miskabætur þeirra ef til þess kæmi. Haraldur segist hafa verið í sambandi við tvo aðila vegna mála Ingólfs, betur þekktur sem Ingó Veðurguð. Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur höfðaði vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar var á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Um er að ræða mál á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni en hann er einn sex einstaklinga sem Ingólfur hefur höfðað meiðyrðamál gegn. „Ef eitthvað fólk verður dæmt í þessu máli, sem ég auðvitað vona að verði ekki gert þeirra vegna, þá náttúrulega stend ég við það sem ég sagði,“ segir Haraldur. MeToo Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Bessastöðum í dag, nýársdag. 1. janúar 2022 16:41 Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
„Ég er með góða lögfræðinga sem ég get fengið til að skoða mál og það er örugglega hægt að opna flesta af þessum samningum,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann segist hafa heyrt um nokkra slíka samninga hér á landi en hafi meiri reynslu af trúnaðarsamningum sem starfsmenn geri í ríkum mæli við atvinnurekendur í Bandaríkjunum þar sem hann starfaði um nokkurt skeið. „Mjög oft eru þessi samningar mjög hæpnir, þeir eru ekki endilega eitthvað sem hægt er framfylgja eða nokkur myndi framfylgja en það er kannski svolítil hræðsla við að skoða það.“ Hafðu samband (sendu DM) ef að þú ert með þöggunarsamning útaf kynferðisbroti og vilt vita hvernig þú losar þig úr honum.Ég get ekki lofað neinu en kannski getum við fundið lausn.— Halli (@iamharaldur) January 19, 2022 Haraldur segir að kveikjan að tístinu hafi verið umræða um slíka samninga á samfélagsmiðlum. Telur hann fullt tilefni til að skoða þessi tilfelli nánar hér á landi. Þrátt fyrir það sé einnig mikilvægt að virða það ef þolendur kjósa að greina ekki frá reynslu sinni af einhverjum ástæðum. „En mér finnst allavega að það eigi ekki að stoppa á því hvort einhver kostnaður fylgi því eða einhverri hræðslu við að lenda í lögfræðingum. Ég held að það sé ekki góð ástæða til að segja ekki frá,“ segir Haraldur. Fólk líklega í erfiðri stöðu Aðspurður um það hvers vegna hann vilji bjóða fram aðstoð sína í slíkum málum segir Haraldur að hann vilji með þessu reyna að jafna stöðu þolenda og gerenda. „Ég ímynda mér og reikna með því að fólk sem geri svona þöggunarsamning sé að gera það út frá mjög ójöfnu sambandi, þar sem annars vegar er aðili sem er væntanlega fjársterkur með lögfræðinga og peninga sem hann getur sett í að kaupa þögn og hins vegar manneskja sem vantar peninginn það mikið að hún er tilbúin til að sætta sig við að það sé kannski að einhverju leyti brotið á þeim aftur svona.“ „Mér datt í hug að þetta væri leið til að jafna leikinn, og það væri hægt að hjálpa þessu fólki ef það vill hjálp við að komast út úr þessum samningum sem það sér mögulega eftir að hafa gert eða jafnvel þurfti að gera en vill samt fá að segja sína sögu.“ Haraldur biður fólk sem þiggur aðstoð um að senda honum einkaskilaboð á Twitter. Tvö erindi höfðu borist þegar hann athugaði stöðuna um tveimur tímum eftir að hann birti ákallið. „Fyrir utan það þá langar mig líka að sjá hver væri svo djarfur að kæra einhvern fyrir að brjóta svona samning, það væri mjög áhugavert mál,“ bætir Haraldur við. Hyggist standa við sitt Haraldur greindi frá því síðasta sumar að hann vildi greiða lögfræðikostnað þeirra sem tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson hafi stefnt vegna ummæla sem tengdust ásökunum um kynferðisbrot. Þá lýsti Haraldur því einnig yfir að hann ætlaði að greiða miskabætur þeirra ef til þess kæmi. Haraldur segist hafa verið í sambandi við tvo aðila vegna mála Ingólfs, betur þekktur sem Ingó Veðurguð. Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur höfðaði vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar var á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Um er að ræða mál á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni en hann er einn sex einstaklinga sem Ingólfur hefur höfðað meiðyrðamál gegn. „Ef eitthvað fólk verður dæmt í þessu máli, sem ég auðvitað vona að verði ekki gert þeirra vegna, þá náttúrulega stend ég við það sem ég sagði,“ segir Haraldur.
MeToo Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Bessastöðum í dag, nýársdag. 1. janúar 2022 16:41 Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49
Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Bessastöðum í dag, nýársdag. 1. janúar 2022 16:41
Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42