Harder sökkti West Ham og María lék allan leikinn er Man Utd komst í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 22:30 Manchester United vann 1-0 útisigur á Arsenal og er komið í undanúrslit. Twitter/@ManUtdWomen Átta liða úrslit deildarbikars kvenna í knattspyrnu á Englandi fóru fram í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir lék sjötíu mínútur er West Ham United tapaði 4-2 á heimavelli gegn Englandsmeisturum Chelsea. Dagný var í byrjunarliði West Ham sem átti við ofurefli að etja í kvöld. Pernille Harder kom Chelsea yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Katerina Svitkova jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan jöfn 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Í þeim síðari tóku Englands-, bikar- og deildarbikarmeistarar Chelsea öll völd á vellinum. Erin Cuthbert kom gestunum í 2-1 áður en Harder bætti við tveimur mörkum og fullkomnaði þar með þrennu sína. Þetta var hennar 50. leikur fyrir félagið og hún fagnaði því með stæl. Winning Wednesdays! #CFCW pic.twitter.com/QJtixMuGGG— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 19, 2022 Staðan var því orðin 4-1 gestunum í vil þegar hin unga Halle Houssein minnkaði muninn undir lok leiks fyrir West Ham. Lokatölur 4-2 og Chelsea getur enn varið titil sinn. Dagný var tekin af velli þegar 20 mínútur lifðu leiks. Manchester United gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 útisigur á Arsenal í kvöld. Markið kom undir lok leiks það gerði Alessia Russo eftir undirbúning Katie Zelem. María Þórisdóttir lék allan leikinn í hjarta varnar Man United. Five wins on the spin for Marc Skinner s Reds #MUWomen pic.twitter.com/VTBJYk6Isj— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 19, 2022 Þá vann Manchester City 3-1 sigur á Bristol City og Tottenham Hotspur vann Liverpool 1-0. Það verða því fjögur stórlið í undanúrslitum keppninnar; Chelsea, Tottenham og Manchester-liðin tvö. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Dagný var í byrjunarliði West Ham sem átti við ofurefli að etja í kvöld. Pernille Harder kom Chelsea yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Katerina Svitkova jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan jöfn 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Í þeim síðari tóku Englands-, bikar- og deildarbikarmeistarar Chelsea öll völd á vellinum. Erin Cuthbert kom gestunum í 2-1 áður en Harder bætti við tveimur mörkum og fullkomnaði þar með þrennu sína. Þetta var hennar 50. leikur fyrir félagið og hún fagnaði því með stæl. Winning Wednesdays! #CFCW pic.twitter.com/QJtixMuGGG— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 19, 2022 Staðan var því orðin 4-1 gestunum í vil þegar hin unga Halle Houssein minnkaði muninn undir lok leiks fyrir West Ham. Lokatölur 4-2 og Chelsea getur enn varið titil sinn. Dagný var tekin af velli þegar 20 mínútur lifðu leiks. Manchester United gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 útisigur á Arsenal í kvöld. Markið kom undir lok leiks það gerði Alessia Russo eftir undirbúning Katie Zelem. María Þórisdóttir lék allan leikinn í hjarta varnar Man United. Five wins on the spin for Marc Skinner s Reds #MUWomen pic.twitter.com/VTBJYk6Isj— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 19, 2022 Þá vann Manchester City 3-1 sigur á Bristol City og Tottenham Hotspur vann Liverpool 1-0. Það verða því fjögur stórlið í undanúrslitum keppninnar; Chelsea, Tottenham og Manchester-liðin tvö.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira