Sprengingin mældist á jarðskjálftamælum: „Þetta var svaka hvellur“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2022 22:33 Keyrt er inn í Hvalfjarðargöng. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Íbúar í Hvalfirði urðu varir við einhvers konar sprengingu eða skjálfta skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld. Lítill skjálfti mældist á mælum Veðurstofunnar en sprengingin var í raun á vegum byggingafyrirtækisins Borgarvirkis. Sprengingin dularfulla er rædd í Facebook-hópi Íbúa í Kjósarhreppi en þar spyr einn notandi: „Fann einhver fyrir hljóðbylgju frá sprengingu eða einhverju öðru fyrir korteri?“ RÚV greindi fyrst frá. Viðbrögðin hafa ekki látið standa á sér en rúmlega þrjátíu athugasemdir hafa verið skrifaðar við færslu íbúans. Margir virðast hafa orðið varir við dynkinn. „Þetta virkaði frekar eins og verksmiðja hefði sprungið! Hávaði, hljóðbylgjur og húsið gekk í bylgjum,“ skrifar ein í athugasemd og aðrir taka í sama streng. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í upphafi hafi staðan verið óljós. Skjálfti mældist á mælum Veðurstofunnar sem hafði samband við Almannavarnir í kjölfarið. „Það kemur höggbylgja í loftið og svona“ Skömmu eftir klukkan tíu í kvöld fékk Veðurstofa þó ábendingu sem leysti málið. „Við fengum tölvupóst núna rétt fyrir klukkan tíu frá fyrirtækinu Borgarvirki og þeir voru að sprengja á svæðinu,“ segir Bryndís Ýr hjá Veðurstofu Íslands. Framkvæmdir eru á svæðinu og segir Bryndís algengt að slíkar sprengingar mælist á mælum Veðurstofunnar og nefnir sprengingar við uppbyggingu Landspítala sem dæmi. Pétur Ingason hjá Borgarvirki segir að framkvæmdir hafi staðið yfir á Grundartanga. Algengt sé að slíkar sprengingar heyrist og að ekki hafi verið brugðið út af vananum í þetta skipti. „Þetta er bara spurning um það hljóðbært það er og annað, þannig að þetta er ekki neitt neitt. Það er mjög stillt yfir og þá heyrist bara meira. Það kemur höggbylgja í loftið og svona,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu. Borgarvirki var ranglega kalla Borgarverk í fréttinni. Það hefur verið leiðrétt. Eldgos og jarðhræringar Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Sprengingin dularfulla er rædd í Facebook-hópi Íbúa í Kjósarhreppi en þar spyr einn notandi: „Fann einhver fyrir hljóðbylgju frá sprengingu eða einhverju öðru fyrir korteri?“ RÚV greindi fyrst frá. Viðbrögðin hafa ekki látið standa á sér en rúmlega þrjátíu athugasemdir hafa verið skrifaðar við færslu íbúans. Margir virðast hafa orðið varir við dynkinn. „Þetta virkaði frekar eins og verksmiðja hefði sprungið! Hávaði, hljóðbylgjur og húsið gekk í bylgjum,“ skrifar ein í athugasemd og aðrir taka í sama streng. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í upphafi hafi staðan verið óljós. Skjálfti mældist á mælum Veðurstofunnar sem hafði samband við Almannavarnir í kjölfarið. „Það kemur höggbylgja í loftið og svona“ Skömmu eftir klukkan tíu í kvöld fékk Veðurstofa þó ábendingu sem leysti málið. „Við fengum tölvupóst núna rétt fyrir klukkan tíu frá fyrirtækinu Borgarvirki og þeir voru að sprengja á svæðinu,“ segir Bryndís Ýr hjá Veðurstofu Íslands. Framkvæmdir eru á svæðinu og segir Bryndís algengt að slíkar sprengingar mælist á mælum Veðurstofunnar og nefnir sprengingar við uppbyggingu Landspítala sem dæmi. Pétur Ingason hjá Borgarvirki segir að framkvæmdir hafi staðið yfir á Grundartanga. Algengt sé að slíkar sprengingar heyrist og að ekki hafi verið brugðið út af vananum í þetta skipti. „Þetta er bara spurning um það hljóðbært það er og annað, þannig að þetta er ekki neitt neitt. Það er mjög stillt yfir og þá heyrist bara meira. Það kemur höggbylgja í loftið og svona,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu. Borgarvirki var ranglega kalla Borgarverk í fréttinni. Það hefur verið leiðrétt.
Eldgos og jarðhræringar Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira