Hvernig má fyrirbyggja sálrænar afleiðingar COVID-19? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 19. janúar 2022 17:31 Flestir geta viðurkennt að kórónuveiran hafi á einn eða annan hátt haft áhrif á líf sitt, hvort sem það eru bein eða óbein áhrif. Þ.e. áhrifin hafa ekki einungis verið á líkamlega heilsu fólks eða ástvina þeirra af völdum veirunnar heldur einnig óbein áhrif á ótal marga þætti í lífinu eins og félagslega-, atvinnu-, fjárhagslega og síðast en ekki síst sálræna þætti. Nýlegar rannsóknir benda til þess að sálrænar afleiðingar kórónuveirunnar séu töluverðar. Xiong og rannsakendur (2020) gerðu nýlega allsherjargreiningu á áhrifum COVID-19 á geðheilsu í Kína, Spáni, Danmörku, Bandaríkjunum, Ítalíu, Nepal, Tyrklandi og Íran, þeir fundu hátt hlutfall af einkennum kvíða, þunglyndis, áfallastreituröskun og streitu. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu að það væri alþjóðlegt forgangsverkefni fyrir lýðheilsu að koma í veg fyrir áhrif COVID-19 á geðheilbrigði. Í nýlegri allsherjargreiningu kom í ljós að algengi þunglyndis- og kvíðaraskana hefur aukist á alþjóðavísu vegna COVID-19 (Santomauro et al., 2021). Þá kom einnig í ljós að aukningin var meiri fyrir konur en það víkkar bilið meira á milli algengi kvíða og þunglyndisraskana hjá körlum og konum umfram þann mun sem var nú þegar til staðar (Santomauro et al., 2021). Nokkrar ástæður eru taldar vera fyrir meiri aukningu í algengi hjá konum. Þ.á.m. að þær eru taldar líklegri til að verða fyrir félagslegum og efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins. Aðrir áhrifaþættir eru lokanir í skóla eða veikindi í fjölskyldu sem leggast oft meira á konur þar sem þær eru líklegri til að taka meiri ábyrgð á heimilishaldi. Konur eru einnig líklegri til að verða fórnalömb heimilisofbeldis sem hefur aukist vegna útgöngubanns og tilmæla um að halda sig heima (Santamauro et al., 2021). Af þessum rannsókarniðurstöðum má því draga þá ályktun að sálrænar afleiðinlegar kórónuveirunnar séu og munu líklega verða töluverðar fyrir einstaklinginn sjálfan, fyrirtæki og samfélagið í heild sinni. Það er því mikil þörf á að geta mælt og greint andlegt ástand einstaklinga og greina stöðuna á andlegri heilsu innan fyrirtækja og opinbera stofnanna. Það verður sérstaklega mikilvægt fyrir bæði fyritæki og stofnanir að fyrirbyggja bæði beinar og óbeinar afleiðingar af völdum kórónuveirunnar á geðheilsu. Einnig verður mikilvægt að bregðast við og sinna þeim hópum sem virðast verða fyrir meiri sálrænum áhrifum vegna COVID-19. Hægt er að sameina og nýta krafta úr nýsköpun þar sem mikil þróun hefur verið í heilbrigðistæknilausnum. Það er því brýnt að tryggja aðgerðir sem koma í veg fyrir að sálrænar afleiðingar COVID-19 verði ekki langvarandi né alvarlegar fyrir einstaklinga og samfélagið. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði og eigandi Proency. Santomauro, D. F., Herrera, A. M. M., Shadid, J., Zheng, P., Ashbaugh, C., Pigott, D. M., ... & Ferrari, A. J. (2021). Global prevalence and burden of depressive and anxiety disorders in 204 countries and territories in 2020 due to the COVID-19 pandemic. The Lancet. Xiong, J., Lipsitz, O., Nasri, F., Lui, L. M., Gill, H., Phan, L., ... & McIntyre, R. S. (2020). Impact of COVID-19 pandemic on mental health in the general population: A systematic review. Journal of affective disorders. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Flestir geta viðurkennt að kórónuveiran hafi á einn eða annan hátt haft áhrif á líf sitt, hvort sem það eru bein eða óbein áhrif. Þ.e. áhrifin hafa ekki einungis verið á líkamlega heilsu fólks eða ástvina þeirra af völdum veirunnar heldur einnig óbein áhrif á ótal marga þætti í lífinu eins og félagslega-, atvinnu-, fjárhagslega og síðast en ekki síst sálræna þætti. Nýlegar rannsóknir benda til þess að sálrænar afleiðingar kórónuveirunnar séu töluverðar. Xiong og rannsakendur (2020) gerðu nýlega allsherjargreiningu á áhrifum COVID-19 á geðheilsu í Kína, Spáni, Danmörku, Bandaríkjunum, Ítalíu, Nepal, Tyrklandi og Íran, þeir fundu hátt hlutfall af einkennum kvíða, þunglyndis, áfallastreituröskun og streitu. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu að það væri alþjóðlegt forgangsverkefni fyrir lýðheilsu að koma í veg fyrir áhrif COVID-19 á geðheilbrigði. Í nýlegri allsherjargreiningu kom í ljós að algengi þunglyndis- og kvíðaraskana hefur aukist á alþjóðavísu vegna COVID-19 (Santomauro et al., 2021). Þá kom einnig í ljós að aukningin var meiri fyrir konur en það víkkar bilið meira á milli algengi kvíða og þunglyndisraskana hjá körlum og konum umfram þann mun sem var nú þegar til staðar (Santomauro et al., 2021). Nokkrar ástæður eru taldar vera fyrir meiri aukningu í algengi hjá konum. Þ.á.m. að þær eru taldar líklegri til að verða fyrir félagslegum og efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins. Aðrir áhrifaþættir eru lokanir í skóla eða veikindi í fjölskyldu sem leggast oft meira á konur þar sem þær eru líklegri til að taka meiri ábyrgð á heimilishaldi. Konur eru einnig líklegri til að verða fórnalömb heimilisofbeldis sem hefur aukist vegna útgöngubanns og tilmæla um að halda sig heima (Santamauro et al., 2021). Af þessum rannsókarniðurstöðum má því draga þá ályktun að sálrænar afleiðinlegar kórónuveirunnar séu og munu líklega verða töluverðar fyrir einstaklinginn sjálfan, fyrirtæki og samfélagið í heild sinni. Það er því mikil þörf á að geta mælt og greint andlegt ástand einstaklinga og greina stöðuna á andlegri heilsu innan fyrirtækja og opinbera stofnanna. Það verður sérstaklega mikilvægt fyrir bæði fyritæki og stofnanir að fyrirbyggja bæði beinar og óbeinar afleiðingar af völdum kórónuveirunnar á geðheilsu. Einnig verður mikilvægt að bregðast við og sinna þeim hópum sem virðast verða fyrir meiri sálrænum áhrifum vegna COVID-19. Hægt er að sameina og nýta krafta úr nýsköpun þar sem mikil þróun hefur verið í heilbrigðistæknilausnum. Það er því brýnt að tryggja aðgerðir sem koma í veg fyrir að sálrænar afleiðingar COVID-19 verði ekki langvarandi né alvarlegar fyrir einstaklinga og samfélagið. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði og eigandi Proency. Santomauro, D. F., Herrera, A. M. M., Shadid, J., Zheng, P., Ashbaugh, C., Pigott, D. M., ... & Ferrari, A. J. (2021). Global prevalence and burden of depressive and anxiety disorders in 204 countries and territories in 2020 due to the COVID-19 pandemic. The Lancet. Xiong, J., Lipsitz, O., Nasri, F., Lui, L. M., Gill, H., Phan, L., ... & McIntyre, R. S. (2020). Impact of COVID-19 pandemic on mental health in the general population: A systematic review. Journal of affective disorders.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun