Starfsmaður eggjabús fær engar skaðabætur eftir hálkuslys Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2022 14:32 Húsnæði Nesbúeggs að Hlöðunesi á Vatnsleysuströnd. Nesbúegg Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað TM Tryggingar og eggjabúið Nesbúegg af körfu starfsmanns eggjabúsins um skaðabótaskyldu þeirra vegna líkamstjóns sem starfsmaðurinn varð fyrir í hálkuslysi á lóð eggjabúsins í janúar 2020. Starfsmaðurinn – kona sem hafði unnið á eggjabúinu í fimm ár fram að slysdegi – hafði fallið í hálku þegar hún var að fara út með rusl á vinnustaðnum. Við fallið hlaut hún kúlu á hnakkann, hálstognun og tognun á öxl og voru meiðslin síðar metin til læknisfræðilegrar örorku. Ágreiningurinn sneri að því hver bæri ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að konan rann til í hálkunni. Kalt var í veðri umræddan dag og kvaðst konan hafa gengið varlega þar sem hún hafi verið hrædd, en um tveir metrar voru milli útihurðarinnar og ruslagámsins. Dómari taldi að í ljósi þess að konan hafði margoft farið með rusl í ruslagáminn, á öllum árstímum, hafi henni mátt vera ljóst að það gæti verið hálka í umrætt sinn. Eins og atvikum var háttað, auk framburðar starfsmannsins sjálfs, telur dómurinn að slysið verði ekki rakið til annars en gáleysis starfsmannsins. Í dómnum segir að starfsmaðurinn hafi verið vanur að fara út með rusl í lok vinnudags og veðurfar hafði verið með sama móti dagana á undan. „Þá tók stefnandi sjálf ákvörðun um að fara út með rusl þennan dag og lýsti því fyrir dóminum að hún hafi verið óörugg þegar hún steig út slysdaginn og hafi dottið eftir um tvö skref. Stefnandi hafði unnið í fimm ár hjá stefnda í sama starfi og var öllum hnútum og aðstæðum á vinnustaðnum kunnug. Átti hún því að vera vel meðvituð um nauðsyn þess að gæta allrar varúðar og ýtrustu aðgæslu gagnvart hálku sem gat myndast á svæðinu út að ruslagámnum enda fór hún þar um nánast daglega. Það gerði hún ekki í þetta sinn og verður að bera ábyrgð á því sjálf,“ segir í dómnum. Bótaskylda vegna tjóns starfsmannsins verði því ekki lögð á stefndu og þau sýknuð. Starfsmaðurinn fékk gjafsókn í málinu og greiðist því málsvarnarlaun lögmanns stefnanda um ríkissjóði, alls tæplega milljón króna. Dómsmál Vinnuslys Vogar Tryggingar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Starfsmaðurinn – kona sem hafði unnið á eggjabúinu í fimm ár fram að slysdegi – hafði fallið í hálku þegar hún var að fara út með rusl á vinnustaðnum. Við fallið hlaut hún kúlu á hnakkann, hálstognun og tognun á öxl og voru meiðslin síðar metin til læknisfræðilegrar örorku. Ágreiningurinn sneri að því hver bæri ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að konan rann til í hálkunni. Kalt var í veðri umræddan dag og kvaðst konan hafa gengið varlega þar sem hún hafi verið hrædd, en um tveir metrar voru milli útihurðarinnar og ruslagámsins. Dómari taldi að í ljósi þess að konan hafði margoft farið með rusl í ruslagáminn, á öllum árstímum, hafi henni mátt vera ljóst að það gæti verið hálka í umrætt sinn. Eins og atvikum var háttað, auk framburðar starfsmannsins sjálfs, telur dómurinn að slysið verði ekki rakið til annars en gáleysis starfsmannsins. Í dómnum segir að starfsmaðurinn hafi verið vanur að fara út með rusl í lok vinnudags og veðurfar hafði verið með sama móti dagana á undan. „Þá tók stefnandi sjálf ákvörðun um að fara út með rusl þennan dag og lýsti því fyrir dóminum að hún hafi verið óörugg þegar hún steig út slysdaginn og hafi dottið eftir um tvö skref. Stefnandi hafði unnið í fimm ár hjá stefnda í sama starfi og var öllum hnútum og aðstæðum á vinnustaðnum kunnug. Átti hún því að vera vel meðvituð um nauðsyn þess að gæta allrar varúðar og ýtrustu aðgæslu gagnvart hálku sem gat myndast á svæðinu út að ruslagámnum enda fór hún þar um nánast daglega. Það gerði hún ekki í þetta sinn og verður að bera ábyrgð á því sjálf,“ segir í dómnum. Bótaskylda vegna tjóns starfsmannsins verði því ekki lögð á stefndu og þau sýknuð. Starfsmaðurinn fékk gjafsókn í málinu og greiðist því málsvarnarlaun lögmanns stefnanda um ríkissjóði, alls tæplega milljón króna.
Dómsmál Vinnuslys Vogar Tryggingar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira