Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2022 08:30 Forsætisráðherrann hefur sætt harðri gagnrýni og meðal annars tekist að koma sér í ónáð hjá samflokksmönnum sínum. epa/Andy Rain Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. The Guardian hefur eftir þingmönnum flokksins að svo virðist sem Johnson geri sér enn ekki grein fyrir því hversu alvarleg staða hans er orðin en meira en tugur nýrra þingmanna hittist í gær og ræddi framtíð forsætsráðherrans. Að þeim fundi loknum sagði einn þeirra að um það bil 20 vantraustsyfirlýsingar hefðu annað hvort verið lagðar fram eða væru í undirbúningi en 54 þarf til að gengið verði til atkvæðagreiðslu um vantraust á forsætisráðherrann. Johnson steig sjálfur fram í gær og neitaði staðhæfingum Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafa síns, um að hann hefði logið að þinginu þegar hann sagði að hann hefði ekki vitað að garðpartý sem haldið var í Downingstræti þegar fyrstu sóttvarnaaðgerðirnar stóðu yfir hefði falið í sér brot á sóttvarnareglum. Rannsókn stendur yfir á framgöngu forsætisráðherra og meintum sóttvarnabrotum og Cummings mun bera vitni fyrir rannsóknarnefndinni. Gert er ráð fyrir að skýrsla nefndarinnar komi út í næstu viku og heimildir Guardian herma að þeir sem vilja Johnson frá telji heppilegast að bíða eftir henni, til að hámarka líkurnar á því að vantraust nái fram að ganga. Heimildarmenn Guardian telja líklegra að Johnson segi af sér en ganga í gegnum atkvæðagreiðslu um vantraust en á sama tíma segja þeir hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarleg staða hans er orðin.epa/Jessica Taylor Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir þeirrar skoðunar að Johnson sé líklegri til að segja af sér frekar en að þola atkvæðagreiðslu um vantraust samflokksmanna sinna. Líkurnar á atkvæðagreiðslu hafi aukist en óánægjan með forsætisráðherrann sé ekki bara meðal nýrra þingmann heldur einnig reynslubolta flokksins. „Þetta er á lokastigi. Veruleg reiði hefur umbreyst í kalt mat á því hvernig best er að gera þetta. Og hvern viljum við í staðinn? Þetta er spurning um hvenær, ekki hvort,“ hefur Guardian eftir einum þingmanna Íhaldsflokksins. Hann segir vantraustyfirlýsingarnar koma úr öllum áttum; frá hægri og vinstri, og frá þeim sem studdu Brexit og þeim sem vildu vera áfram innan Evrópusambandsins. Fjármálaráðherrann Rishi Sunak, utnaríkisráðherrann Liz Truss og heilbrigðisráðherrann Sajid David eru meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem möguleikir arftakar Johnson. Þá hefur Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gefið út að hann hafi mögulega áhuga á að sækjast eftir leiðtogahlutverkinu en mikið þyrfti til. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 „Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. 18. janúar 2022 14:50 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
The Guardian hefur eftir þingmönnum flokksins að svo virðist sem Johnson geri sér enn ekki grein fyrir því hversu alvarleg staða hans er orðin en meira en tugur nýrra þingmanna hittist í gær og ræddi framtíð forsætsráðherrans. Að þeim fundi loknum sagði einn þeirra að um það bil 20 vantraustsyfirlýsingar hefðu annað hvort verið lagðar fram eða væru í undirbúningi en 54 þarf til að gengið verði til atkvæðagreiðslu um vantraust á forsætisráðherrann. Johnson steig sjálfur fram í gær og neitaði staðhæfingum Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafa síns, um að hann hefði logið að þinginu þegar hann sagði að hann hefði ekki vitað að garðpartý sem haldið var í Downingstræti þegar fyrstu sóttvarnaaðgerðirnar stóðu yfir hefði falið í sér brot á sóttvarnareglum. Rannsókn stendur yfir á framgöngu forsætisráðherra og meintum sóttvarnabrotum og Cummings mun bera vitni fyrir rannsóknarnefndinni. Gert er ráð fyrir að skýrsla nefndarinnar komi út í næstu viku og heimildir Guardian herma að þeir sem vilja Johnson frá telji heppilegast að bíða eftir henni, til að hámarka líkurnar á því að vantraust nái fram að ganga. Heimildarmenn Guardian telja líklegra að Johnson segi af sér en ganga í gegnum atkvæðagreiðslu um vantraust en á sama tíma segja þeir hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarleg staða hans er orðin.epa/Jessica Taylor Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir þeirrar skoðunar að Johnson sé líklegri til að segja af sér frekar en að þola atkvæðagreiðslu um vantraust samflokksmanna sinna. Líkurnar á atkvæðagreiðslu hafi aukist en óánægjan með forsætisráðherrann sé ekki bara meðal nýrra þingmann heldur einnig reynslubolta flokksins. „Þetta er á lokastigi. Veruleg reiði hefur umbreyst í kalt mat á því hvernig best er að gera þetta. Og hvern viljum við í staðinn? Þetta er spurning um hvenær, ekki hvort,“ hefur Guardian eftir einum þingmanna Íhaldsflokksins. Hann segir vantraustyfirlýsingarnar koma úr öllum áttum; frá hægri og vinstri, og frá þeim sem studdu Brexit og þeim sem vildu vera áfram innan Evrópusambandsins. Fjármálaráðherrann Rishi Sunak, utnaríkisráðherrann Liz Truss og heilbrigðisráðherrann Sajid David eru meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem möguleikir arftakar Johnson. Þá hefur Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gefið út að hann hafi mögulega áhuga á að sækjast eftir leiðtogahlutverkinu en mikið þyrfti til.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 „Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. 18. janúar 2022 14:50 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54
„Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. 18. janúar 2022 14:50