Frá þessu er greint á Facebook-síðu hljómsveitarinnar en Jóni var nýverið sagt upp störfum á útvarpsstöðinni X-inu 977 í kjölfar ásakana um mál tengd #metoo-byltingunni.
Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu um helgina en Jón hefur stýrt útvarpsþættinum Séra Jón um nokkurt skeið.
Vísir og X977 eru í eigu Sýnar hf.