Telur ekki rétt að hlusta á 25 prósentin og hunsa hina Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2022 20:00 Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður skipulags- og samgönguráðs. Vísir/Sigurjón Formaður samgöngu- og skipulagsráðs telur oddvita Sjálfstæðisflokksins oftúlka andstöðu íbúa við þéttingu byggðar við Miklubraut og Háaleitisbraut. Tillaga flokksins um að hætta formlega við uppbyggingu í hverfinu sé til marks um málefnaþurrð. Henni var vísað frá á fundi borgarstjórnar seinnipartinn. Reykjavíkurborg tilkynnti á dögunum að hætt hefði verið við hugmyndir um þéttingu byggðar við Bústaðaveg og vísaði til áberandi andstöðu íbúa í skoðanakönnun sem gerð var í desember. Það var líka vísað til þess í tilkynningu að áberandi andstaða væri við uppbygingu hérna meðfram Miklubraut við Háaleitisbraut. Hér vill Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins sjá breiðgötustemningu en ekki kassalaga íbúðablokkir í tugavís, eins og hann orðar það í Morgunblaðinu í morgun. Rúnar Vilberg Hér fyrir ofan sést hugmynd að útfærslu á umræddum blokkum við Miklubraut og Háaleitisbraut, sem Eyþór Arnalds vill að fallið verði frá og vísar til þess að 64 prósent þeirra sem tóku afstöðu í áðurnefndri könnun hafi verið andvígir. Úr könnun Gallup sem gerð var meðal íbúa í desember. Þegar þeir sem eru hvorki hlynntir né andvígir eru teknir með er hlutfallið hins vegar lægra - 52,8% íbúa andvígir. Þá bendir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs á að stuðningur hafi verið talsvert meiri við þéttinguna ef Miklabraut yrði sett í stokk á svæðinu. „Þegar þær tölur eru teknar saman kemur í ljós að 60 prósent svarenda gætu hugsað sér svona útfærslu með stokk en 25 prósent yrðu alfarið gegn þéttingu óháð útfærslu og ég er ekki á því að við eigum einungis að hlusta á þessi 25 prósent og hunsa alfarið vilja hinna.“ Telur þéttingarstefnuna ekki munu koma meirihlutanum í koll Pawel hefur ekki áhyggjur af mögulegri kraumandi óánægju með þéttingu inni í hverfunum, líkt og varð til þess að hætt var við Bústaðavegsuppbyggingu - sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi einnig að fallið yrði formlega frá. „Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn að koma með tillögu um að við hættum við tillögu sem þegar er búið að ákveða hætta við. Og mér finnst það bara dæmi um ákveðna málefnaþurrð Sjálfstæðisflokksins,“ segir Pawel. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að þéttingarstefnan komi meirihlutanum í koll í komandi kosningum. „Alls ekki, ég held að við í meirihlutanum séum mjög skýr. Við í Viðreisn, við erum mjög skýr með okkar skipulagsstefnu. Það er kannski Sjálfstæðisflokkurinn sem er ráðvilltur í sínum skipulagsmálum.“ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Reykjavíkurborg tilkynnti á dögunum að hætt hefði verið við hugmyndir um þéttingu byggðar við Bústaðaveg og vísaði til áberandi andstöðu íbúa í skoðanakönnun sem gerð var í desember. Það var líka vísað til þess í tilkynningu að áberandi andstaða væri við uppbygingu hérna meðfram Miklubraut við Háaleitisbraut. Hér vill Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins sjá breiðgötustemningu en ekki kassalaga íbúðablokkir í tugavís, eins og hann orðar það í Morgunblaðinu í morgun. Rúnar Vilberg Hér fyrir ofan sést hugmynd að útfærslu á umræddum blokkum við Miklubraut og Háaleitisbraut, sem Eyþór Arnalds vill að fallið verði frá og vísar til þess að 64 prósent þeirra sem tóku afstöðu í áðurnefndri könnun hafi verið andvígir. Úr könnun Gallup sem gerð var meðal íbúa í desember. Þegar þeir sem eru hvorki hlynntir né andvígir eru teknir með er hlutfallið hins vegar lægra - 52,8% íbúa andvígir. Þá bendir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs á að stuðningur hafi verið talsvert meiri við þéttinguna ef Miklabraut yrði sett í stokk á svæðinu. „Þegar þær tölur eru teknar saman kemur í ljós að 60 prósent svarenda gætu hugsað sér svona útfærslu með stokk en 25 prósent yrðu alfarið gegn þéttingu óháð útfærslu og ég er ekki á því að við eigum einungis að hlusta á þessi 25 prósent og hunsa alfarið vilja hinna.“ Telur þéttingarstefnuna ekki munu koma meirihlutanum í koll Pawel hefur ekki áhyggjur af mögulegri kraumandi óánægju með þéttingu inni í hverfunum, líkt og varð til þess að hætt var við Bústaðavegsuppbyggingu - sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi einnig að fallið yrði formlega frá. „Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn að koma með tillögu um að við hættum við tillögu sem þegar er búið að ákveða hætta við. Og mér finnst það bara dæmi um ákveðna málefnaþurrð Sjálfstæðisflokksins,“ segir Pawel. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að þéttingarstefnan komi meirihlutanum í koll í komandi kosningum. „Alls ekki, ég held að við í meirihlutanum séum mjög skýr. Við í Viðreisn, við erum mjög skýr með okkar skipulagsstefnu. Það er kannski Sjálfstæðisflokkurinn sem er ráðvilltur í sínum skipulagsmálum.“
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira