Læknar með gjörólíka sýn á faraldurinn takast á í Pallborðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2022 12:09 Ragnar Freyr og Tómas þekkjast vel en eru óhræddir við að segja sína skoðun á málunum. vísir Gamlir vinir og samstarfsmenn á Landspítala mætast í Pallborðinu klukkan 14:30 í beinni hér á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag til að ræða heimsfaraldurinn og leiðir út úr honum. Fylgst er með gangi mála í textalýsingu í vaktinni hér að neðan. Þeir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir hjá Landspítala og fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, og Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á spítalanum, hafa undanfarið tjáð sig mikið um faraldurinn og stöðu spítalans. Þeir hafa þó gjörólíka sýn á málin. Ragnar Freyr hefur nýlega komist í fréttir fyrir að koma fram með þá hugmynd að hætta því sýnatökufyrirkomulagi sem nú er viðhaft þegar svo margir greinast smitaðir daglega. Í gær greindust til dæmis næstflestir með Covid-19 frá upphafi faraldursins. Óttar Kolbeinsson Proppé, fréttamaður Stöðvar 2, stýrir umræðunum á eftir, sem hefjast klukkan 14:30. Hægt verður að horfa á þær í beinni hér í spilaranum að neðan. Sóttvarnalæknir og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, hafa verið honum ósammála í því og einnig góður vinur og samstarfsmaður Ragnas Freys, Tómas Guðbjartsson. Hann er hinum megin línunnar, vill halda hörðum samkomutakmörkunum á meðan ástandið á spítalanum er eins og það er í dag og komst í fréttir um helgina fyrir að skjóta föstum skotum að utanríkisráðherra fyrir orðræðu hennar í faraldrinum. Það hefur dregið til mikilla tíðinda í faraldrinum síðustu daga; margt bendir til að ómíkron-afbrigðið valdi margfalt vægari veikindum en delta-afbrigðið og þá hefur sóttvarnalæknir rokkað fram og til baka þegar hann ræðir um sóttvarnatakmarkanir. Óbreyttar tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í byrjun síðustu viku en þremur dögum síðar var ákveðið að herða niður í 10 manns og í gær viðraði sóttvarnalæknir svo þær hugmyndir að slaka aftur á takmörkunum. Margir eru búnir að missa þráðinn í umræðunum. Hvert er markmiðið í dag? Og er réttlætanlegt að hafa svo gríðarlega strangar samkomutakmarkanir í gildi þegar nýtt afbrigði er minna skaðlegt en upprunalega var búist við? Þetta verður allt tekið fyrir í fjörugum umræðum í Pallborðinu í dag.
Þeir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir hjá Landspítala og fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, og Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á spítalanum, hafa undanfarið tjáð sig mikið um faraldurinn og stöðu spítalans. Þeir hafa þó gjörólíka sýn á málin. Ragnar Freyr hefur nýlega komist í fréttir fyrir að koma fram með þá hugmynd að hætta því sýnatökufyrirkomulagi sem nú er viðhaft þegar svo margir greinast smitaðir daglega. Í gær greindust til dæmis næstflestir með Covid-19 frá upphafi faraldursins. Óttar Kolbeinsson Proppé, fréttamaður Stöðvar 2, stýrir umræðunum á eftir, sem hefjast klukkan 14:30. Hægt verður að horfa á þær í beinni hér í spilaranum að neðan. Sóttvarnalæknir og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, hafa verið honum ósammála í því og einnig góður vinur og samstarfsmaður Ragnas Freys, Tómas Guðbjartsson. Hann er hinum megin línunnar, vill halda hörðum samkomutakmörkunum á meðan ástandið á spítalanum er eins og það er í dag og komst í fréttir um helgina fyrir að skjóta föstum skotum að utanríkisráðherra fyrir orðræðu hennar í faraldrinum. Það hefur dregið til mikilla tíðinda í faraldrinum síðustu daga; margt bendir til að ómíkron-afbrigðið valdi margfalt vægari veikindum en delta-afbrigðið og þá hefur sóttvarnalæknir rokkað fram og til baka þegar hann ræðir um sóttvarnatakmarkanir. Óbreyttar tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í byrjun síðustu viku en þremur dögum síðar var ákveðið að herða niður í 10 manns og í gær viðraði sóttvarnalæknir svo þær hugmyndir að slaka aftur á takmörkunum. Margir eru búnir að missa þráðinn í umræðunum. Hvert er markmiðið í dag? Og er réttlætanlegt að hafa svo gríðarlega strangar samkomutakmarkanir í gildi þegar nýtt afbrigði er minna skaðlegt en upprunalega var búist við? Þetta verður allt tekið fyrir í fjörugum umræðum í Pallborðinu í dag.
Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira