Hvers vegna óskaði Viðreisn eftir skýrslu ráðherra um sóttvarnaaðgerðir? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. janúar 2022 08:01 Í gær lagði þingflokkur Viðreisnar fram ósk um að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða svo fljótt sem hægt er þegar ríkisstjórnin tilkynnir um sóttvarnaaðgerðir. Hvers vegna gerðum við það? Opin umræða er nauðsynleg Í upphafi árs 2022 virðist því miður enn nokkuð í land í viðureigninni við heimsfaraldurinn og óvissa ríkir enn um hvenær daglegt líf fólksins í landinu kemst aftur í eðlilegt horf. Það er eðlilegt að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu þegar ríkisstjórnin boðar sóttvarnaaðgerðir sem hafa áhrif á samfélagið allt. Með þessu gefst tækifæri á opinni umræðu á þingi um forsendur, fyrirhuguð áhrif og afleiðingar aðgerða hverju sinni. Og með því gefst samhliða tækifæri til umræðu um úrræði stjórnvalda hvað varðar efnahagslega og félagslega þætti. Það er nauðsynlegt og tímabært að ráðherra og ríkisstjórnin ræði og rökstyðji forsendur á þingi, enda rík eftirlitsskylda á þinginu með stjórnvöldum. Forsenda þess að hægt sé að sinna því hlutverki er hins vegar að opin og gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Að tveimur árum liðnum verður jafnframt að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún kynni efnahagsaðgerðir samhliða sóttvarnaaðgerðum. Það eru óboðleg vinnubrögð að ríkisstjórnin veiti fyrirtækjum og fólki nokkurra daga frest til að bregðast við nýjum sóttvarnareglum en taki sér sjálfar margar vikur til að smíða úrræði vegna þess tekjutaps sem þessi fyrirtæki verða fyrir. Stærstu verkefni í kjölfar heimsfaraldursins eru enn hin sömu og frá upphafi heimsfaraldurs. Það er grunnskylda ríkisins að verja líf og heilbrigði og í dag virðist verkefnið raunar ekki síst að verja álag á heilbrigðiskerfi. Samhliða eru það hinar gríðarmiklu efnahagslegu afleiðingar, atvinna fólks og gangverk atvinnulífs. Síðast en ekki síst eru það félagslegar þættir og líðan þjóðar á tímum langvarandi aðgerða. Allt eru þetta grundvallarhagsmunir í hverju samfélagi. Ráðherra geri grein fyrir markmiðum og áhrifum Á upphafsstigum faraldursins vantaði mikið upp á að Alþingi fengi í hendur nauðsynlegar upplýsingar um forsendur þeirra sóttvarnaaðgerða sem gripið var til. Staðan vegna heimsfaraldurs var mun krítískari þá en nú, bóluefni voru ekki tryggð og bólusetning ekki hafin. Strax í nóvember 2020 lögðum við þess vegna fram ósk um að heilbrigðisráðherra gæfi Alþingi skýrslu hálfs mánaðarlega um stöðuna og um sóttvarnaraðgerðir. Þáverandi heilbrigðisráðherra varð við þessu. Það sem skilaði því að fram fór reglubundin umræða á þinginu um stöðuna í heimsfaraldri og sóttvarnaráðstafanir. Sú umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Hún styrkti þingið í þeim verkefnum sem unnið var að. Hvar er framtíðarstefnan? Viðreisn hefur þannig frá upphafi kallað eftir opinni og gagnrýnni umræðu og kallað eftir plani stjórnvalda varðandi þessi þrjú meginverkefni í heimsfaraldrinum sem tengjast auðvitað innbyrðis. Síðastliðið sumar boðaði ríkisstjórnin svo loks að stefnumótunarvinna væri hafin um framtíðarstefnu um viðbrögð við heimsfaraldrinum og að hún yrði kynnt innan 2-3 vikna. Ekkert hefur þó spurst til þessarar stefnumótunarvinnu síðan. Mikilvægt er að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað á vettvangi þingsins um aðgerðir stjórnvalda sem víðtæk áhrif hafa á samfélagið í heild sinni. Við aðstæður eins og nú eru uppi á ekki að halda aftur af umræðu eða eftirlitshlutverki þingsins. Þvert á móti hefur sjaldnar verið mikilvægara að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Hana á ekki að óttast. Þingið á að sinna því hlutverki sem því er ætlað að sinna. Það er einfaldlega eðlileg krafa að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra geri Alþingi grein fyrir forsendum þeirra ákvarðana sem stjórnvöld taka og að umræða fari fram í þingsal strax í kjölfar þess að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar eru kynntar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær lagði þingflokkur Viðreisnar fram ósk um að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða svo fljótt sem hægt er þegar ríkisstjórnin tilkynnir um sóttvarnaaðgerðir. Hvers vegna gerðum við það? Opin umræða er nauðsynleg Í upphafi árs 2022 virðist því miður enn nokkuð í land í viðureigninni við heimsfaraldurinn og óvissa ríkir enn um hvenær daglegt líf fólksins í landinu kemst aftur í eðlilegt horf. Það er eðlilegt að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu þegar ríkisstjórnin boðar sóttvarnaaðgerðir sem hafa áhrif á samfélagið allt. Með þessu gefst tækifæri á opinni umræðu á þingi um forsendur, fyrirhuguð áhrif og afleiðingar aðgerða hverju sinni. Og með því gefst samhliða tækifæri til umræðu um úrræði stjórnvalda hvað varðar efnahagslega og félagslega þætti. Það er nauðsynlegt og tímabært að ráðherra og ríkisstjórnin ræði og rökstyðji forsendur á þingi, enda rík eftirlitsskylda á þinginu með stjórnvöldum. Forsenda þess að hægt sé að sinna því hlutverki er hins vegar að opin og gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Að tveimur árum liðnum verður jafnframt að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún kynni efnahagsaðgerðir samhliða sóttvarnaaðgerðum. Það eru óboðleg vinnubrögð að ríkisstjórnin veiti fyrirtækjum og fólki nokkurra daga frest til að bregðast við nýjum sóttvarnareglum en taki sér sjálfar margar vikur til að smíða úrræði vegna þess tekjutaps sem þessi fyrirtæki verða fyrir. Stærstu verkefni í kjölfar heimsfaraldursins eru enn hin sömu og frá upphafi heimsfaraldurs. Það er grunnskylda ríkisins að verja líf og heilbrigði og í dag virðist verkefnið raunar ekki síst að verja álag á heilbrigðiskerfi. Samhliða eru það hinar gríðarmiklu efnahagslegu afleiðingar, atvinna fólks og gangverk atvinnulífs. Síðast en ekki síst eru það félagslegar þættir og líðan þjóðar á tímum langvarandi aðgerða. Allt eru þetta grundvallarhagsmunir í hverju samfélagi. Ráðherra geri grein fyrir markmiðum og áhrifum Á upphafsstigum faraldursins vantaði mikið upp á að Alþingi fengi í hendur nauðsynlegar upplýsingar um forsendur þeirra sóttvarnaaðgerða sem gripið var til. Staðan vegna heimsfaraldurs var mun krítískari þá en nú, bóluefni voru ekki tryggð og bólusetning ekki hafin. Strax í nóvember 2020 lögðum við þess vegna fram ósk um að heilbrigðisráðherra gæfi Alþingi skýrslu hálfs mánaðarlega um stöðuna og um sóttvarnaraðgerðir. Þáverandi heilbrigðisráðherra varð við þessu. Það sem skilaði því að fram fór reglubundin umræða á þinginu um stöðuna í heimsfaraldri og sóttvarnaráðstafanir. Sú umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Hún styrkti þingið í þeim verkefnum sem unnið var að. Hvar er framtíðarstefnan? Viðreisn hefur þannig frá upphafi kallað eftir opinni og gagnrýnni umræðu og kallað eftir plani stjórnvalda varðandi þessi þrjú meginverkefni í heimsfaraldrinum sem tengjast auðvitað innbyrðis. Síðastliðið sumar boðaði ríkisstjórnin svo loks að stefnumótunarvinna væri hafin um framtíðarstefnu um viðbrögð við heimsfaraldrinum og að hún yrði kynnt innan 2-3 vikna. Ekkert hefur þó spurst til þessarar stefnumótunarvinnu síðan. Mikilvægt er að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað á vettvangi þingsins um aðgerðir stjórnvalda sem víðtæk áhrif hafa á samfélagið í heild sinni. Við aðstæður eins og nú eru uppi á ekki að halda aftur af umræðu eða eftirlitshlutverki þingsins. Þvert á móti hefur sjaldnar verið mikilvægara að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Hana á ekki að óttast. Þingið á að sinna því hlutverki sem því er ætlað að sinna. Það er einfaldlega eðlileg krafa að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra geri Alþingi grein fyrir forsendum þeirra ákvarðana sem stjórnvöld taka og að umræða fari fram í þingsal strax í kjölfar þess að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar eru kynntar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun