Þingmanna að tilkynna forföll til skrifstofu Alþingis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2022 18:21 Bjarni er nú staddur erlendis í fríi. Birgir segir það hvort nöfn þingmanna komi fram á fjarvistaskrá velta á því hvort þeir tilkynni forföll til skrifstofu Alþingis. Vísir/Vilhelm Nafn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var ekki á skrá yfir fjarvistir þingmanna þegar Alþingi var sett í dag, og sætti það gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna. Forseti Alþingis segir skýringuna einfalda: Skráin byggi alfarið á tilkynningum hvers og eins þingmanns um fjarvistir sínar. Líkt og greint var frá í dag gagnrýndi stjórnarandstaðan á þingi harðlega fjarveru Bjarna við upphaf Alþingis í dag. Meðal þeirra var Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem benti á að við upphaf þingfundar hefði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, minnt þingmenn á að fyrir lægi fjarvistaskrá þingmanna, en nafn Bjarna væri þar ekki að finna. „Hvernig stendur á því, herra forseti, að haldin sé skrá yfir fjarvistir þingmanna sem ekki endurspegla raunveruleikann sem endurspeglar ekki einu sinni vitneskju hæstvirts forseta sem leggur fjarvistarskrána fram,“ spurði Andrés í pontu Alþingis fyrr í dag. Þingmenn verði sjálfir að tilkynna forföll „Það er þannig að fjarvistaskráin verður nú seint tæmandi. Það er undir því komið hvort að menn hringja inn og tilkynna. Þannig að sá eini sem var á fjarvistaskrá í dag var þingmaður sem hafði tilkynnt sig veikan,“ segir Birgir Ármannson, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. Umræddur þingmaður var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar þingmenn tilkynni forföll hafi þeir samband við skrifstofu Alþingis, sem hafi að öðru leyti ekkert frumkvæði að því að kanna fjarvistir þingmanna. „Þannig að fjarvistaskráin eins og hún er lögð fram hún byggir alfarið á því hvort menn tilkynna sjálfir eða ekki.“ Það sé því algerlega undir hverjum og einum þingmanni komið hvort þeir tilkynni forföll sín eða ekki. Það sé ekki á ábyrgð forseta Alþingis að fjarvistaskráin sé tæmandi. „Forseti hringir ekki í menn og spyr þá um hvort þeir ætla að mæta.“ Í fríi utan landsteinanna Á þingfundi í dag sagði Birgir að Bjarni væri staddur erlendis, en að honum væri að öðru leyti ekki kunnugt um tilefni ferðar hans. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, tjáði fréttastofu í morgun að Bjarni gæti ekki gefið kost á viðtali í dag. Hann sagði ráðherra vera í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Bjarni verið erlendis í skíðaferð undanfarna daga. Von er á honum til landsins um miðja viku. Alþingi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Líkt og greint var frá í dag gagnrýndi stjórnarandstaðan á þingi harðlega fjarveru Bjarna við upphaf Alþingis í dag. Meðal þeirra var Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem benti á að við upphaf þingfundar hefði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, minnt þingmenn á að fyrir lægi fjarvistaskrá þingmanna, en nafn Bjarna væri þar ekki að finna. „Hvernig stendur á því, herra forseti, að haldin sé skrá yfir fjarvistir þingmanna sem ekki endurspegla raunveruleikann sem endurspeglar ekki einu sinni vitneskju hæstvirts forseta sem leggur fjarvistarskrána fram,“ spurði Andrés í pontu Alþingis fyrr í dag. Þingmenn verði sjálfir að tilkynna forföll „Það er þannig að fjarvistaskráin verður nú seint tæmandi. Það er undir því komið hvort að menn hringja inn og tilkynna. Þannig að sá eini sem var á fjarvistaskrá í dag var þingmaður sem hafði tilkynnt sig veikan,“ segir Birgir Ármannson, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. Umræddur þingmaður var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar þingmenn tilkynni forföll hafi þeir samband við skrifstofu Alþingis, sem hafi að öðru leyti ekkert frumkvæði að því að kanna fjarvistir þingmanna. „Þannig að fjarvistaskráin eins og hún er lögð fram hún byggir alfarið á því hvort menn tilkynna sjálfir eða ekki.“ Það sé því algerlega undir hverjum og einum þingmanni komið hvort þeir tilkynni forföll sín eða ekki. Það sé ekki á ábyrgð forseta Alþingis að fjarvistaskráin sé tæmandi. „Forseti hringir ekki í menn og spyr þá um hvort þeir ætla að mæta.“ Í fríi utan landsteinanna Á þingfundi í dag sagði Birgir að Bjarni væri staddur erlendis, en að honum væri að öðru leyti ekki kunnugt um tilefni ferðar hans. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, tjáði fréttastofu í morgun að Bjarni gæti ekki gefið kost á viðtali í dag. Hann sagði ráðherra vera í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Bjarni verið erlendis í skíðaferð undanfarna daga. Von er á honum til landsins um miðja viku.
Alþingi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira