Þingmanna að tilkynna forföll til skrifstofu Alþingis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2022 18:21 Bjarni er nú staddur erlendis í fríi. Birgir segir það hvort nöfn þingmanna komi fram á fjarvistaskrá velta á því hvort þeir tilkynni forföll til skrifstofu Alþingis. Vísir/Vilhelm Nafn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var ekki á skrá yfir fjarvistir þingmanna þegar Alþingi var sett í dag, og sætti það gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna. Forseti Alþingis segir skýringuna einfalda: Skráin byggi alfarið á tilkynningum hvers og eins þingmanns um fjarvistir sínar. Líkt og greint var frá í dag gagnrýndi stjórnarandstaðan á þingi harðlega fjarveru Bjarna við upphaf Alþingis í dag. Meðal þeirra var Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem benti á að við upphaf þingfundar hefði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, minnt þingmenn á að fyrir lægi fjarvistaskrá þingmanna, en nafn Bjarna væri þar ekki að finna. „Hvernig stendur á því, herra forseti, að haldin sé skrá yfir fjarvistir þingmanna sem ekki endurspegla raunveruleikann sem endurspeglar ekki einu sinni vitneskju hæstvirts forseta sem leggur fjarvistarskrána fram,“ spurði Andrés í pontu Alþingis fyrr í dag. Þingmenn verði sjálfir að tilkynna forföll „Það er þannig að fjarvistaskráin verður nú seint tæmandi. Það er undir því komið hvort að menn hringja inn og tilkynna. Þannig að sá eini sem var á fjarvistaskrá í dag var þingmaður sem hafði tilkynnt sig veikan,“ segir Birgir Ármannson, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. Umræddur þingmaður var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar þingmenn tilkynni forföll hafi þeir samband við skrifstofu Alþingis, sem hafi að öðru leyti ekkert frumkvæði að því að kanna fjarvistir þingmanna. „Þannig að fjarvistaskráin eins og hún er lögð fram hún byggir alfarið á því hvort menn tilkynna sjálfir eða ekki.“ Það sé því algerlega undir hverjum og einum þingmanni komið hvort þeir tilkynni forföll sín eða ekki. Það sé ekki á ábyrgð forseta Alþingis að fjarvistaskráin sé tæmandi. „Forseti hringir ekki í menn og spyr þá um hvort þeir ætla að mæta.“ Í fríi utan landsteinanna Á þingfundi í dag sagði Birgir að Bjarni væri staddur erlendis, en að honum væri að öðru leyti ekki kunnugt um tilefni ferðar hans. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, tjáði fréttastofu í morgun að Bjarni gæti ekki gefið kost á viðtali í dag. Hann sagði ráðherra vera í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Bjarni verið erlendis í skíðaferð undanfarna daga. Von er á honum til landsins um miðja viku. Alþingi Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Líkt og greint var frá í dag gagnrýndi stjórnarandstaðan á þingi harðlega fjarveru Bjarna við upphaf Alþingis í dag. Meðal þeirra var Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem benti á að við upphaf þingfundar hefði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, minnt þingmenn á að fyrir lægi fjarvistaskrá þingmanna, en nafn Bjarna væri þar ekki að finna. „Hvernig stendur á því, herra forseti, að haldin sé skrá yfir fjarvistir þingmanna sem ekki endurspegla raunveruleikann sem endurspeglar ekki einu sinni vitneskju hæstvirts forseta sem leggur fjarvistarskrána fram,“ spurði Andrés í pontu Alþingis fyrr í dag. Þingmenn verði sjálfir að tilkynna forföll „Það er þannig að fjarvistaskráin verður nú seint tæmandi. Það er undir því komið hvort að menn hringja inn og tilkynna. Þannig að sá eini sem var á fjarvistaskrá í dag var þingmaður sem hafði tilkynnt sig veikan,“ segir Birgir Ármannson, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. Umræddur þingmaður var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar þingmenn tilkynni forföll hafi þeir samband við skrifstofu Alþingis, sem hafi að öðru leyti ekkert frumkvæði að því að kanna fjarvistir þingmanna. „Þannig að fjarvistaskráin eins og hún er lögð fram hún byggir alfarið á því hvort menn tilkynna sjálfir eða ekki.“ Það sé því algerlega undir hverjum og einum þingmanni komið hvort þeir tilkynni forföll sín eða ekki. Það sé ekki á ábyrgð forseta Alþingis að fjarvistaskráin sé tæmandi. „Forseti hringir ekki í menn og spyr þá um hvort þeir ætla að mæta.“ Í fríi utan landsteinanna Á þingfundi í dag sagði Birgir að Bjarni væri staddur erlendis, en að honum væri að öðru leyti ekki kunnugt um tilefni ferðar hans. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, tjáði fréttastofu í morgun að Bjarni gæti ekki gefið kost á viðtali í dag. Hann sagði ráðherra vera í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Bjarni verið erlendis í skíðaferð undanfarna daga. Von er á honum til landsins um miðja viku.
Alþingi Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira