Nýja höfuðborg Indónesíu heitir Nusantara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 15:19 Höfuðborg landsins færist frá Jakarta til Eyjaklasa, eða Nusantara á indónesísku, árið 2024. EPA-EFE/ADI WEDA Ný höfuðborg Indónesíu verður nefnd Nusantara, sem þýðir eyjaklasi á indónesísku. Borgin er staðsett á eyjunni Borneó og áætlað er að borgin verði gerð formlega að höfuðborg landsins árið 2024. Suharso Monoarfa, uppbyggingarráðherra Indónesíu, tilkynnti nafngiftina fyrr í dag. Hann sagði á fundi með skipulagsnefnd höfuðborgarinnar nýju að forseti landsins hafi ákveðið nafn borgarinnar. Einhverjir nefndarmeðlimir veltu því fyrir sér, samkvæmt frétt Channel News Asia, hvort það væri ekki ruglingslegt að borgin héti Eyjaklasi, enda sé orðið gjarnan notað til að lýsa landinu sjálfu á móðurtungunni. Nei, var svarið, enda hafði ríkisstjórnin ráðfært sig við fjölda sagnfræðinga og málfræðinga um hvert nafn borgarinnar skyldi vera og meira en 80 nöfn verið lögð til við forsetann. Þar á meðal hafi verið nafnið Negara Jaya, sem þýðir dásamlega land, Nusantara Jaya, dásamlegi eyjaklasi, og Nusa Karya, sköpun ættjarðar. Þá á enn eftir að ákveða hvort höfuðborgin verði skilgreind sem hérað eða borg og því ljóst að enn eigi eftir að ákveða ýmislegt um skipulag borgarinnar. Joko Widodo, forseti landsins, tilkynnti árið 2019 að höfuðborg landsins yrði færð frá stórborginni Jakarta til eyjunnar Borneó. Það er talið nauðsynlegt til að bregðast við því að Jakarta sé að sökkva og hægagangi innan borgarinnar vegna mannmergðar. Þá töldu stjórnvöld tíma til kominn til að fara að þróa stórborg í austurhluta Indónesíu, þar sem langmest efnahagsþróun er á Java, eyjunni sem Jakarta er á. Uppbygging þessarar 466 billjóna (46.000.000.000) rúpíu , eða um 4.100 billjóna íslenskra króna, átti að hefjast í ársbyrjun 2020 en frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að vinna hefjist fljótlega og opinberar stofnanir geti farið að færa sig yfir til Nusantara árið 2024. Indónesía Tengdar fréttir Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. 16. ágúst 2019 07:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Suharso Monoarfa, uppbyggingarráðherra Indónesíu, tilkynnti nafngiftina fyrr í dag. Hann sagði á fundi með skipulagsnefnd höfuðborgarinnar nýju að forseti landsins hafi ákveðið nafn borgarinnar. Einhverjir nefndarmeðlimir veltu því fyrir sér, samkvæmt frétt Channel News Asia, hvort það væri ekki ruglingslegt að borgin héti Eyjaklasi, enda sé orðið gjarnan notað til að lýsa landinu sjálfu á móðurtungunni. Nei, var svarið, enda hafði ríkisstjórnin ráðfært sig við fjölda sagnfræðinga og málfræðinga um hvert nafn borgarinnar skyldi vera og meira en 80 nöfn verið lögð til við forsetann. Þar á meðal hafi verið nafnið Negara Jaya, sem þýðir dásamlega land, Nusantara Jaya, dásamlegi eyjaklasi, og Nusa Karya, sköpun ættjarðar. Þá á enn eftir að ákveða hvort höfuðborgin verði skilgreind sem hérað eða borg og því ljóst að enn eigi eftir að ákveða ýmislegt um skipulag borgarinnar. Joko Widodo, forseti landsins, tilkynnti árið 2019 að höfuðborg landsins yrði færð frá stórborginni Jakarta til eyjunnar Borneó. Það er talið nauðsynlegt til að bregðast við því að Jakarta sé að sökkva og hægagangi innan borgarinnar vegna mannmergðar. Þá töldu stjórnvöld tíma til kominn til að fara að þróa stórborg í austurhluta Indónesíu, þar sem langmest efnahagsþróun er á Java, eyjunni sem Jakarta er á. Uppbygging þessarar 466 billjóna (46.000.000.000) rúpíu , eða um 4.100 billjóna íslenskra króna, átti að hefjast í ársbyrjun 2020 en frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að vinna hefjist fljótlega og opinberar stofnanir geti farið að færa sig yfir til Nusantara árið 2024.
Indónesía Tengdar fréttir Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. 16. ágúst 2019 07:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. 16. ágúst 2019 07:36