Nýja höfuðborg Indónesíu heitir Nusantara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 15:19 Höfuðborg landsins færist frá Jakarta til Eyjaklasa, eða Nusantara á indónesísku, árið 2024. EPA-EFE/ADI WEDA Ný höfuðborg Indónesíu verður nefnd Nusantara, sem þýðir eyjaklasi á indónesísku. Borgin er staðsett á eyjunni Borneó og áætlað er að borgin verði gerð formlega að höfuðborg landsins árið 2024. Suharso Monoarfa, uppbyggingarráðherra Indónesíu, tilkynnti nafngiftina fyrr í dag. Hann sagði á fundi með skipulagsnefnd höfuðborgarinnar nýju að forseti landsins hafi ákveðið nafn borgarinnar. Einhverjir nefndarmeðlimir veltu því fyrir sér, samkvæmt frétt Channel News Asia, hvort það væri ekki ruglingslegt að borgin héti Eyjaklasi, enda sé orðið gjarnan notað til að lýsa landinu sjálfu á móðurtungunni. Nei, var svarið, enda hafði ríkisstjórnin ráðfært sig við fjölda sagnfræðinga og málfræðinga um hvert nafn borgarinnar skyldi vera og meira en 80 nöfn verið lögð til við forsetann. Þar á meðal hafi verið nafnið Negara Jaya, sem þýðir dásamlega land, Nusantara Jaya, dásamlegi eyjaklasi, og Nusa Karya, sköpun ættjarðar. Þá á enn eftir að ákveða hvort höfuðborgin verði skilgreind sem hérað eða borg og því ljóst að enn eigi eftir að ákveða ýmislegt um skipulag borgarinnar. Joko Widodo, forseti landsins, tilkynnti árið 2019 að höfuðborg landsins yrði færð frá stórborginni Jakarta til eyjunnar Borneó. Það er talið nauðsynlegt til að bregðast við því að Jakarta sé að sökkva og hægagangi innan borgarinnar vegna mannmergðar. Þá töldu stjórnvöld tíma til kominn til að fara að þróa stórborg í austurhluta Indónesíu, þar sem langmest efnahagsþróun er á Java, eyjunni sem Jakarta er á. Uppbygging þessarar 466 billjóna (46.000.000.000) rúpíu , eða um 4.100 billjóna íslenskra króna, átti að hefjast í ársbyrjun 2020 en frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að vinna hefjist fljótlega og opinberar stofnanir geti farið að færa sig yfir til Nusantara árið 2024. Indónesía Tengdar fréttir Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. 16. ágúst 2019 07:36 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Suharso Monoarfa, uppbyggingarráðherra Indónesíu, tilkynnti nafngiftina fyrr í dag. Hann sagði á fundi með skipulagsnefnd höfuðborgarinnar nýju að forseti landsins hafi ákveðið nafn borgarinnar. Einhverjir nefndarmeðlimir veltu því fyrir sér, samkvæmt frétt Channel News Asia, hvort það væri ekki ruglingslegt að borgin héti Eyjaklasi, enda sé orðið gjarnan notað til að lýsa landinu sjálfu á móðurtungunni. Nei, var svarið, enda hafði ríkisstjórnin ráðfært sig við fjölda sagnfræðinga og málfræðinga um hvert nafn borgarinnar skyldi vera og meira en 80 nöfn verið lögð til við forsetann. Þar á meðal hafi verið nafnið Negara Jaya, sem þýðir dásamlega land, Nusantara Jaya, dásamlegi eyjaklasi, og Nusa Karya, sköpun ættjarðar. Þá á enn eftir að ákveða hvort höfuðborgin verði skilgreind sem hérað eða borg og því ljóst að enn eigi eftir að ákveða ýmislegt um skipulag borgarinnar. Joko Widodo, forseti landsins, tilkynnti árið 2019 að höfuðborg landsins yrði færð frá stórborginni Jakarta til eyjunnar Borneó. Það er talið nauðsynlegt til að bregðast við því að Jakarta sé að sökkva og hægagangi innan borgarinnar vegna mannmergðar. Þá töldu stjórnvöld tíma til kominn til að fara að þróa stórborg í austurhluta Indónesíu, þar sem langmest efnahagsþróun er á Java, eyjunni sem Jakarta er á. Uppbygging þessarar 466 billjóna (46.000.000.000) rúpíu , eða um 4.100 billjóna íslenskra króna, átti að hefjast í ársbyrjun 2020 en frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að vinna hefjist fljótlega og opinberar stofnanir geti farið að færa sig yfir til Nusantara árið 2024.
Indónesía Tengdar fréttir Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. 16. ágúst 2019 07:36 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. 16. ágúst 2019 07:36