Þetta er hrúturinn sem gjörbreytir baráttunni gegn riðuveiki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2022 14:26 Gimsteinn 21-001 frá Þernunesi. Hrúturinn sem gæti bjargað íslensku sauðfé frá ríðuveikinni þegar fram líða stundir. Mynd/RML „Þetta er stórkostlegur gleðidagur,“ segir Eyþór Einarsson, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, um þau tíðindi að verndandi arfgerðin ARR hafi fundist í fyrsta skipti í íslenskum hrút. Fundurinn stóreykur líkurnar á því að hægt sé að útrýma riðuveiki í íslensku sauðfé á næstu árum og áratugum. Arfgerðin fannst í hrútnum Gimsteini 21-001 frá Þernunesi í Reyðarfirði og fimm frænkum hans, Njálu-Brennu, Katrínu, Svandísi, Hallgerði og Njálu-Sögu. Á vef Ráðgjafamiðstöðvarinnar (RML) er farið yfir tíðindin þar sem segir að fundurinn marki straumhvörf í sauðfjárrækt á Íslandi og baráttunni við riðuveiki. Gimsteinn og frænkur hans, sem bera öll hina verndandi arfgerð ARR.Mynd/RML „Fyrir rúmlega 20 árum varð vísindamönnum ljóst að ARR afbrigði príonpróteinsins veitti vörn gegn riðuveiki í sauðfé, segir á vef RML.“ Eyþór segir að með útbreiðslu arfgerðarinnar verði hægt að gjörbreyta því hvernig brugðist er við þegar riða kemur upp. Talið að kindurnar með ARR veikist ekki og smiti ekki Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá RML. Genið er viðurkennt af Evrópusambandinu og því þarf ekki að byrja á því að fá arfgerðina viðurkenna sem verndandi arfgerð. „ Fljótlega mætti því taka upp reglur að fyrirmynd ESB sem m.a. þýðir að ekki þurfi að skera allar kindur á bæjum þar sem upp kemur riða. Í löndum Evrópusambandsins er ekki skylda að skera niður kindur sem bera ARR þó riða sé staðfest í hjörðinni – því talið er að slíkar kindur geti hvorki veikst né smitað annað fé ef þær eru arfhreinar fyrir ARR,“ segir á vef RML, „Þar er það praktíserað þannig að þó að það kæmi upp riða í einhverri hjörð þá eru þessar kindur aldrei skornar því að þær hvorki smitast né smita aðrar kindur,“ útskýrir Eyþór. Frábært vopn í vopnabúrið gegn riðu Reglulega eru sagðar fréttir af því þegar skera þarf niður heilu búin þegar riðuveiki kemur upp, með tilheyrandi fjárhags- og tilfinningatjóni. „Þetta hefur þá þýðingu að við getum gjörbreytt taktinum á því að vinna gegn riðuveiki á Íslandi. Nú getum við að fara að beita ræktun með mun öflugri hættu en áður,“ segir Eyþór. Vonir eru bundnar við að ARR finnist víðar um land.Vísir/Arnar „Það er náttúrulega svo mikil gjörbylting að eiga við riðuna þó við þurfum áfram að fara varlega og gæta að öllum smitvörnum. Þetta mun taka einhver ár en að vera komin með þetta vopn í vopnabúrið er náttúrulega frábært,“ segir hann ennfremur. Voru orðin úrkola vonar en ákváðu að gera eina lokatilraun Verkefni næstu ára sé að fjölga gripum sem búa yfir umræddri arfgerð. Mikil vinna hefur verið lögð í það að finna arfgerðina og voru 4.200 sýni raðgreind í rannsókninni sem skilaði niðurstöðunum sem tíðindi dagsins byggja á. Um síðustu aldamót voru gerðar sambærilegar rannsóknir án þess að ARR-arfgerðin kæmi í ljós. Raunar voru Eyþór og þau sem koma að rannsókninnni orðin úrkola vonar, áður en ákveðið var að taka eina lokatilraun. Þá fannst hrúturinn Gimsteinn á Þernunesi. Markmiðið er að reyna að breiða hina verndandi arfgerð um Ísland.Vísir/Vilhelm „Hann er algjör gimsteinn, því að við vorum í rauninni búin að telja þetta nokkuð af, að þetta væri hérna í stofninum. Það var ákveðið að gera hálfgerða lokaleit núna og menn voru farnir að ræða það mjög alvarlega að skoða það að flytja þetta erfðaefni með einhverjum hætti inn til landsins, sem yrði ekki auðvelt við að eiga,“ segir Eyþór. Stóreykur líkurnar á því að hægt sé að vinna lokasigur gegn riðuveiki Sem fyrr segir snýr vinna næstu mánaða og ára í það að dreifa arfgerðinni sem víðast en Eyþór bindur reyndar vonir við að hana sé nú þegar að finna víðar um landið. Stefnt er að því að afla upplýsinga um arfgerðir um fimmtán þúsund gripa í vetur, og ætti það að skýra stöðuna betur. Í tilkynningu á vef atvinnuvegaráðuneytisins er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að fréttirnar gefi fyrirheit um að hægt sé að vinna lokasigur á riðuveiki á Íslandi. Eyþór segir að tíðindi dagsins auki líkurnar á því til muna. „Ég myndi segja að það myndi stórauka líkurnar á því að við getum kveðið þetta í kútinn. Það fer eftir því hvernig við höldum á málum. Þetta er ekkert sjálfgefið en ef allt gengur að óskum á það að vera vel hægt.“ Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Munu þurfa að skera niður allt fé á Syðra-Skörðugili vegna riðu Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði verður skorið niður eftir að riða greindist á bænum. Ráðist verður í mikið skimunarátak fyrir riðu í Skagafirði í haust. 11. september 2021 14:24 Ekkert sýni úr sauðfénu sem fellt var í haust reyndist jákvætt fyrir riðuveiki Af rúmlega þúsund sýnum, sem voru rannsökuð úr getum og sauðkindum sem skera þurfti niður vegna riðuveiki á bænum Grænumýri í Skagafirði í haust, reyndist ekkert þeirra vera jákvætt. Bóndinn segir þetta bæði góð tíðindi og slæm en mörgum spurningum ósvarað. Hann segir samningaviðræður við ríkið hafa gengið bæði hægt og illa en ennþá hefur ekkert býli fengið greiddar bætur vegna niðurskurðarins. 6. mars 2021 18:30 Tröllaskagahólf sýkt hólf næstu tuttugu árin Tröllaskagahólf hefur verið skilgreint sem riðusýkt hólf næstu tuttugu árin frá síðasta staðfesta tilfelli, sem staðfest var á miðvikudaginn. Sex varnarhólf á landinu teljast því sýkt hólf. 19. nóvember 2020 09:44 „Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Arfgerðin fannst í hrútnum Gimsteini 21-001 frá Þernunesi í Reyðarfirði og fimm frænkum hans, Njálu-Brennu, Katrínu, Svandísi, Hallgerði og Njálu-Sögu. Á vef Ráðgjafamiðstöðvarinnar (RML) er farið yfir tíðindin þar sem segir að fundurinn marki straumhvörf í sauðfjárrækt á Íslandi og baráttunni við riðuveiki. Gimsteinn og frænkur hans, sem bera öll hina verndandi arfgerð ARR.Mynd/RML „Fyrir rúmlega 20 árum varð vísindamönnum ljóst að ARR afbrigði príonpróteinsins veitti vörn gegn riðuveiki í sauðfé, segir á vef RML.“ Eyþór segir að með útbreiðslu arfgerðarinnar verði hægt að gjörbreyta því hvernig brugðist er við þegar riða kemur upp. Talið að kindurnar með ARR veikist ekki og smiti ekki Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá RML. Genið er viðurkennt af Evrópusambandinu og því þarf ekki að byrja á því að fá arfgerðina viðurkenna sem verndandi arfgerð. „ Fljótlega mætti því taka upp reglur að fyrirmynd ESB sem m.a. þýðir að ekki þurfi að skera allar kindur á bæjum þar sem upp kemur riða. Í löndum Evrópusambandsins er ekki skylda að skera niður kindur sem bera ARR þó riða sé staðfest í hjörðinni – því talið er að slíkar kindur geti hvorki veikst né smitað annað fé ef þær eru arfhreinar fyrir ARR,“ segir á vef RML, „Þar er það praktíserað þannig að þó að það kæmi upp riða í einhverri hjörð þá eru þessar kindur aldrei skornar því að þær hvorki smitast né smita aðrar kindur,“ útskýrir Eyþór. Frábært vopn í vopnabúrið gegn riðu Reglulega eru sagðar fréttir af því þegar skera þarf niður heilu búin þegar riðuveiki kemur upp, með tilheyrandi fjárhags- og tilfinningatjóni. „Þetta hefur þá þýðingu að við getum gjörbreytt taktinum á því að vinna gegn riðuveiki á Íslandi. Nú getum við að fara að beita ræktun með mun öflugri hættu en áður,“ segir Eyþór. Vonir eru bundnar við að ARR finnist víðar um land.Vísir/Arnar „Það er náttúrulega svo mikil gjörbylting að eiga við riðuna þó við þurfum áfram að fara varlega og gæta að öllum smitvörnum. Þetta mun taka einhver ár en að vera komin með þetta vopn í vopnabúrið er náttúrulega frábært,“ segir hann ennfremur. Voru orðin úrkola vonar en ákváðu að gera eina lokatilraun Verkefni næstu ára sé að fjölga gripum sem búa yfir umræddri arfgerð. Mikil vinna hefur verið lögð í það að finna arfgerðina og voru 4.200 sýni raðgreind í rannsókninni sem skilaði niðurstöðunum sem tíðindi dagsins byggja á. Um síðustu aldamót voru gerðar sambærilegar rannsóknir án þess að ARR-arfgerðin kæmi í ljós. Raunar voru Eyþór og þau sem koma að rannsókninnni orðin úrkola vonar, áður en ákveðið var að taka eina lokatilraun. Þá fannst hrúturinn Gimsteinn á Þernunesi. Markmiðið er að reyna að breiða hina verndandi arfgerð um Ísland.Vísir/Vilhelm „Hann er algjör gimsteinn, því að við vorum í rauninni búin að telja þetta nokkuð af, að þetta væri hérna í stofninum. Það var ákveðið að gera hálfgerða lokaleit núna og menn voru farnir að ræða það mjög alvarlega að skoða það að flytja þetta erfðaefni með einhverjum hætti inn til landsins, sem yrði ekki auðvelt við að eiga,“ segir Eyþór. Stóreykur líkurnar á því að hægt sé að vinna lokasigur gegn riðuveiki Sem fyrr segir snýr vinna næstu mánaða og ára í það að dreifa arfgerðinni sem víðast en Eyþór bindur reyndar vonir við að hana sé nú þegar að finna víðar um landið. Stefnt er að því að afla upplýsinga um arfgerðir um fimmtán þúsund gripa í vetur, og ætti það að skýra stöðuna betur. Í tilkynningu á vef atvinnuvegaráðuneytisins er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að fréttirnar gefi fyrirheit um að hægt sé að vinna lokasigur á riðuveiki á Íslandi. Eyþór segir að tíðindi dagsins auki líkurnar á því til muna. „Ég myndi segja að það myndi stórauka líkurnar á því að við getum kveðið þetta í kútinn. Það fer eftir því hvernig við höldum á málum. Þetta er ekkert sjálfgefið en ef allt gengur að óskum á það að vera vel hægt.“
Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Munu þurfa að skera niður allt fé á Syðra-Skörðugili vegna riðu Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði verður skorið niður eftir að riða greindist á bænum. Ráðist verður í mikið skimunarátak fyrir riðu í Skagafirði í haust. 11. september 2021 14:24 Ekkert sýni úr sauðfénu sem fellt var í haust reyndist jákvætt fyrir riðuveiki Af rúmlega þúsund sýnum, sem voru rannsökuð úr getum og sauðkindum sem skera þurfti niður vegna riðuveiki á bænum Grænumýri í Skagafirði í haust, reyndist ekkert þeirra vera jákvætt. Bóndinn segir þetta bæði góð tíðindi og slæm en mörgum spurningum ósvarað. Hann segir samningaviðræður við ríkið hafa gengið bæði hægt og illa en ennþá hefur ekkert býli fengið greiddar bætur vegna niðurskurðarins. 6. mars 2021 18:30 Tröllaskagahólf sýkt hólf næstu tuttugu árin Tröllaskagahólf hefur verið skilgreint sem riðusýkt hólf næstu tuttugu árin frá síðasta staðfesta tilfelli, sem staðfest var á miðvikudaginn. Sex varnarhólf á landinu teljast því sýkt hólf. 19. nóvember 2020 09:44 „Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Munu þurfa að skera niður allt fé á Syðra-Skörðugili vegna riðu Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði verður skorið niður eftir að riða greindist á bænum. Ráðist verður í mikið skimunarátak fyrir riðu í Skagafirði í haust. 11. september 2021 14:24
Ekkert sýni úr sauðfénu sem fellt var í haust reyndist jákvætt fyrir riðuveiki Af rúmlega þúsund sýnum, sem voru rannsökuð úr getum og sauðkindum sem skera þurfti niður vegna riðuveiki á bænum Grænumýri í Skagafirði í haust, reyndist ekkert þeirra vera jákvætt. Bóndinn segir þetta bæði góð tíðindi og slæm en mörgum spurningum ósvarað. Hann segir samningaviðræður við ríkið hafa gengið bæði hægt og illa en ennþá hefur ekkert býli fengið greiddar bætur vegna niðurskurðarins. 6. mars 2021 18:30
Tröllaskagahólf sýkt hólf næstu tuttugu árin Tröllaskagahólf hefur verið skilgreint sem riðusýkt hólf næstu tuttugu árin frá síðasta staðfesta tilfelli, sem staðfest var á miðvikudaginn. Sex varnarhólf á landinu teljast því sýkt hólf. 19. nóvember 2020 09:44
„Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01