Domus-barnalæknar fluttir í Kópavog: „Bílastæðavandinn er eiginlega úr sögunni“ Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2022 13:44 Viðar Eðvarðsson, læknir hjá Domus barnalæknum, segir það muna miklu að allir læknar séu nú á sömu hæðinni. Aðsend/Vísir/Vilhelm „Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er eiginlega úr sögunni.“ Þetta segir Viðar Eðvarðsson, barnalæknir hjá Domus, en barnalæknarnir fluttu um áramótin úr Domus Medica við Egilsgötu í Urðarhvarf 8 í Kópavogi. Viðar segir að flutningurinn hafi gengið sérstaklega vel. „Við gátum hafið starfsemina að morgni mánudagsins 3. janúar og var þá búið að setja upp tölvukerfi og svo framvegis. Þetta hefur gengið eins og í sögu. Háls-, nef- og eyrnalæknarnir eru sömuleiðis fluttir inn líkt og rannsóknastofan Sameind. Það eru því allir læknarnir búnir að hefja störf á nýja staðnum.“ Hann segir um mikla breytingu að ræða að læknarnir séu nú allir á sömu hæðinni. Það auðveldi öll innbyrðis samskipti þeirra á milli. „Menn leita náttúrlega mikið ráða hver hjá öðrum um fagleg málefni. Þetta er mjög frjótt umhverfi; að hafa læknana alla á sömu hæðinni. Það gefur líka auga leið að það er auðveldara fyrir fólk að vita hvert það á að fara, þegar allir eru nú á sama staðnum. Síðan eru lækningastofurnar rúmbetri, gólfefni og tækjakostur nýr og þannig mætti áfram telja.“ Í sólskinsskapi Viðar segir að aðgengi að nýja húsinu sé líka mjög gott og raunar mun betra en á gamla staðnum við Egilsgötu. „Hér er bílakjallari sem er náttúrulega mjög gott fyrir barnafólk. Það fer þá bara upp á fimmtu hæð með lyftunni. Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er því eiginlega úr sögunni. Fólk er yfir sig hrifið og hefur flest verið í sólskinsskapi þegar það hefur komið hingað á nýja staðinn.“ Greint var frá því síðasta sumar að til stæði að Domus Medica yrði lokað um áramótin. Við það tilefni sagði Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Domus Medica, að íslenskt ráðherraræði væri að fara illa með lýðræðið. „Sú ríkisvæðingarstefna sem ríkisstjórnin hefur rekið í fjögur ár vinnur ekki með þessari starfsemi,“ sagði Jón Gauti. Hluti vandans væri að hlutverk og ábyrgð aðila innan heilbrigðiskerfisins væru óskýr. „Það sem ríkisstjórnin kallar stefnu í heilbrigðisþjónustu er að mínu mati ekki byggt á þörfum sjúklinga,“ sagði hann einnig. 75 sérfræðingar myndu færa sig um set, hætta eða stofna sínar eigin læknastöðvar. Þeirra á meðal er starfstöð barnalæknanna í Urðarhvarfi. Viðar segir enn óljóst hvað verði um gamla húsið – Domus Medica við Egilsgötu. Húsið sé enn óselt og því óráðstafað. Röntgen Domus og heimilislæknar halda óbreyttri starfsemi í húsinu samkvæmt því sem fram kemur á vef Domus. Heilbrigðismál Kópavogur Tengdar fréttir Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14. október 2021 07:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Sjá meira
Þetta segir Viðar Eðvarðsson, barnalæknir hjá Domus, en barnalæknarnir fluttu um áramótin úr Domus Medica við Egilsgötu í Urðarhvarf 8 í Kópavogi. Viðar segir að flutningurinn hafi gengið sérstaklega vel. „Við gátum hafið starfsemina að morgni mánudagsins 3. janúar og var þá búið að setja upp tölvukerfi og svo framvegis. Þetta hefur gengið eins og í sögu. Háls-, nef- og eyrnalæknarnir eru sömuleiðis fluttir inn líkt og rannsóknastofan Sameind. Það eru því allir læknarnir búnir að hefja störf á nýja staðnum.“ Hann segir um mikla breytingu að ræða að læknarnir séu nú allir á sömu hæðinni. Það auðveldi öll innbyrðis samskipti þeirra á milli. „Menn leita náttúrlega mikið ráða hver hjá öðrum um fagleg málefni. Þetta er mjög frjótt umhverfi; að hafa læknana alla á sömu hæðinni. Það gefur líka auga leið að það er auðveldara fyrir fólk að vita hvert það á að fara, þegar allir eru nú á sama staðnum. Síðan eru lækningastofurnar rúmbetri, gólfefni og tækjakostur nýr og þannig mætti áfram telja.“ Í sólskinsskapi Viðar segir að aðgengi að nýja húsinu sé líka mjög gott og raunar mun betra en á gamla staðnum við Egilsgötu. „Hér er bílakjallari sem er náttúrulega mjög gott fyrir barnafólk. Það fer þá bara upp á fimmtu hæð með lyftunni. Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er því eiginlega úr sögunni. Fólk er yfir sig hrifið og hefur flest verið í sólskinsskapi þegar það hefur komið hingað á nýja staðinn.“ Greint var frá því síðasta sumar að til stæði að Domus Medica yrði lokað um áramótin. Við það tilefni sagði Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Domus Medica, að íslenskt ráðherraræði væri að fara illa með lýðræðið. „Sú ríkisvæðingarstefna sem ríkisstjórnin hefur rekið í fjögur ár vinnur ekki með þessari starfsemi,“ sagði Jón Gauti. Hluti vandans væri að hlutverk og ábyrgð aðila innan heilbrigðiskerfisins væru óskýr. „Það sem ríkisstjórnin kallar stefnu í heilbrigðisþjónustu er að mínu mati ekki byggt á þörfum sjúklinga,“ sagði hann einnig. 75 sérfræðingar myndu færa sig um set, hætta eða stofna sínar eigin læknastöðvar. Þeirra á meðal er starfstöð barnalæknanna í Urðarhvarfi. Viðar segir enn óljóst hvað verði um gamla húsið – Domus Medica við Egilsgötu. Húsið sé enn óselt og því óráðstafað. Röntgen Domus og heimilislæknar halda óbreyttri starfsemi í húsinu samkvæmt því sem fram kemur á vef Domus.
Heilbrigðismál Kópavogur Tengdar fréttir Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14. október 2021 07:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Sjá meira
Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14. október 2021 07:00