Lög til að gera óbólusettum lífið leitt taka gildi á næstu dögum Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 11:13 Frá franska þinginu í gær. 215 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær og 58 gegn því. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær aðgerðir ríkisstjórnar landsins gegn faraldri Kórónuveirunnar en þar á meðal eru hertar aðgerðir gegn óbólusettu fólki í landinu. Tekinn verður upp bólusetningarpassi og verður óbólusettum meinaður aðgangur að veitingastöðum, leikvöngum, öðrum samkomum og opinberum vettvangi. 215 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær og 58 gegn því. Lögin munu taka gildi á næstu dögum. Nýju aðgerðirnar fela í sér að sextán ára og eldri þurfa bólusetningarvottorð. Þau eru notuð til að komast á alls konar staði og samkomur auk þess sem vottorð þarf fyrir ýmsar almenningssamgöngur og þá sérstaklega fyrir lengri ferðir. Farið er yfir hvað reglurnar fela í sér í samantekt France24. Til að fá vottorð þarf að vera fullbólusettur en í febrúar verður einnig krafist aukaskammts. Reglurnar fela einnig í sér strangar refsingar fyrir það að bera falsað bólusetningarvottorð. Fyrir að vera gómaður með mörg fölsuð vottorð gæti fólk verið dæmt til allt að fimm ára fangelsisvistar og til að greiða 75 þúsund evrur í sekt. Annar valmöguleiki fyrir þá sem verða mögulega gómaðir með falsað bólusetningarvottorð verður að láta bólusetja sig. Þá sleppa þeir við refsingu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur látið hafa eftir sér að hann vilji gera óbólusettum lífið leitt á næstu vikum og mánuðum. Í viðtali við Le Parisien sagðist hann ekki ætla að hætta fyrr en faraldurinn væri yfirstaðinn. Macron sagði að markmiðið yrði að fá óbólusetta til að fara í bólusetningu. Þessum ummælum forsetans var mótmælt víða í Frakklandi. Mótmæli fóru einnig fram gegn lögunum um helgina en samkvæmt Reuters fréttaveitunni voru þau talsvert umfangsminni en mótmælin um helgina þar áður. Nærri því 78 prósent allra Frakka eru fullbólusettir. Þá hefur smituðum farið hratt fjölgandi á undanförnum dögum og hafa rúmlega 300 þúsund manns greinst smitaðir á milli daga að undanförnu. Alvarlegum veikindum hefur þó farið verulega fækkandi, hlutfallslega og eins og gengur og gerist annars staðar í heiminum vegna ómíkron-afbrigðis Kórónuveirunnar. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
215 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær og 58 gegn því. Lögin munu taka gildi á næstu dögum. Nýju aðgerðirnar fela í sér að sextán ára og eldri þurfa bólusetningarvottorð. Þau eru notuð til að komast á alls konar staði og samkomur auk þess sem vottorð þarf fyrir ýmsar almenningssamgöngur og þá sérstaklega fyrir lengri ferðir. Farið er yfir hvað reglurnar fela í sér í samantekt France24. Til að fá vottorð þarf að vera fullbólusettur en í febrúar verður einnig krafist aukaskammts. Reglurnar fela einnig í sér strangar refsingar fyrir það að bera falsað bólusetningarvottorð. Fyrir að vera gómaður með mörg fölsuð vottorð gæti fólk verið dæmt til allt að fimm ára fangelsisvistar og til að greiða 75 þúsund evrur í sekt. Annar valmöguleiki fyrir þá sem verða mögulega gómaðir með falsað bólusetningarvottorð verður að láta bólusetja sig. Þá sleppa þeir við refsingu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur látið hafa eftir sér að hann vilji gera óbólusettum lífið leitt á næstu vikum og mánuðum. Í viðtali við Le Parisien sagðist hann ekki ætla að hætta fyrr en faraldurinn væri yfirstaðinn. Macron sagði að markmiðið yrði að fá óbólusetta til að fara í bólusetningu. Þessum ummælum forsetans var mótmælt víða í Frakklandi. Mótmæli fóru einnig fram gegn lögunum um helgina en samkvæmt Reuters fréttaveitunni voru þau talsvert umfangsminni en mótmælin um helgina þar áður. Nærri því 78 prósent allra Frakka eru fullbólusettir. Þá hefur smituðum farið hratt fjölgandi á undanförnum dögum og hafa rúmlega 300 þúsund manns greinst smitaðir á milli daga að undanförnu. Alvarlegum veikindum hefur þó farið verulega fækkandi, hlutfallslega og eins og gengur og gerist annars staðar í heiminum vegna ómíkron-afbrigðis Kórónuveirunnar.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira