Ráðherrar skýri nýjar sóttvarnaraðgerðir samdægurs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2022 10:43 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, skrifar undir bréfið. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að ráðherrar gefi Alþingi skýrslu, samdægurs, eða eins fljótt og auðið er, eftir að sóttvarnaraðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. Þetta kemur fram í bréfi þingflokksins til forseta Alþingis, þar sem vísað er í að Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi gefið Alþingi skýrslu um stöðu kórónuveirufaraldursins á tveggja vikna fresti, eftir beiðni Viðreisnar. Í bréfinu segir að óvissa ríki um hvenær ætla megi að daglegt líf almennings komist í eðlilegt horf. Krefst þingflokkurinn þess að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra, og eftir atvikum aðrir ráðherrar, gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða eins fljót og auðið er í kjölfar þess að tilteknar sóttvarnaaðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. Sóttvarnaraðgerðir voru síðast hertar á föstudaginn. „Óskað er eftir því að skýrslugjöfin feli í sér upplýsingar um forsendur að baki þeim ákvörðunum sem teknar eru hverju sinni, um fyrirhugaðan árangur og áhrif á samfélagið að öðru leyti. Samtímis upplýsi ráðherrar Alþingi um hvort, og þá hvaða, aðgerðir verða lagðar fram til að mæta efnahaglegum og félagslegum afleiðingum sóttvarnaaðgerða hverju sinni. Með þessu móti fá forsendur og röksemdir stjórnvalda hverju sinni markvissari umræðu á vettvangi þingsins,“ segir í bréfinu. Þar segir ennfremur að sé réttur þingsins að lýðræðisleg umræða fari fram um sóttvarnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Það sé einnig skylda þingsins að ræða þær og sinna þannig eftirlitshlutverki sínu. Bréf þingflokks Viðreisnar má lesa í tengdum skjölum hér fyrir neðan. Tengd skjöl Bréf_til_forsetaDOCX16KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi þingflokksins til forseta Alþingis, þar sem vísað er í að Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi gefið Alþingi skýrslu um stöðu kórónuveirufaraldursins á tveggja vikna fresti, eftir beiðni Viðreisnar. Í bréfinu segir að óvissa ríki um hvenær ætla megi að daglegt líf almennings komist í eðlilegt horf. Krefst þingflokkurinn þess að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra, og eftir atvikum aðrir ráðherrar, gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða eins fljót og auðið er í kjölfar þess að tilteknar sóttvarnaaðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. Sóttvarnaraðgerðir voru síðast hertar á föstudaginn. „Óskað er eftir því að skýrslugjöfin feli í sér upplýsingar um forsendur að baki þeim ákvörðunum sem teknar eru hverju sinni, um fyrirhugaðan árangur og áhrif á samfélagið að öðru leyti. Samtímis upplýsi ráðherrar Alþingi um hvort, og þá hvaða, aðgerðir verða lagðar fram til að mæta efnahaglegum og félagslegum afleiðingum sóttvarnaaðgerða hverju sinni. Með þessu móti fá forsendur og röksemdir stjórnvalda hverju sinni markvissari umræðu á vettvangi þingsins,“ segir í bréfinu. Þar segir ennfremur að sé réttur þingsins að lýðræðisleg umræða fari fram um sóttvarnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Það sé einnig skylda þingsins að ræða þær og sinna þannig eftirlitshlutverki sínu. Bréf þingflokks Viðreisnar má lesa í tengdum skjölum hér fyrir neðan. Tengd skjöl Bréf_til_forsetaDOCX16KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira