Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 19:23 Sprengigosið í gær var það stærsta á svæðinu í marga áratugi. ap/japan meteorology agency Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. Gríðarleg þörf er þar á fersku vatni en íbúar eyjanna hafa verið varaðir við því að neyta kranavatns, sem er mjög mengað eftir öskufallið. Íbúar eiga að drekka vatn í flöskum og nota andlitsgrímur til að koma í veg fyrir að fá of mikið af ösku í lungun. Eldgosinu í gær fylgdi flóðbylgja sem skall á öllum eyjunum í Kyrrahafinu. Tonga er eyjaklasi sem samanstendur af hátt í tvö hundruð eyjum en á þeim mörgum býr enginn. Samtals búa um 105 þúsund á eyjunum. Lítið sem ekkert samband hefur verið við íbúana frá því að flóðbylgjan skall á eyjunum í gær en einhverjir hjálparliðar hafa farið til og frá svæðisinu síðan. Enginn virðist hafa látist í hörmungunum í gær. Því er litlar upplýsingar að fá um ástandið á svæðinu en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins lýsa þeir sem náðst hefur í á svæðinu því eins og að vera á tunglinu. Bæði Nýja-Sjáland og Ástralía ætla í könnunarflug yfir svæðið til að meta skaðann. Talið er að hörmungarnar hafi mikil áhrif á um 80 þúsund íbúa eyjanna. Af gervihnattamyndum að dæma má ætla að margar eyjanna hafi farið á kaf í flóðunum. Sérfræðingar segja að eldgosið í gær hafi verið það stærsta í marga áratugi á svæðinu en neðanjarðareldfjallið Hunga-Tonga-Hunga-Ha'apai er nokkuð virkt. Tonga Nýja-Sjáland Ástralía Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54 Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Gríðarleg þörf er þar á fersku vatni en íbúar eyjanna hafa verið varaðir við því að neyta kranavatns, sem er mjög mengað eftir öskufallið. Íbúar eiga að drekka vatn í flöskum og nota andlitsgrímur til að koma í veg fyrir að fá of mikið af ösku í lungun. Eldgosinu í gær fylgdi flóðbylgja sem skall á öllum eyjunum í Kyrrahafinu. Tonga er eyjaklasi sem samanstendur af hátt í tvö hundruð eyjum en á þeim mörgum býr enginn. Samtals búa um 105 þúsund á eyjunum. Lítið sem ekkert samband hefur verið við íbúana frá því að flóðbylgjan skall á eyjunum í gær en einhverjir hjálparliðar hafa farið til og frá svæðisinu síðan. Enginn virðist hafa látist í hörmungunum í gær. Því er litlar upplýsingar að fá um ástandið á svæðinu en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins lýsa þeir sem náðst hefur í á svæðinu því eins og að vera á tunglinu. Bæði Nýja-Sjáland og Ástralía ætla í könnunarflug yfir svæðið til að meta skaðann. Talið er að hörmungarnar hafi mikil áhrif á um 80 þúsund íbúa eyjanna. Af gervihnattamyndum að dæma má ætla að margar eyjanna hafi farið á kaf í flóðunum. Sérfræðingar segja að eldgosið í gær hafi verið það stærsta í marga áratugi á svæðinu en neðanjarðareldfjallið Hunga-Tonga-Hunga-Ha'apai er nokkuð virkt.
Tonga Nýja-Sjáland Ástralía Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54 Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54
Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37