Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. janúar 2022 21:00 Auður Helga Halldórsdóttir, 16 ára stelpa í Þorlákshöfn, sem ætlar sér langt í fótboltanum enda búin að setja sér há markmið í þeim efnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt. Þegar komið er inn í herbergi Auðar, sem býr í foreldrahúsum í Þorlákshöfn er þar allt fullt af verðlaunagripum og bikurum fyrir góðan árangur í íþróttum. Bakvið hurð er síðan snagi að sligast á vegginum undan verðlaunapeningum. Landsliðsbúningurinn í fimleikum er líka inn í herberginu en Auður var í liði Íslands á Evrópumeistaramótinu á nýliðnu ári. Á því móti var hún valin „Shooting star“ á mótinu fyrir dugnað og þrautseigju en þetta er í fyrsta skipti, sem Íslendingi hlotnast sá heiður. „Fólk, sem fær þessa viðurkenningu er fólk, sem hefur einhverja sögu að segja. Já, ég var í landsliðinu í fótbolta og fimleikum og það er búið að ganga mjög vel í frjálsum, svo spila ég á þverflautu,“ segir Auður Helga. Auður segir að fimleikarnir og fótboltinn séu skemmtilegustu greinarnar en nú hefur hún ákveðið að hætta að æfa fimleika og snúa sér alfarið að fótboltanum og þar setur hún markmiðið hátt. Herbergið hjá Auði Helgu er meira og minna fullt af verðlaunagripum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög sárt að þurfa að skilja við fimleikana, allur félagsskapurinn og þjálfararnir, þetta er erfitt,“ segir hún. En hvað stefnir hún hátt í fótboltanum? „Ég ætla bara að reyna að komast á toppinn, landsliðið, atvinnumennska eða fara í háskóla í Bandaríkjunum.“ Auður Helga setur sér markmið fyrir hvert verkefni í lífinu. Hún skrifar það eða þau niður samviskusamlega á blað og skrifar síðan aftur þegar hún hefur náð markmiðinu. „Það er mjög mikilvægt að setja sér markmið til þess að stefna að einhverju, ég hef alltaf gert það í fimleikum og fótbolta. Það er allt hægt ef maður vill það,“ segir Auður Helga brosandi. Auði þykir líka gaman að dansa enda góður dansari. Auður Helga er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem hún er m.a. í knattspyrnuakademíu skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Frjálsar íþróttir Fimleikar Fótbolti Tónlist Dans Ballett Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Þegar komið er inn í herbergi Auðar, sem býr í foreldrahúsum í Þorlákshöfn er þar allt fullt af verðlaunagripum og bikurum fyrir góðan árangur í íþróttum. Bakvið hurð er síðan snagi að sligast á vegginum undan verðlaunapeningum. Landsliðsbúningurinn í fimleikum er líka inn í herberginu en Auður var í liði Íslands á Evrópumeistaramótinu á nýliðnu ári. Á því móti var hún valin „Shooting star“ á mótinu fyrir dugnað og þrautseigju en þetta er í fyrsta skipti, sem Íslendingi hlotnast sá heiður. „Fólk, sem fær þessa viðurkenningu er fólk, sem hefur einhverja sögu að segja. Já, ég var í landsliðinu í fótbolta og fimleikum og það er búið að ganga mjög vel í frjálsum, svo spila ég á þverflautu,“ segir Auður Helga. Auður segir að fimleikarnir og fótboltinn séu skemmtilegustu greinarnar en nú hefur hún ákveðið að hætta að æfa fimleika og snúa sér alfarið að fótboltanum og þar setur hún markmiðið hátt. Herbergið hjá Auði Helgu er meira og minna fullt af verðlaunagripum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög sárt að þurfa að skilja við fimleikana, allur félagsskapurinn og þjálfararnir, þetta er erfitt,“ segir hún. En hvað stefnir hún hátt í fótboltanum? „Ég ætla bara að reyna að komast á toppinn, landsliðið, atvinnumennska eða fara í háskóla í Bandaríkjunum.“ Auður Helga setur sér markmið fyrir hvert verkefni í lífinu. Hún skrifar það eða þau niður samviskusamlega á blað og skrifar síðan aftur þegar hún hefur náð markmiðinu. „Það er mjög mikilvægt að setja sér markmið til þess að stefna að einhverju, ég hef alltaf gert það í fimleikum og fótbolta. Það er allt hægt ef maður vill það,“ segir Auður Helga brosandi. Auði þykir líka gaman að dansa enda góður dansari. Auður Helga er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem hún er m.a. í knattspyrnuakademíu skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Frjálsar íþróttir Fimleikar Fótbolti Tónlist Dans Ballett Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira