Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Smári Jökull Jónsson skrifar 16. janúar 2022 16:54 Myndin er tekin úr Himawari-8, gervihnetti á vegum japanskra veðuryfirvalda. Vísir/AP Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. Eldgosið hófst snemma í gærmorgun og olli flóðbylgju á Tonga eyjunum. Bylgjan var rúmlega metri á hæð og voru gefnar út viðvaranir bæði í Tonga og í Nýja-Sjálandi. Forsætisráðherra Nýja Sjálands, Jacinda Ardern, segir flóðbylgjuna hafa valdið skemmdum víða, skolað bátum á haf út sem lágu við bryggju og eyðilagt verslanir við ströndina en þetta kemur fram í frétt BBC um málið. This family were in church. They d just finish having choir practice and the tsunami hit pic.twitter.com/DLLFRJ9BAc— KNOWKNEE (@JohnnyTeisi) January 15, 2022 Vegna öskufallsins hafa íbúar verið hvattir til þess að neyta vatns úr flöskum og bera grímur sér til verndar en fín askan mengaði vatnsból á svæðinu. Eins og áður segir eru litlar fréttir um áhrif eldgossins og öskufallsins á Tonga en net- og símasamband hefur verið takmarkað síðan nokkrum klukkustundum áður en eldgosið hófst. Jacinda Ardern segir enn fremur að unnið sé að því að koma á rafmagni á nýjan leik og segir farsímanetið smám saman vera að komast í gagnið aftur. Höggbylgja frá gosinu mældist á Íslandi Í kjölfar eldgossins mældist gríðarleg höggbylgja sem varð vart um allan heim og meðal annars hér á Íslandi. Daníel Freyr Jónsson jarðfræðingur birti færslu á Twitter þar sem kom fram að bylgjunnar hefði fyrst orðið vart í Bolungarvík auk þess sem bylgjan mældist á fleiri stöðum hér á landi. And here is Iceland this afternoon. It first hit Bolungarvík (far north-west). pic.twitter.com/ZENZy1EmcU— Daníel Freyr (@danielfj91) January 15, 2022 Þá hafa fjölmörg myndbönd birst á samfélagsmiðlum sem sýna mögnuð myndbönd úr gervihnöttum þar sem umfang sprenginga í eldfjallinu sjást. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Tonga Nýja-Sjáland Eldgos og jarðhræringar Bolungarvík Tengdar fréttir Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54 Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Eldgosið hófst snemma í gærmorgun og olli flóðbylgju á Tonga eyjunum. Bylgjan var rúmlega metri á hæð og voru gefnar út viðvaranir bæði í Tonga og í Nýja-Sjálandi. Forsætisráðherra Nýja Sjálands, Jacinda Ardern, segir flóðbylgjuna hafa valdið skemmdum víða, skolað bátum á haf út sem lágu við bryggju og eyðilagt verslanir við ströndina en þetta kemur fram í frétt BBC um málið. This family were in church. They d just finish having choir practice and the tsunami hit pic.twitter.com/DLLFRJ9BAc— KNOWKNEE (@JohnnyTeisi) January 15, 2022 Vegna öskufallsins hafa íbúar verið hvattir til þess að neyta vatns úr flöskum og bera grímur sér til verndar en fín askan mengaði vatnsból á svæðinu. Eins og áður segir eru litlar fréttir um áhrif eldgossins og öskufallsins á Tonga en net- og símasamband hefur verið takmarkað síðan nokkrum klukkustundum áður en eldgosið hófst. Jacinda Ardern segir enn fremur að unnið sé að því að koma á rafmagni á nýjan leik og segir farsímanetið smám saman vera að komast í gagnið aftur. Höggbylgja frá gosinu mældist á Íslandi Í kjölfar eldgossins mældist gríðarleg höggbylgja sem varð vart um allan heim og meðal annars hér á Íslandi. Daníel Freyr Jónsson jarðfræðingur birti færslu á Twitter þar sem kom fram að bylgjunnar hefði fyrst orðið vart í Bolungarvík auk þess sem bylgjan mældist á fleiri stöðum hér á landi. And here is Iceland this afternoon. It first hit Bolungarvík (far north-west). pic.twitter.com/ZENZy1EmcU— Daníel Freyr (@danielfj91) January 15, 2022 Þá hafa fjölmörg myndbönd birst á samfélagsmiðlum sem sýna mögnuð myndbönd úr gervihnöttum þar sem umfang sprenginga í eldfjallinu sjást. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022
Tonga Nýja-Sjáland Eldgos og jarðhræringar Bolungarvík Tengdar fréttir Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54 Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54
Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37