Ríkinu sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2022 11:42 Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/skjáskot Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur að ríkinu sé sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu. Mannréttindasómstóllinn hafi kveðið á um að ríki hafi mikið svigrúm til þess að vernda líf og heilsu manna. Mörg ríki Evrópu hafa tekið upp óbeina bólusetningarskyldu í einu eða öðru formi. Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ríki hafi jákvæðar skyldur til þess að standa vörð um líf og heilsu almennings. „Það er þannig í Tékklandi að þar eru skyldubólusetningar á bönum vegna níu smitsjúkdóma. Ef að foreldrar láta ekki bólusetja börn sín þá eru þau sektuð og eins þá er börnunum synjað um aðgana að leikskólum.“ Foreldrar sem voru ósáttir við þetta leituðu réttar síns og fór málið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum í Tékklandi væri þetta heimilt. Margrét segir dóminn hafa ríkt fordæmisgildi. „Ríkjum er heimilt að grípa til takmarkanna á friðhelgi einkalífs ef að það er nauðsynlegt til þess að vernda heilsu almennings og almannaheill. Þessi dómur hefur ríkt fordæmisgildi þannig að það má leiða af því líkum að hann ætti einnig við um Covid-19.“ Ef íslenska ríkið myndi segja á morgun að nú væru allir skyldugir til þess að láta bólusetja sig að viðlögum sektum, þá myndi það sennilega standast? „Það myndi sennilega standast og ég tek það fram að ég er ekki að leggja til að íslenska ríkið fari þá leið en já miðað við þennan dóm og aðra dóma þá hafa aðildarríkin mjög ríkt svigrúm til mats á því hvaða leiðir þau velja að fara til þess að vernda líf og heilsu almennings.“ Margrét skiptist á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldrinum í Sprengisandi í morgun. Hér í spilaranum að ofan má hlusta á umræður þeirra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Sprengisandur Bylgjan Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16. janúar 2022 10:13 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Sjá meira
Mörg ríki Evrópu hafa tekið upp óbeina bólusetningarskyldu í einu eða öðru formi. Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ríki hafi jákvæðar skyldur til þess að standa vörð um líf og heilsu almennings. „Það er þannig í Tékklandi að þar eru skyldubólusetningar á bönum vegna níu smitsjúkdóma. Ef að foreldrar láta ekki bólusetja börn sín þá eru þau sektuð og eins þá er börnunum synjað um aðgana að leikskólum.“ Foreldrar sem voru ósáttir við þetta leituðu réttar síns og fór málið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum í Tékklandi væri þetta heimilt. Margrét segir dóminn hafa ríkt fordæmisgildi. „Ríkjum er heimilt að grípa til takmarkanna á friðhelgi einkalífs ef að það er nauðsynlegt til þess að vernda heilsu almennings og almannaheill. Þessi dómur hefur ríkt fordæmisgildi þannig að það má leiða af því líkum að hann ætti einnig við um Covid-19.“ Ef íslenska ríkið myndi segja á morgun að nú væru allir skyldugir til þess að láta bólusetja sig að viðlögum sektum, þá myndi það sennilega standast? „Það myndi sennilega standast og ég tek það fram að ég er ekki að leggja til að íslenska ríkið fari þá leið en já miðað við þennan dóm og aðra dóma þá hafa aðildarríkin mjög ríkt svigrúm til mats á því hvaða leiðir þau velja að fara til þess að vernda líf og heilsu almennings.“ Margrét skiptist á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldrinum í Sprengisandi í morgun. Hér í spilaranum að ofan má hlusta á umræður þeirra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Sprengisandur Bylgjan Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16. janúar 2022 10:13 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Sjá meira
Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16. janúar 2022 10:13