EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Getum klárlega ekki spilað svona opna vörn á móti Hollendingunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 11:35 Íslenska vörnin þarf að passa sig á Kay Smits (nr. 31) en hann skoraði 11 mörk gegn Ungverjalandi. EPA-EFE/Tamas Kovacs Farið var yfir hollenska landsliðið í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar að loknum glæstum sigri á Portúgal í fyrstu umferð riðlakeppni EM í handbolta. Hvað þarf Ísland að varast í leik kvöldsins? „Það er algjört lykilatriði hvernig Elvar Örn (Jónsson) verður í næsta leik. Í Hollandi erum við að fara keppa við miðjumann sem er ekkert minna en stórkostlegur. Luc Steins er ofboðslega fljótur og það er ekkert smá verkefni fyrir Elvar Örn að vinna hann maður á mann ítrekað í leiknum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um verkefni kvöldsins. „Við getum klárlega ekki spilað svona opna vörn á móti Hollendingunum,“ bætti Róbert Gunnarsson við áður en Ásgeir Örn tók aftur orðið. „Við getum ekki byrjað þetta eins og gegn Portúgal. Svo í seinni hálfleik fórum við aðeins neðar, þéttum okkur dálítið og ég hugsa að það sé það sem ætti að vera uppleggið gegn Hollendingunum. Við verðum aðeins aftar.“ „Svo má ekki gleyma því að Hollendingar eru með rosalega flotta hægri skyttu sem spilar með Ómari Inga (Magnússyni) í Magdeburg. Það sýnir hversu vel Magdeburg er sett með örvhenta leikmann þar sem Kay Smits skoraði 11 mörk gegn Ungverjum. Var í Holstebro í Danmörku á sama tíma og ég var þar og spilaði stórkostlega með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson að endingu. Þátt EM-hlaðvarps Seinni bylgjunnar má hlusta á hér að neðan en umræðan um Holland byrjar eftir rétt tæplega 33 mínútur. Þar fara þeir Stefán Árni Pálsson, Ásgeir Örn og Róbert yfir málin. Leikur Íslands og Hollands hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Handbolti EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar um Ómar Inga: Hann var alveg geggjaður í leiknum „Við höfðum áhyggjur af því í upphitunarþættinum að þetta yrði svolítið mikið á herðum Arons (Pálmarssonar, fyrirliða Íslands) en það var alls ekki tilfellið gegn Portúgal. Ómar Ingi (Magnússon) sem við vorum að kalla eftir steig upp og var ofboðslega flottur í þessum leik.“ 15. janúar 2022 23:01 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Slæmi kaflinn kom aldrei Ísland vann góðan fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöld. Hinn margumtalaði „slæmi kafli“ kom aldrei hjá íslenska liðinu. 15. janúar 2022 12:16 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
„Það er algjört lykilatriði hvernig Elvar Örn (Jónsson) verður í næsta leik. Í Hollandi erum við að fara keppa við miðjumann sem er ekkert minna en stórkostlegur. Luc Steins er ofboðslega fljótur og það er ekkert smá verkefni fyrir Elvar Örn að vinna hann maður á mann ítrekað í leiknum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um verkefni kvöldsins. „Við getum klárlega ekki spilað svona opna vörn á móti Hollendingunum,“ bætti Róbert Gunnarsson við áður en Ásgeir Örn tók aftur orðið. „Við getum ekki byrjað þetta eins og gegn Portúgal. Svo í seinni hálfleik fórum við aðeins neðar, þéttum okkur dálítið og ég hugsa að það sé það sem ætti að vera uppleggið gegn Hollendingunum. Við verðum aðeins aftar.“ „Svo má ekki gleyma því að Hollendingar eru með rosalega flotta hægri skyttu sem spilar með Ómari Inga (Magnússyni) í Magdeburg. Það sýnir hversu vel Magdeburg er sett með örvhenta leikmann þar sem Kay Smits skoraði 11 mörk gegn Ungverjum. Var í Holstebro í Danmörku á sama tíma og ég var þar og spilaði stórkostlega með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson að endingu. Þátt EM-hlaðvarps Seinni bylgjunnar má hlusta á hér að neðan en umræðan um Holland byrjar eftir rétt tæplega 33 mínútur. Þar fara þeir Stefán Árni Pálsson, Ásgeir Örn og Róbert yfir málin. Leikur Íslands og Hollands hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar um Ómar Inga: Hann var alveg geggjaður í leiknum „Við höfðum áhyggjur af því í upphitunarþættinum að þetta yrði svolítið mikið á herðum Arons (Pálmarssonar, fyrirliða Íslands) en það var alls ekki tilfellið gegn Portúgal. Ómar Ingi (Magnússon) sem við vorum að kalla eftir steig upp og var ofboðslega flottur í þessum leik.“ 15. janúar 2022 23:01 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Slæmi kaflinn kom aldrei Ísland vann góðan fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöld. Hinn margumtalaði „slæmi kafli“ kom aldrei hjá íslenska liðinu. 15. janúar 2022 12:16 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar um Ómar Inga: Hann var alveg geggjaður í leiknum „Við höfðum áhyggjur af því í upphitunarþættinum að þetta yrði svolítið mikið á herðum Arons (Pálmarssonar, fyrirliða Íslands) en það var alls ekki tilfellið gegn Portúgal. Ómar Ingi (Magnússon) sem við vorum að kalla eftir steig upp og var ofboðslega flottur í þessum leik.“ 15. janúar 2022 23:01
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Slæmi kaflinn kom aldrei Ísland vann góðan fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöld. Hinn margumtalaði „slæmi kafli“ kom aldrei hjá íslenska liðinu. 15. janúar 2022 12:16
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni