Harry freistar þess að fá að greiða fyrir lögregluvernd í Bretlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 08:35 Þrátt fyrir að þau séu ekki lengur starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar, þarfnast Harry og Meghan enn öryggisgæslu. epa/Peter Foley Harry Bretaprins hefur farið fram á að dómstólar taki fyrir ákvörðun breska innanríkisráðuneytisins um að neita honum um að greiða fyrir lögregluvernd þegar hann og fjölskylda hans heimsækja Bretland. Prinsinn hefur viljað greiða fyrir öryggisgæslu sína og fjölskyldu sinnar, líkt og hann gerir í Bandaríkjunum þar sem hann er nú búsettur, en ráðuneytið hefur hafnað óskum hans um að fá að borga fyrir gæslu lögreglu. Harry segir hins vegar að öryggisteymið sem gætir fjölskyldunnar í Bandaríkjunum hafi ekki nægar heimildir og upplýsingar til að geta veitt henni örugga vernd í Bretlandi og því þurfi lögreglan að koma að málum. Á sama tíma vilji hann ekki að skattgreiðendur endi uppi með reikninginn. „Bretland verður alltaf heimaland Harry og land þar sem hann vill að eiginkona hans og börn séu örugg,“ sagði talsmaður prinsins í yfirlýsingu til AP. „Án verndar lögreglu er áhættan hins vegar of mikil.“ Harry langar að heimsækja Bretland með fjölskyldu sinni en amma hans og pabbi, Elísabet drottning og Karl Bretaprins, hafa enn ekki hitt dóttur hans Lilibet. Prinsinn er hins vegar uggandi um öryggi fjölskyldunnar. Í fyrra, þegar hann snéri einn heim til að vera viðstaddur afhjúpum styttu til minningar um móður sína, var bifreið hans elt af blaðamönnum gulu pressunnar. Móðir hans, Díana prinsessa, lést við sömu kringumstæður í París árið 1997. Fulltrúar Harry segja að jafnvel þótt hlutverk hans innan og fyrir konungsfjölskylduna hafi breyst, hafi staða hans sem einn meðlima hennar ekki gert það. Né heldur hafi ógnir sem stafa að honum og fjölskyldu hans minnkað. Harry og eiginkona hans, leikkonan Meghan Markle, hafa gert milljónasamninga við bæði Netflix og Spotify, sem prinsinn hefur sagt að eigi meðal annars að fjármagna öryggisgæsluna sem þau þurfa á að halda til að tryggja öryggi þeirra og barnanna, Archie og Lilibet. Guardian greindi frá. Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Prinsinn hefur viljað greiða fyrir öryggisgæslu sína og fjölskyldu sinnar, líkt og hann gerir í Bandaríkjunum þar sem hann er nú búsettur, en ráðuneytið hefur hafnað óskum hans um að fá að borga fyrir gæslu lögreglu. Harry segir hins vegar að öryggisteymið sem gætir fjölskyldunnar í Bandaríkjunum hafi ekki nægar heimildir og upplýsingar til að geta veitt henni örugga vernd í Bretlandi og því þurfi lögreglan að koma að málum. Á sama tíma vilji hann ekki að skattgreiðendur endi uppi með reikninginn. „Bretland verður alltaf heimaland Harry og land þar sem hann vill að eiginkona hans og börn séu örugg,“ sagði talsmaður prinsins í yfirlýsingu til AP. „Án verndar lögreglu er áhættan hins vegar of mikil.“ Harry langar að heimsækja Bretland með fjölskyldu sinni en amma hans og pabbi, Elísabet drottning og Karl Bretaprins, hafa enn ekki hitt dóttur hans Lilibet. Prinsinn er hins vegar uggandi um öryggi fjölskyldunnar. Í fyrra, þegar hann snéri einn heim til að vera viðstaddur afhjúpum styttu til minningar um móður sína, var bifreið hans elt af blaðamönnum gulu pressunnar. Móðir hans, Díana prinsessa, lést við sömu kringumstæður í París árið 1997. Fulltrúar Harry segja að jafnvel þótt hlutverk hans innan og fyrir konungsfjölskylduna hafi breyst, hafi staða hans sem einn meðlima hennar ekki gert það. Né heldur hafi ógnir sem stafa að honum og fjölskyldu hans minnkað. Harry og eiginkona hans, leikkonan Meghan Markle, hafa gert milljónasamninga við bæði Netflix og Spotify, sem prinsinn hefur sagt að eigi meðal annars að fjármagna öryggisgæsluna sem þau þurfa á að halda til að tryggja öryggi þeirra og barnanna, Archie og Lilibet. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira