Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 07:47 Löggæsluyfirvöld og aðrir viðbragðsaðilar söfnuðust saman við grunnskólan í Colleyville, skammt frá bænahúsinu. AP/Gareth Patterson Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. Maðurinn réðist inn í Congregation Beth Israel í Colleyville á Dallas-Fort Worth svæðinu og tók fjóra gísla, þeirra á meðal rabbína. Sex tímum síðar lét hann einn gísl lausan. Fjórum tímum eftir það réðist alríkislögreglan inn í bygginguna og frelsaði gíslana þrjá sem enn voru í haldi. Blaðamenn á vettvangi sögðust hafa heyrt sprengingar og byssuskot skömmu áður en Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, greindi frá því að ástandið væri liðið hjá. Michael Miller, lögreglustjóri Colleyville, sagði byssumanninn látinn en alríkislögreglan hefur ekki viljað greina frá því hvernig hann lést og segir málið í rannsókn. Lögregla veit hver maðurinn var. Statement by President Biden on the Hostage Situation at Congregation Beth Israel in Colleyville, Texas | The White House https://t.co/HrJTHIvfBJ— Jen Psaki (@PressSec) January 16, 2022 Atvikið átti sér stað á meðan bænastund var streymt frá bænahúsinu. Áður en útsendingin var rofin heyrðist gíslatökumaðurinn krefjast þess að Aafia Siddiqui yrði látin laus úr fangelsi en henni er haldið í alríkisfangelsi í Texas. Siddiqui er taugasérfræðingur og grunuð um að hafa tengsl við al Kaída. Hún var dæmd í fangelsi fyrir að reyna að myrða bandaríska hermenn á meðan henni var haldið í Afganistan. Byssumaðurinn heyrðist einnig fjasa um trúarbrögð og systur sína. Þá sagði hann ítrekað að hann vildi ekki að neinn særðist og að hann teldi að hann myndi deyja. Victoria Francis, sem horfði á streymið í klukkutíma áður en klippt var á það sagði manninn hafa hótað Bandaríkjunum og sagst hafa sprengju. Hann hefði virkað pirraður, hlegið að sjálfum sér og augljóslega verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Alríkislögreglan sagði í samtali við AP að ekki sé talið að atvikið sé hluti af stærri áætlun en að rannsókn málsins muni enga að síður ná út fyrir landsteinana. Guardian greindi frá. Bandaríkin Tengdar fréttir Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. 15. janúar 2022 21:18 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Sjá meira
Maðurinn réðist inn í Congregation Beth Israel í Colleyville á Dallas-Fort Worth svæðinu og tók fjóra gísla, þeirra á meðal rabbína. Sex tímum síðar lét hann einn gísl lausan. Fjórum tímum eftir það réðist alríkislögreglan inn í bygginguna og frelsaði gíslana þrjá sem enn voru í haldi. Blaðamenn á vettvangi sögðust hafa heyrt sprengingar og byssuskot skömmu áður en Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, greindi frá því að ástandið væri liðið hjá. Michael Miller, lögreglustjóri Colleyville, sagði byssumanninn látinn en alríkislögreglan hefur ekki viljað greina frá því hvernig hann lést og segir málið í rannsókn. Lögregla veit hver maðurinn var. Statement by President Biden on the Hostage Situation at Congregation Beth Israel in Colleyville, Texas | The White House https://t.co/HrJTHIvfBJ— Jen Psaki (@PressSec) January 16, 2022 Atvikið átti sér stað á meðan bænastund var streymt frá bænahúsinu. Áður en útsendingin var rofin heyrðist gíslatökumaðurinn krefjast þess að Aafia Siddiqui yrði látin laus úr fangelsi en henni er haldið í alríkisfangelsi í Texas. Siddiqui er taugasérfræðingur og grunuð um að hafa tengsl við al Kaída. Hún var dæmd í fangelsi fyrir að reyna að myrða bandaríska hermenn á meðan henni var haldið í Afganistan. Byssumaðurinn heyrðist einnig fjasa um trúarbrögð og systur sína. Þá sagði hann ítrekað að hann vildi ekki að neinn særðist og að hann teldi að hann myndi deyja. Victoria Francis, sem horfði á streymið í klukkutíma áður en klippt var á það sagði manninn hafa hótað Bandaríkjunum og sagst hafa sprengju. Hann hefði virkað pirraður, hlegið að sjálfum sér og augljóslega verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Alríkislögreglan sagði í samtali við AP að ekki sé talið að atvikið sé hluti af stærri áætlun en að rannsókn málsins muni enga að síður ná út fyrir landsteinana. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. 15. janúar 2022 21:18 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Sjá meira
Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. 15. janúar 2022 21:18