Vindlar, inniskór og Tekinn á DVD meðal vinninga sem Steindi tók úr geymslunni heima Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 23:32 Steindi fann Tekinn á DVD í geymslunni heima og ákvað að gefa hann í bingóinu í kvöld. Vísir Í tíu manna samkomubanni getur verið erfitt að skemmta sér þegar krám og skemmtistöðum hefur verið lokað og leikhúsin í biðstöðu. Það var þó nóg um að vera í kvöld en Auðunn Blöndal og Steindi Jr. stjórnuðu nýársbingói FM95BLÖ sem var sýnt í beinni á Vísi og Stöð 2 Vísi. Auðunn og Steindi fóru yfir hvað væri í vændum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fóru á kostum. Steindi byrjaði á því að taka fram að hann vissi ekki mikið um hvað fælist í bingóinu, enda hafi hann aldrei áður stjórnað bingói. Hann sagðist þó stóla á sérfræðiþekkingu Auðunns, sem hafi stjórnað bingói áður. „Þú verður að fara að hætta að tala eins og ég sé með einhverja geggjaða bingóreynslu,“ sagði Auðunn þá og Steindi benti honum á að hann hafi jú, stjórnað bingói einu sinni áður. „Já, en það var ekki í beinni útsendingu fyrir framan allt landið,“ svaraði þá Auðunn. Drengirnir höfðu tryggt bingóþátttakendum frábærum vinningum, allt frá 100 þúsund króna gjafabréfi hjá Icelandair, yfir í úlpu frá 66°N og Samsung síma. Þeir voru þó nokkrir sem voru ekki jafn hefðbundnir. „Ég hélt stundum tombólu sem krakki og þegar kom eitthvað geggjað hirti ég það stundum sjálfur. Ég setti það ekki á tombóluna. Þetta minnti mig á það því mig langar eiginlega að eiga alla vinningana sjálfur,“ sagði Auðunn. „En ég er ekki að fara að gera það.“ Við þetta greip Steindi inn í og sýndi fréttamanni nokkra vinninga sem hann hafði komið með að heiman, fyrir þá sem kannski ekkert ynnu. Vinninga, sem hann hafði fundið við tiltekt í geymslunni. „Ég fór í geymsluna heima og fann Scream 4 á Blueray og Independence Day. Þetta eru svona aukavinningar,“ sagði Steindi og dró svo upp DVD-diskinn Tekinn, samansafn af þáttunum þar sem Auðunn hrekkti fræga einstaklinga með falinni myndavél. „Kostaði hann 500 kall? Djöfulli er það lítið,“ sagði Auðunn áður en Steindi dró upp vindlapakka sem hann hafði keypt á Tenerife fyrir nokkrum árum og inniskó. Hægt er að horfa á bingóið í spilaranum hér að neðan: FM95BLÖ Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún flytur Is It True? Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 15. janúar 2022 23:12 Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Auðunn og Steindi fóru yfir hvað væri í vændum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fóru á kostum. Steindi byrjaði á því að taka fram að hann vissi ekki mikið um hvað fælist í bingóinu, enda hafi hann aldrei áður stjórnað bingói. Hann sagðist þó stóla á sérfræðiþekkingu Auðunns, sem hafi stjórnað bingói áður. „Þú verður að fara að hætta að tala eins og ég sé með einhverja geggjaða bingóreynslu,“ sagði Auðunn þá og Steindi benti honum á að hann hafi jú, stjórnað bingói einu sinni áður. „Já, en það var ekki í beinni útsendingu fyrir framan allt landið,“ svaraði þá Auðunn. Drengirnir höfðu tryggt bingóþátttakendum frábærum vinningum, allt frá 100 þúsund króna gjafabréfi hjá Icelandair, yfir í úlpu frá 66°N og Samsung síma. Þeir voru þó nokkrir sem voru ekki jafn hefðbundnir. „Ég hélt stundum tombólu sem krakki og þegar kom eitthvað geggjað hirti ég það stundum sjálfur. Ég setti það ekki á tombóluna. Þetta minnti mig á það því mig langar eiginlega að eiga alla vinningana sjálfur,“ sagði Auðunn. „En ég er ekki að fara að gera það.“ Við þetta greip Steindi inn í og sýndi fréttamanni nokkra vinninga sem hann hafði komið með að heiman, fyrir þá sem kannski ekkert ynnu. Vinninga, sem hann hafði fundið við tiltekt í geymslunni. „Ég fór í geymsluna heima og fann Scream 4 á Blueray og Independence Day. Þetta eru svona aukavinningar,“ sagði Steindi og dró svo upp DVD-diskinn Tekinn, samansafn af þáttunum þar sem Auðunn hrekkti fræga einstaklinga með falinni myndavél. „Kostaði hann 500 kall? Djöfulli er það lítið,“ sagði Auðunn áður en Steindi dró upp vindlapakka sem hann hafði keypt á Tenerife fyrir nokkrum árum og inniskó. Hægt er að horfa á bingóið í spilaranum hér að neðan:
FM95BLÖ Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún flytur Is It True? Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 15. janúar 2022 23:12 Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Jóhanna Guðrún flytur Is It True? Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 15. janúar 2022 23:12