Fékk drottninguna til að hlæja í tilefni dagsins: „Skal hundur heita ef ég læt kerlingu stjórna mér“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. janúar 2022 21:00 Mette Frederikssen forsætisráðherra var meðal þeirra sem fluttu tölu í tilefni dagsins. AP/Mads Claus Rasmussen Fimmtíu ár eru liðin frá því að Margrét Þórhildur Danadrottning tók við krúnunni. Hátíðarhald var takmarkað vegna kórónuveirufaraldursins en þó var athöfn í danska þinghúsinu í tilefni dagsins. Forsætisráðherra Danmerkur minntist þess þegar landsmenn greiddu atkvæði um hvort kona mætti taka við krúnunni á sínum tíma. Margrét Þórhildur varð drottning Dana þann 14. janúar 1972 eftir að faðir hennar, Friðrik IX, lést 72 ára að aldri. Jens Otto Krag, þáverandi forsætisráðherra landsins, tilkynnti um andlát konungsins á svölum Kristjánsborgarhallar degi síðar og lýsti því þá formlega yfir að Margrét væri ný drottning landsins. Í dag hefur hin 81 árs gamla Margrét Þórhildur verið drottning í 50 ár en einungis Kristján IV, sem réð ríkjum á sautjándu öld, hefur setið lengur á konungsstól í landinu, eða 59 ár. Þó að formlegri hátíðardagskrá hafi verið frestað í dag var afmælisins minnst með athöfn í þinghúsinu þar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra og Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, voru meðal ræðumanna. Þá hélt Margrét Þórhildur og meðlimir fjölskyldu hennar til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu þar sem krans var lagður við leiði foreldra drottningarinnar. Frekari hátíðarhöldum hefur verið frestað fram til september. „Svona varð það og svona er það“ Margrét var elst þriggja dætra Friðriks konungs og Ingiríðar drottningar en á sínum tíma þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til að kona gæti tekið við krúnunni. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, vísaði í ræðu sinni í þinginu í dag til ummæla sem látin voru falla í kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 1953. „Ég vil biðjast afsökunar fyrir fram á orðavalinu. Þetta var ekki kurteislega orðað. En samkvæmt dagbók formannsins var þetta orðað svona: "Ég skal hundur heita ef ég læt kerlingu stjórna mér." Tilvitnun lýkur. En svona varð það og svona er það,“ sagði ráðherrann og hló þá drottningin. Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku og virðist því hafa staðið við stóru orðin í ræðunni sem hún flutti þegar hún tók við. Þar bað hún guð um að gefa sér styrk til að taka við arfleið föður hennar en hún sagði það hennar markmið að leggja allan sinn dugnað og kraft í að vera drottning Dana. Hún hefur komið víða við frá því að hún tók við krúnunni og er til að mynda mikill Íslandsvinur. Hún hefur hitt alla forseta Íslands frá því að Kristján Eldjárn var forseti og átti sömuleiðis í mjög góðu sambandi við Vigdísi Finnbogadóttur. Í viðtali við fréttastofu árið 2017 sagðist Margrét alltaf hafa verið mjög meðvituð um sérstök tengsl sín við Ísland. „Fyrstu kynni mín af Íslandi eru frá heimsókn foreldra minna til landsins og það var áður en ég fæddist. Það tengist því að ég ber íslenskt nafn. Foreldrar mínir úskýrðu hvers vegna ég héti Þórhildur og að þau hefðu valið mér íslenskt nafn líka,” sagði Margrét í viðtali við Heimi Már Pétursson. Viðtalið í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Margrét Þórhildur varð drottning Dana þann 14. janúar 1972 eftir að faðir hennar, Friðrik IX, lést 72 ára að aldri. Jens Otto Krag, þáverandi forsætisráðherra landsins, tilkynnti um andlát konungsins á svölum Kristjánsborgarhallar degi síðar og lýsti því þá formlega yfir að Margrét væri ný drottning landsins. Í dag hefur hin 81 árs gamla Margrét Þórhildur verið drottning í 50 ár en einungis Kristján IV, sem réð ríkjum á sautjándu öld, hefur setið lengur á konungsstól í landinu, eða 59 ár. Þó að formlegri hátíðardagskrá hafi verið frestað í dag var afmælisins minnst með athöfn í þinghúsinu þar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra og Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, voru meðal ræðumanna. Þá hélt Margrét Þórhildur og meðlimir fjölskyldu hennar til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu þar sem krans var lagður við leiði foreldra drottningarinnar. Frekari hátíðarhöldum hefur verið frestað fram til september. „Svona varð það og svona er það“ Margrét var elst þriggja dætra Friðriks konungs og Ingiríðar drottningar en á sínum tíma þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til að kona gæti tekið við krúnunni. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, vísaði í ræðu sinni í þinginu í dag til ummæla sem látin voru falla í kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 1953. „Ég vil biðjast afsökunar fyrir fram á orðavalinu. Þetta var ekki kurteislega orðað. En samkvæmt dagbók formannsins var þetta orðað svona: "Ég skal hundur heita ef ég læt kerlingu stjórna mér." Tilvitnun lýkur. En svona varð það og svona er það,“ sagði ráðherrann og hló þá drottningin. Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku og virðist því hafa staðið við stóru orðin í ræðunni sem hún flutti þegar hún tók við. Þar bað hún guð um að gefa sér styrk til að taka við arfleið föður hennar en hún sagði það hennar markmið að leggja allan sinn dugnað og kraft í að vera drottning Dana. Hún hefur komið víða við frá því að hún tók við krúnunni og er til að mynda mikill Íslandsvinur. Hún hefur hitt alla forseta Íslands frá því að Kristján Eldjárn var forseti og átti sömuleiðis í mjög góðu sambandi við Vigdísi Finnbogadóttur. Í viðtali við fréttastofu árið 2017 sagðist Margrét alltaf hafa verið mjög meðvituð um sérstök tengsl sín við Ísland. „Fyrstu kynni mín af Íslandi eru frá heimsókn foreldra minna til landsins og það var áður en ég fæddist. Það tengist því að ég ber íslenskt nafn. Foreldrar mínir úskýrðu hvers vegna ég héti Þórhildur og að þau hefðu valið mér íslenskt nafn líka,” sagði Margrét í viðtali við Heimi Már Pétursson. Viðtalið í heild sinni má finna hér fyrir neðan.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent