Umfjöllun, viðtal og myndir: Haukar - Valur 26-24 | Ótrúlegur endurkomusigur Hauka Andri Már Eggertsson skrifar 15. janúar 2022 18:15 Margrét Einarsdóttir átti góðan leik í marki Hauka Vísir/Hulda Margrét Haukar unnu ótrúlegan endurkomusigur á Val 26-24. Seinni hálfleikur Hauka var ótrúlegur þar sem heimakonur fengu aðeins á sig átta mörk. Haukar sem höfðu ekki leikið síðan um miðjan desember byrjuðu leikinn betur og náðu forystunni 3-2 snemma leiks. Eftir það tók Valur yfir leikinn. Valur skoraði næstu sjö mörk leiksins og virtust heimakonur ekki eiga nein svör. Tæplega ellefu mínútur liðu þar til Birta Lind Jóhannsdóttir gerði fjórða mark Hauka. Lilja Ágústsdóttir fagnar markiVísir/Hulda Margrét Heimakonum tókst að þétta raðirnar varnarlega undir lok fyrri hálfleiks og skoraði Valur ekki mark á síðustu sex mínútum fyrri hálfleiks. Heimakonur gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk í röð. Valur leiddi með fimm mörkum í hálfleik 11-16. Haukar byrjuðu seinni hálfleik af sömu ákefð og þær enduðu fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var góður sem skilaði sér í auðveldum mörkum. Heimakonur gerðu fyrstu tvö mörkin og minnkuðu muninn í 13-16. Það var mikil barátta í Haukum. Heimakonur héldu áfram að saxa á forskot Vals og jöfnuðu loks leikinn 24-24 sem gerðu síðustu fimm mínúturnar æsispennandi. Sara Odden var markahæst hjá HaukumVísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Hlíðarenda áttu engin svör við öflugum varnarleik Hauka á lokamínútunum. Valur skoraði ekki mark á síðustu átta mínútum leiksins. Haukar gengu á lagið og skoruðu fimm síðustu mörkin sem skilaði sér í tveggja marka sigri 26-24. Það var mikið fagnað eftir leikVísir/Hulda Margrét Af hverju unnu Haukar? Haukar sýndu ótrúlegan karakter. Heimakonur voru á tímabili átta mörkum undir en frábær seinni hálfleikur á báðum endum vallarins skilaði sér í tveimur stigum. Haukar unnu seinni hálfleik með sjö mörkum 15-8. Hverjar stóðu upp úr? Margrét Einarsdóttir, markmaður Hauka, átti frábæran leik milli stanganna. Margrét varði 16 skot og endaði með 40 prósent markvörslu. Elín Klara Þorkelsdóttir var allt í öllu í sóknarleik Hauka. Elín skoraði fimm mörk og fiskaði fimm víti. Thea Imani Sturludóttir var markahæst í leiknum með 12 mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals hrundi í seinni hálfleik. Þetta er annar leikurinn í röð sem Valur skorar 16 mörk í fyrri hálfleik en undir tíu mörk í seinni hálfleik og hafa báðir leikirnir tapast. Hvað gerist næst? Næsta laugardag mætast Haukar og ÍBV í Vestmannaeyjum klukkan 14:00. Á sama degi er stórleikur í Origo-höllinni þar sem Valur og Fram mætast klukkan 16:00. Myndir: Lovísa ThompsonVísir/Hulda Margrét Margrét Einarsdóttir varði mark HaukaVísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson var í þjálfarateymi ValsVísir/Hulda Margrét Thea skoraði 12 mörkVísir/Hulda Margrét Ásta Björt þrumar á markiðVísir/Hulda Margrét Gunnar Gunnarsson ræddi við dómarana eftir leikVísir/Hulda Margrét Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Haukar Valur
Haukar unnu ótrúlegan endurkomusigur á Val 26-24. Seinni hálfleikur Hauka var ótrúlegur þar sem heimakonur fengu aðeins á sig átta mörk. Haukar sem höfðu ekki leikið síðan um miðjan desember byrjuðu leikinn betur og náðu forystunni 3-2 snemma leiks. Eftir það tók Valur yfir leikinn. Valur skoraði næstu sjö mörk leiksins og virtust heimakonur ekki eiga nein svör. Tæplega ellefu mínútur liðu þar til Birta Lind Jóhannsdóttir gerði fjórða mark Hauka. Lilja Ágústsdóttir fagnar markiVísir/Hulda Margrét Heimakonum tókst að þétta raðirnar varnarlega undir lok fyrri hálfleiks og skoraði Valur ekki mark á síðustu sex mínútum fyrri hálfleiks. Heimakonur gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk í röð. Valur leiddi með fimm mörkum í hálfleik 11-16. Haukar byrjuðu seinni hálfleik af sömu ákefð og þær enduðu fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var góður sem skilaði sér í auðveldum mörkum. Heimakonur gerðu fyrstu tvö mörkin og minnkuðu muninn í 13-16. Það var mikil barátta í Haukum. Heimakonur héldu áfram að saxa á forskot Vals og jöfnuðu loks leikinn 24-24 sem gerðu síðustu fimm mínúturnar æsispennandi. Sara Odden var markahæst hjá HaukumVísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Hlíðarenda áttu engin svör við öflugum varnarleik Hauka á lokamínútunum. Valur skoraði ekki mark á síðustu átta mínútum leiksins. Haukar gengu á lagið og skoruðu fimm síðustu mörkin sem skilaði sér í tveggja marka sigri 26-24. Það var mikið fagnað eftir leikVísir/Hulda Margrét Af hverju unnu Haukar? Haukar sýndu ótrúlegan karakter. Heimakonur voru á tímabili átta mörkum undir en frábær seinni hálfleikur á báðum endum vallarins skilaði sér í tveimur stigum. Haukar unnu seinni hálfleik með sjö mörkum 15-8. Hverjar stóðu upp úr? Margrét Einarsdóttir, markmaður Hauka, átti frábæran leik milli stanganna. Margrét varði 16 skot og endaði með 40 prósent markvörslu. Elín Klara Þorkelsdóttir var allt í öllu í sóknarleik Hauka. Elín skoraði fimm mörk og fiskaði fimm víti. Thea Imani Sturludóttir var markahæst í leiknum með 12 mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals hrundi í seinni hálfleik. Þetta er annar leikurinn í röð sem Valur skorar 16 mörk í fyrri hálfleik en undir tíu mörk í seinni hálfleik og hafa báðir leikirnir tapast. Hvað gerist næst? Næsta laugardag mætast Haukar og ÍBV í Vestmannaeyjum klukkan 14:00. Á sama degi er stórleikur í Origo-höllinni þar sem Valur og Fram mætast klukkan 16:00. Myndir: Lovísa ThompsonVísir/Hulda Margrét Margrét Einarsdóttir varði mark HaukaVísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson var í þjálfarateymi ValsVísir/Hulda Margrét Thea skoraði 12 mörkVísir/Hulda Margrét Ásta Björt þrumar á markiðVísir/Hulda Margrét Gunnar Gunnarsson ræddi við dómarana eftir leikVísir/Hulda Margrét Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti