Umdeild launahækkun Björns Zoëga í kastljósi sænskra fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2022 14:29 Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Hann var nýverið kynntur sem sérlegur ráðgjafi Willums Þórs Þórssonar, nýs heilbrigðisráðherra. Karolinska Mánaðarlaun Björns Zoëga, forstjóra Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð, hækkuðu á síðasta ári um nærri 30 þúsund sænskar krónur, jafnvirði um 430 þúsund íslenska króna. Laun hans eftir hækkunina nema rúmlega 270 þúsund sænskum krónum eða 3,9 milljónum íslenskra króna. Úttekt Dagens Nyheter sýnir að laun Björns hafi hækkað nokkuð umfram það sem gengur og gerist meðal annarra sambærilegra stjórnenda og er formaður Læknafélagsins í Stokkhólmi í hópi þeirra sem sett hafa spurningamerki við launahækkun forstjórans. DN segir laun Björns vera há í samanburði við aðra sjúkrahúsforstjóra og hafi þessi tólf prósenta launahækkun á síðasta ári verið mun hærri en hjá öðrum. Þannig hafi forstjóri Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg, Ann-Marie Wennberg Larkö, til dæmis verið með rúmelga 170 þúsund sænskra króna í mánaðarlaun. Í greininni eru upphæðirnar sömuleiðis bornar saman við mánaðarlaun sænska forsætisráðherrans sem eru 180 þúsund, um 2,6 milljónir íslenskra króna. Björn Zoëga tók við sem forstjóri Karolinska árið 2019, en dagana fyrir síðustu jól var tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafarhlutverki fyrir nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Karolinska skorar jafnan hátt á listum yfir bestu sjúkrahús heims.Getty Hafi tekist að snúa við miklum hallarekstri Carina Lundberg Uudelepp, forstjóri Region Stockholm sem er ábyrg fyrir að halda úti heilbrigðisþjónustu í Stokkhólmi og nágrenni, segir að laun æðstu stjórnenda séu ákvörðuð úr frá hæfni, rekstrarniðurstöðu og stöðunni á markaði. Hún segir að þegar kemur að Birni þá hafi spítalanum – undir hans stjórn – tekist að snúa við miklum hallarekstri, á sama tíma og tekist hafi að fjölga sjúkrarýmum og stytt biðlista hjá þeim sem bíða meðferðar við krabbameini. Hafi rekstrarniðurstaðan raunar verið talsvert umfram þess sem var krafist. Läkartidningen, Læknablaðið sænska, segir frá því að á síðasta ári hafi laun sænskra lækna hækkað um tvö prósent að jafnaði að síðasta ári. Johan Styrud er formaður Læknafélags Stokkhólms.Slf Setur spurningar við launahækkunina Johan Styrud, formaður Læknafélags Stokkhólms, telur að læknum hafi hins vegar ekki verið umbunað nægilega vegna þeirrar miklu vinnu sem þeir hafi skilað af hendi í heimsfaraldrinum og sömuleiðis nú í fjórðu bylgjunni. Hann setur spurningar við þessa miklu launahækkun sjúkrahúsforstjóra Karolinska. „Tólf prósent er mjög mikið. Að Karolinska hafi snúið við hallarekstri tengist því að maður hafi hægt á flæði bráðasjúklinga þangað. Í ástandi þar sem allir hafi slitið sig út er gott að fara varlega í allar svona launahækkanir.“ Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi.Vårdförbundet Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi, er sömuleiðis gagnrýnin á launahækkun Björns þar sem sérstök umbun til fjölda heilbrigðisstarfsmanna, sem rætt hafi verið um í tengslum við auka álag í faraldrinum, hafi ekki skilað sér. „Ég hugsa um hvernig meðlimir okkar hafa slitið, einnig fyrir faraldur og nú síðast um hátíðarnar, með því að taka aukavaktir, tvöfaldar vaktir og yfirvinnu. Þetta stingur í augun,“ segir Jonsson um launahækkun Björns. Í frétt DN segir að þegar Björn tók við forstjórastöðunni árið 2019 hafi mánaðarlaun hans verið 234 þúsund sænskar krónur, tæpar 3,4 milljónir íslenskra króna. Þegar Björn hafi tekið við hafi hann farið fram á að fá sömu laun og forverinn, 247 þúsund sænskar, en ekki fengið. Nú séu þau hins vegar 270.600 sænskar krónur á mánuði. Svíþjóð Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Úttekt Dagens Nyheter sýnir að laun Björns hafi hækkað nokkuð umfram það sem gengur og gerist meðal annarra sambærilegra stjórnenda og er formaður Læknafélagsins í Stokkhólmi í hópi þeirra sem sett hafa spurningamerki við launahækkun forstjórans. DN segir laun Björns vera há í samanburði við aðra sjúkrahúsforstjóra og hafi þessi tólf prósenta launahækkun á síðasta ári verið mun hærri en hjá öðrum. Þannig hafi forstjóri Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg, Ann-Marie Wennberg Larkö, til dæmis verið með rúmelga 170 þúsund sænskra króna í mánaðarlaun. Í greininni eru upphæðirnar sömuleiðis bornar saman við mánaðarlaun sænska forsætisráðherrans sem eru 180 þúsund, um 2,6 milljónir íslenskra króna. Björn Zoëga tók við sem forstjóri Karolinska árið 2019, en dagana fyrir síðustu jól var tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafarhlutverki fyrir nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Karolinska skorar jafnan hátt á listum yfir bestu sjúkrahús heims.Getty Hafi tekist að snúa við miklum hallarekstri Carina Lundberg Uudelepp, forstjóri Region Stockholm sem er ábyrg fyrir að halda úti heilbrigðisþjónustu í Stokkhólmi og nágrenni, segir að laun æðstu stjórnenda séu ákvörðuð úr frá hæfni, rekstrarniðurstöðu og stöðunni á markaði. Hún segir að þegar kemur að Birni þá hafi spítalanum – undir hans stjórn – tekist að snúa við miklum hallarekstri, á sama tíma og tekist hafi að fjölga sjúkrarýmum og stytt biðlista hjá þeim sem bíða meðferðar við krabbameini. Hafi rekstrarniðurstaðan raunar verið talsvert umfram þess sem var krafist. Läkartidningen, Læknablaðið sænska, segir frá því að á síðasta ári hafi laun sænskra lækna hækkað um tvö prósent að jafnaði að síðasta ári. Johan Styrud er formaður Læknafélags Stokkhólms.Slf Setur spurningar við launahækkunina Johan Styrud, formaður Læknafélags Stokkhólms, telur að læknum hafi hins vegar ekki verið umbunað nægilega vegna þeirrar miklu vinnu sem þeir hafi skilað af hendi í heimsfaraldrinum og sömuleiðis nú í fjórðu bylgjunni. Hann setur spurningar við þessa miklu launahækkun sjúkrahúsforstjóra Karolinska. „Tólf prósent er mjög mikið. Að Karolinska hafi snúið við hallarekstri tengist því að maður hafi hægt á flæði bráðasjúklinga þangað. Í ástandi þar sem allir hafi slitið sig út er gott að fara varlega í allar svona launahækkanir.“ Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi.Vårdförbundet Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi, er sömuleiðis gagnrýnin á launahækkun Björns þar sem sérstök umbun til fjölda heilbrigðisstarfsmanna, sem rætt hafi verið um í tengslum við auka álag í faraldrinum, hafi ekki skilað sér. „Ég hugsa um hvernig meðlimir okkar hafa slitið, einnig fyrir faraldur og nú síðast um hátíðarnar, með því að taka aukavaktir, tvöfaldar vaktir og yfirvinnu. Þetta stingur í augun,“ segir Jonsson um launahækkun Björns. Í frétt DN segir að þegar Björn tók við forstjórastöðunni árið 2019 hafi mánaðarlaun hans verið 234 þúsund sænskar krónur, tæpar 3,4 milljónir íslenskra króna. Þegar Björn hafi tekið við hafi hann farið fram á að fá sömu laun og forverinn, 247 þúsund sænskar, en ekki fengið. Nú séu þau hins vegar 270.600 sænskar krónur á mánuði.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27
Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16