Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Vestri 77-78 | Háspenna lífshætta í Breiðholti Siggeir Ævarsson skrifar 14. janúar 2022 19:55 Úr leik kvöldsins. Vísir/Bára Dröfn Það var alvöru fallbaráttuslagur í TM Hellinum í Breiðholtinu í kvöld, þar sem ÍR tók á móti Vestra. Fyrir leikinn voru liðin í 10. og 11. sæti, ÍR með einum sigri meira en Vestri. ÍR-ingar því í sannkölluðu dauðafæri til að slíta sig frá fallbaráttunni og að sama skapi var leikurinn upp á líf og dauða fyrir Vestra í deildinni. Lokaniðurstaðan eins stigs sigur hjá Vestra í háspennuleik og fallbaráttan í deildinni í járnum, lokatölur 77-78. ÍR-ingar komu inn í leikinn úr löngu jólafríi, en þeir léku síðast gegn Njarðvík þann 16. desember, og hafa í millitíðinni misst menn í sóttkví og allskonar bras. Þeir mættu þó fullskipaðir til leiks í kvöld og fóru vel af stað og voru 11 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Igor Maric fór á kostum í byrjun og skoraði 13 af 26 stigum liðsins, klikkaði aðeins úr einu skoti. Það var ekkert gefið eftir.Vísir/Bára Dröfn Gestirnir að vestan voru þó ekki á því að leggja árar í bát og komu sterkir til baka í 2. leikhluta. Vestri vann leikhlutann 16-22 og minnkuðu muninn í eitt stig, 39-38, þegar best lét. Staðan í hálfleik 43-38 og í hálftómu húsinu heyrðist vel fram þegar Friðrik Ingi „tók hárþurrkuna“ á sína menn inni í klefa í hálfleik. Það var sennilega full innistæða fyrir skömmunum því ÍR-ingar virtust vera með leikinn í hendi sér og um það bil að valta yfir gestina en hleyptu þeim inn í hann aftur. Sóknarleikur ÍR-inga var afskaplega handahófskenndur eftir því sem leið á leikinn, ekki ósvipað og hjá Vestra í upphafi. Bosley fór fyrir stigaskori gestanna og setti að lokum 25 stig. Julio Assis setti nokkra stóra þrista, þó í ansi mörgum tilraunum og endaði með 24 stig. Gestirnir unnu 2. og 3. leikhluta samanlagt með 16 stigum og lögðu þar grunninn að sigrinum. Það voru mikil læti í leik kvöldsins.Vísir/Bára Dröfn Einstaklingsframtakið var ráðandi hjá ÍR-ingum í kvöld og fáir ljósir punktar í sókninni. Það var helst Sigvaldi Eggertsson sem var með lífsmarki í seinni hálfleik og var nálægt því að bjarga deginum fyrir ÍR en það dugði ekki til. Af hverju vann Vestri? Gamla klisjan „þeir vildu þetta meira“ á mögulega við í kvöld, en þar fyrir utan þá var varnarleikur Vestra þéttur í kvöld og þeir spiluðu nákvæmlega jafn fast og dómararnir leyfðu, sem fór töluvert í taugarnar á heimamönnum. Hvað gekk illa? Fyrir utan fyrstu 12 mínúturnar eða svo, þá gekk flest allt illa hjá ÍR-ingum í kvöld og fátt sem féll með þeim. Collin Pryor sem hefur verið atkvæðamestur í sóknarleiknum hjá þeim lét lítið fyrir sér fara og alltof oft enduðu sóknir þeirra í handahófskenndu klafsi og lélegum skotum. Hvað gerist næst? Bæði lið eru nú með 3 sigra í deildinni og fallbaráttan galopin. ÍR eiga tvo heimaleiki til viðbótar á næstu dögum, gegn Stjörnunni þann 17. og Breiðabliki þann 21. svo að Friðrik Ingi fær ekki margar æfingar fyrir næsta leik til að fara yfir það sem fór úrskeiðis í kvöld. Vestramenn fá smá pásu og taka svo á móti Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn þann 20. janúar. 27. janúar fara Ísfirðingar svo í höfuðstað Norðurlands og mæta hinu Þórsliðinu, sem vermir botninn í deildinni, en sá leikur gæti orðið lykilleikur í fallbaráttunni framundan. Fyrst og fremst svekktur Friðrik Ingi á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Friðrik Ingi var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir hátt spennustig, enda eldri en tvævetur í þessum bransa. Við spurðum hann um fyrstu viðbrögð eftir leik: „Fyrst og fremst bara svekktur. Þetta gekk ágætlega á köflum í fyrri hálfleik en svo fannst mér forgangsröðin verða röng. Varnarleikurinn varð „sloppy“ og við hleyptum þeim inn í þetta aftur og mér fannst við verða kannski svolítið súrir yfir því að vera ekki að hitta úr ákveðnum skotum. Þeir komast inn í leikinn og fá sjálfstraust svo er þetta bara basl í seinni hálfleik. Alltof margir leikmenn sem voru bara ekki að finna sig í dag.“ Friðrik sagði að það hefði of mikið af smáatriðum verið að klikka en lítið við því að gera: „Við klikkum úr vítaskotum, opnum skotum. Svona er bara staðan. Þetta er bara standið á hópnum akkúrat núna og lítið við því að segja.“ ÍR byrjaði leikinn af krafti en svo smám saman misstu þeir úr leikinn úr höndunum. „Já það er rétt. Mér fannst koma ágætis kafli í 1. leikhluta og í byrjun annars og við náum ágætis forystu en það var alltof auðveldlega sem við létum það frá okkur. Þeir gengu bara á lagið og fengu sjálfstraust og við náðum okkur ekki almennilega til baka. Það hefði kannski gengið með smá heppni hérna í lokin, en ég óska bara Vestra til hamingju, frábær baráttusigur hjá þeim.“ Úrslitin þýða að baráttan við botninn er orðin ansi jöfn. Við spurðum Friðrik hvernig honum litist á framhaldið: „Það er bara áfram harka í þessu. Ég vissi það svo sem þegar ég kom hérna í nóvember að það væru þarna nokkur lið í hnapp í baráttunni í neðri hlutanum. Sú barátta heldur bara áfram. Við höldum áfram og erum að reyna að verða betri. Það var kominn ágætis taktur í þetta hjá okkur á tímabili en svo eru bara hlutir sem við ráðum ekki við sem mögulega setur aðeins strik í reikninginn. En svona er einfaldlega staðan hjá okkur í dag og við náðum ekki að gera okkur mat úr stöðunni í dag og því fór sem fór. Lét leikinn koma til mín og var ekki að þröngva neinu Bosley var sáttur að leik loknum.Vísir/Bára Dröfn Við tókum púlsinn á Ken-Jah Bosley, leikmanni Vestra eftir leik og spurðum hann hvað hefði skapað þennan sigur: „Við lögðum okkur alla fram í vörninni. Það er eitthvað sem við verðum að gera ef við ætlum að vinna leiki. Við erum ekki með mestu dýptina í deildinni og ef við ætlum að eiga séns í leikjum og ekki missa þá frá okkur verðum við að spila hörku vörn og mér fannst við gera það vel í kvöld.“ Á þessum tímapunkti stoppaði viðtalið því liðsfélagar Bosley mættu og böðuðu hann í mikilli sigurvímu. Við komumst þó aftur í takt og ég spurði hann út í hans frammistöðu í kvöld en Bosley var stigahæstur á vellinum í kvöld með 25 stig. „Mér fannst ég eiga góðan leik frá upphafi til enda. Ég lét leikinn koma til mín og var ekki að þröngva neitt. Í þeim leikjum þar sem ég hef ekki náð mér á strik í vetur hef ég verið að gera of mikið af því. Í kvöld lét ég minn leik bara flæða náttúrulega og leyfði hlutnum að koma til mín og það gekk vel. Vonandi get ég gert meira af því í næstu leikjum.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla ÍR Vestri Körfubolti Íslenski körfuboltinn
Það var alvöru fallbaráttuslagur í TM Hellinum í Breiðholtinu í kvöld, þar sem ÍR tók á móti Vestra. Fyrir leikinn voru liðin í 10. og 11. sæti, ÍR með einum sigri meira en Vestri. ÍR-ingar því í sannkölluðu dauðafæri til að slíta sig frá fallbaráttunni og að sama skapi var leikurinn upp á líf og dauða fyrir Vestra í deildinni. Lokaniðurstaðan eins stigs sigur hjá Vestra í háspennuleik og fallbaráttan í deildinni í járnum, lokatölur 77-78. ÍR-ingar komu inn í leikinn úr löngu jólafríi, en þeir léku síðast gegn Njarðvík þann 16. desember, og hafa í millitíðinni misst menn í sóttkví og allskonar bras. Þeir mættu þó fullskipaðir til leiks í kvöld og fóru vel af stað og voru 11 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Igor Maric fór á kostum í byrjun og skoraði 13 af 26 stigum liðsins, klikkaði aðeins úr einu skoti. Það var ekkert gefið eftir.Vísir/Bára Dröfn Gestirnir að vestan voru þó ekki á því að leggja árar í bát og komu sterkir til baka í 2. leikhluta. Vestri vann leikhlutann 16-22 og minnkuðu muninn í eitt stig, 39-38, þegar best lét. Staðan í hálfleik 43-38 og í hálftómu húsinu heyrðist vel fram þegar Friðrik Ingi „tók hárþurrkuna“ á sína menn inni í klefa í hálfleik. Það var sennilega full innistæða fyrir skömmunum því ÍR-ingar virtust vera með leikinn í hendi sér og um það bil að valta yfir gestina en hleyptu þeim inn í hann aftur. Sóknarleikur ÍR-inga var afskaplega handahófskenndur eftir því sem leið á leikinn, ekki ósvipað og hjá Vestra í upphafi. Bosley fór fyrir stigaskori gestanna og setti að lokum 25 stig. Julio Assis setti nokkra stóra þrista, þó í ansi mörgum tilraunum og endaði með 24 stig. Gestirnir unnu 2. og 3. leikhluta samanlagt með 16 stigum og lögðu þar grunninn að sigrinum. Það voru mikil læti í leik kvöldsins.Vísir/Bára Dröfn Einstaklingsframtakið var ráðandi hjá ÍR-ingum í kvöld og fáir ljósir punktar í sókninni. Það var helst Sigvaldi Eggertsson sem var með lífsmarki í seinni hálfleik og var nálægt því að bjarga deginum fyrir ÍR en það dugði ekki til. Af hverju vann Vestri? Gamla klisjan „þeir vildu þetta meira“ á mögulega við í kvöld, en þar fyrir utan þá var varnarleikur Vestra þéttur í kvöld og þeir spiluðu nákvæmlega jafn fast og dómararnir leyfðu, sem fór töluvert í taugarnar á heimamönnum. Hvað gekk illa? Fyrir utan fyrstu 12 mínúturnar eða svo, þá gekk flest allt illa hjá ÍR-ingum í kvöld og fátt sem féll með þeim. Collin Pryor sem hefur verið atkvæðamestur í sóknarleiknum hjá þeim lét lítið fyrir sér fara og alltof oft enduðu sóknir þeirra í handahófskenndu klafsi og lélegum skotum. Hvað gerist næst? Bæði lið eru nú með 3 sigra í deildinni og fallbaráttan galopin. ÍR eiga tvo heimaleiki til viðbótar á næstu dögum, gegn Stjörnunni þann 17. og Breiðabliki þann 21. svo að Friðrik Ingi fær ekki margar æfingar fyrir næsta leik til að fara yfir það sem fór úrskeiðis í kvöld. Vestramenn fá smá pásu og taka svo á móti Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn þann 20. janúar. 27. janúar fara Ísfirðingar svo í höfuðstað Norðurlands og mæta hinu Þórsliðinu, sem vermir botninn í deildinni, en sá leikur gæti orðið lykilleikur í fallbaráttunni framundan. Fyrst og fremst svekktur Friðrik Ingi á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Friðrik Ingi var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir hátt spennustig, enda eldri en tvævetur í þessum bransa. Við spurðum hann um fyrstu viðbrögð eftir leik: „Fyrst og fremst bara svekktur. Þetta gekk ágætlega á köflum í fyrri hálfleik en svo fannst mér forgangsröðin verða röng. Varnarleikurinn varð „sloppy“ og við hleyptum þeim inn í þetta aftur og mér fannst við verða kannski svolítið súrir yfir því að vera ekki að hitta úr ákveðnum skotum. Þeir komast inn í leikinn og fá sjálfstraust svo er þetta bara basl í seinni hálfleik. Alltof margir leikmenn sem voru bara ekki að finna sig í dag.“ Friðrik sagði að það hefði of mikið af smáatriðum verið að klikka en lítið við því að gera: „Við klikkum úr vítaskotum, opnum skotum. Svona er bara staðan. Þetta er bara standið á hópnum akkúrat núna og lítið við því að segja.“ ÍR byrjaði leikinn af krafti en svo smám saman misstu þeir úr leikinn úr höndunum. „Já það er rétt. Mér fannst koma ágætis kafli í 1. leikhluta og í byrjun annars og við náum ágætis forystu en það var alltof auðveldlega sem við létum það frá okkur. Þeir gengu bara á lagið og fengu sjálfstraust og við náðum okkur ekki almennilega til baka. Það hefði kannski gengið með smá heppni hérna í lokin, en ég óska bara Vestra til hamingju, frábær baráttusigur hjá þeim.“ Úrslitin þýða að baráttan við botninn er orðin ansi jöfn. Við spurðum Friðrik hvernig honum litist á framhaldið: „Það er bara áfram harka í þessu. Ég vissi það svo sem þegar ég kom hérna í nóvember að það væru þarna nokkur lið í hnapp í baráttunni í neðri hlutanum. Sú barátta heldur bara áfram. Við höldum áfram og erum að reyna að verða betri. Það var kominn ágætis taktur í þetta hjá okkur á tímabili en svo eru bara hlutir sem við ráðum ekki við sem mögulega setur aðeins strik í reikninginn. En svona er einfaldlega staðan hjá okkur í dag og við náðum ekki að gera okkur mat úr stöðunni í dag og því fór sem fór. Lét leikinn koma til mín og var ekki að þröngva neinu Bosley var sáttur að leik loknum.Vísir/Bára Dröfn Við tókum púlsinn á Ken-Jah Bosley, leikmanni Vestra eftir leik og spurðum hann hvað hefði skapað þennan sigur: „Við lögðum okkur alla fram í vörninni. Það er eitthvað sem við verðum að gera ef við ætlum að vinna leiki. Við erum ekki með mestu dýptina í deildinni og ef við ætlum að eiga séns í leikjum og ekki missa þá frá okkur verðum við að spila hörku vörn og mér fannst við gera það vel í kvöld.“ Á þessum tímapunkti stoppaði viðtalið því liðsfélagar Bosley mættu og böðuðu hann í mikilli sigurvímu. Við komumst þó aftur í takt og ég spurði hann út í hans frammistöðu í kvöld en Bosley var stigahæstur á vellinum í kvöld með 25 stig. „Mér fannst ég eiga góðan leik frá upphafi til enda. Ég lét leikinn koma til mín og var ekki að þröngva neitt. Í þeim leikjum þar sem ég hef ekki náð mér á strik í vetur hef ég verið að gera of mikið af því. Í kvöld lét ég minn leik bara flæða náttúrulega og leyfði hlutnum að koma til mín og það gekk vel. Vonandi get ég gert meira af því í næstu leikjum.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum