„Þetta er gjörsamlega út í hött“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2022 18:28 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er alls ekki sáttur við svar stjórnar Persónuverndar sem stofnunin sendi Íslenskri erfðagreiningu fyrr í dag. Hann segir Persónuvernd hafa sýnt ómældan sóðaskap og hyggst leita til dómstóla. Stjórn Persónuverndar birti bréf í dag vegna ummæla Kára um ákvörðun Persónuverndar. Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að vinnsla Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. „Við lítum svo á að það sé alveg ómældur sóðaskapur af þessu stjórnvaldi að þegar við erum á bólakafi í að reyna að hjálpa sóttvarnayfirvöldum að takast á við faraldurinn að þau sjái ástæðu til að leggjast í frumkvæðisathugun á því hvernig þessi hjálp hefur verið reidd fram,“ segir Kári í viðtali í Reykjavík Síðdegis. Kári áður fordæmt Persónuvernd Kári hefur áður sagt að Persónuvernd haldi því fram að stjórnvaldið viti betur en landlæknir, sóttvarnalæknir og yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, um vinnuna sem fram fór þegar blóðsýni voru tekin úr Covid-sjúklingum í apríl á síðasta ári. „Við skulum orða það þannig að þetta er ekki beinlínis gjörningur sem gerir það að verkum að það eigi að vera auðvelt fyrir fólk að leggjast á árarnar þegar þörf krefur. Þetta er gjörsamlega út í hött og ekki nokkur möguleiki að halda því fram að þarna hafi Persónuvernd verið að stjórna sínu samfélagi. Þetta bréf bendir til þess að stjórn Persónuverndar sé enn þá ruglaðari en ég hélt,“ segir Kári. Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Íslensk erfðagreining Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Tengdar fréttir Persónuvernd svarar Kára Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög. 13. janúar 2022 12:52 „Það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), hefur dregið til baka fyrri ummæli sín um að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt fyrirtækinu neinn stuðning í deilunni við Persónuvernd. Hann segir að sú túlkun hafi byggt á misskilningi. 5. janúar 2022 12:59 Lögfræðingar virðuleg stétt en skilja ekki vísindarannsóknir Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir Íslenska erfðagreiningu að sögn Kára Stefánssonar ef úrskurður Persónuverndar um að fyrirtækið hafi brotið lög stendur. Sóttvarnalæknir segir úrskurðinn ekki breyta viðhorfi hans til fyrirtækisins. 3. desember 2021 19:13 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Stjórn Persónuverndar birti bréf í dag vegna ummæla Kára um ákvörðun Persónuverndar. Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að vinnsla Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. „Við lítum svo á að það sé alveg ómældur sóðaskapur af þessu stjórnvaldi að þegar við erum á bólakafi í að reyna að hjálpa sóttvarnayfirvöldum að takast á við faraldurinn að þau sjái ástæðu til að leggjast í frumkvæðisathugun á því hvernig þessi hjálp hefur verið reidd fram,“ segir Kári í viðtali í Reykjavík Síðdegis. Kári áður fordæmt Persónuvernd Kári hefur áður sagt að Persónuvernd haldi því fram að stjórnvaldið viti betur en landlæknir, sóttvarnalæknir og yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, um vinnuna sem fram fór þegar blóðsýni voru tekin úr Covid-sjúklingum í apríl á síðasta ári. „Við skulum orða það þannig að þetta er ekki beinlínis gjörningur sem gerir það að verkum að það eigi að vera auðvelt fyrir fólk að leggjast á árarnar þegar þörf krefur. Þetta er gjörsamlega út í hött og ekki nokkur möguleiki að halda því fram að þarna hafi Persónuvernd verið að stjórna sínu samfélagi. Þetta bréf bendir til þess að stjórn Persónuverndar sé enn þá ruglaðari en ég hélt,“ segir Kári. Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Íslensk erfðagreining Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Tengdar fréttir Persónuvernd svarar Kára Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög. 13. janúar 2022 12:52 „Það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), hefur dregið til baka fyrri ummæli sín um að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt fyrirtækinu neinn stuðning í deilunni við Persónuvernd. Hann segir að sú túlkun hafi byggt á misskilningi. 5. janúar 2022 12:59 Lögfræðingar virðuleg stétt en skilja ekki vísindarannsóknir Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir Íslenska erfðagreiningu að sögn Kára Stefánssonar ef úrskurður Persónuverndar um að fyrirtækið hafi brotið lög stendur. Sóttvarnalæknir segir úrskurðinn ekki breyta viðhorfi hans til fyrirtækisins. 3. desember 2021 19:13 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Persónuvernd svarar Kára Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög. 13. janúar 2022 12:52
„Það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), hefur dregið til baka fyrri ummæli sín um að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt fyrirtækinu neinn stuðning í deilunni við Persónuvernd. Hann segir að sú túlkun hafi byggt á misskilningi. 5. janúar 2022 12:59
Lögfræðingar virðuleg stétt en skilja ekki vísindarannsóknir Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir Íslenska erfðagreiningu að sögn Kára Stefánssonar ef úrskurður Persónuverndar um að fyrirtækið hafi brotið lög stendur. Sóttvarnalæknir segir úrskurðinn ekki breyta viðhorfi hans til fyrirtækisins. 3. desember 2021 19:13