Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2022 16:44 Um áttatíu leikskólapláss eru á Sæborg. Reykjavíkurborg 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. „Þetta er stór hluti. Við erum bara að kortleggja málið og fara yfir þetta núna,“ segir Ásta Kristín Svavarsdóttir, leikskólastjóri Sæborgar, í samtali við Vísi. Eru nú flest börn og starfsmenn á tveimur deildum komin í einangrun. Ákveðið var að loka leikskólanum í tvo daga þar sem ekki er nægt starfsfólk til að manna einu deildina sem er hvorki í einangrun né sóttkví. „Nær allir sem ég hef heyrt í eru með lítil sem engin einkenni, fólk er ekki alvarlega veikt, hvorki börn né starfsfólk. Það er einn sem var frekar hastarlega veikur í starfsmannahópnum í tvo, þrjá daga en núna er hann allur að koma til,“ segir Ásta. Fara í sýnatöku um helgina „Það eina sem maður getur gert er að gera það besta í aðstæðunum og sem betur fer vinna leikskólastjórar vel saman og ég hef fengið rosalega góðan stuðning hjá mínum yfirmönnum. Þetta er óþægileg staða og skrítið að skólinn sé lokaður,“ segir Ásta. Hún hafi sömuleiðis átt í góðum samskiptum við rakningateymi almannavarna og fundið fyrir stuðningi frá þeim. Deildin sem lenti í sóttkví í dag fer í sýnatöku á laugardag og því er ekki útilokað að enn eigi eftir að bætast í hóp smitaðra á Sæborg. Loka hefur þurft fleiri leikskólum á landinu í dag. Í Grindavík voru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum Laut, öðrum tveggja í bænum, beðnir um að sækja börnin sín vegna þess að starfsmaður hafði greinst smitaður. Leikskólanum verður lokað fram yfir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
„Þetta er stór hluti. Við erum bara að kortleggja málið og fara yfir þetta núna,“ segir Ásta Kristín Svavarsdóttir, leikskólastjóri Sæborgar, í samtali við Vísi. Eru nú flest börn og starfsmenn á tveimur deildum komin í einangrun. Ákveðið var að loka leikskólanum í tvo daga þar sem ekki er nægt starfsfólk til að manna einu deildina sem er hvorki í einangrun né sóttkví. „Nær allir sem ég hef heyrt í eru með lítil sem engin einkenni, fólk er ekki alvarlega veikt, hvorki börn né starfsfólk. Það er einn sem var frekar hastarlega veikur í starfsmannahópnum í tvo, þrjá daga en núna er hann allur að koma til,“ segir Ásta. Fara í sýnatöku um helgina „Það eina sem maður getur gert er að gera það besta í aðstæðunum og sem betur fer vinna leikskólastjórar vel saman og ég hef fengið rosalega góðan stuðning hjá mínum yfirmönnum. Þetta er óþægileg staða og skrítið að skólinn sé lokaður,“ segir Ásta. Hún hafi sömuleiðis átt í góðum samskiptum við rakningateymi almannavarna og fundið fyrir stuðningi frá þeim. Deildin sem lenti í sóttkví í dag fer í sýnatöku á laugardag og því er ekki útilokað að enn eigi eftir að bætast í hóp smitaðra á Sæborg. Loka hefur þurft fleiri leikskólum á landinu í dag. Í Grindavík voru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum Laut, öðrum tveggja í bænum, beðnir um að sækja börnin sín vegna þess að starfsmaður hafði greinst smitaður. Leikskólanum verður lokað fram yfir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira