Bretar stytta einangrun úr sjö dögum í fimm Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2022 12:44 Sajid Javid er heilbrigðisráðherra Bretlands. Leon Neal/Getty Fólk sem greinist með Covid-19 á Englandi þarf einungis að sæta einangrun í fimm daga að lágmarki í stað sjö frá og með næsta mánudegi. Þetta tilkynnti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Breta, í neðri málstofu breska þingsins í dag. Útskrift úr einangrun verður áfram háð því að einstaklingar geti framvísað tveimur neikvæðum hraðprófum við lok tímabilsins. Fram að þessu gat fólk losnað úr einangrun á áttunda degi ef það fékk neikvæða niðurstöðu á sjötta og sjöunda degi. Ráðherrar telja að stytting einangrunar muni draga úr umfangsmiklum starfsmannavanda í heilbrigðiskerfinu, samgöngum og skólum, þar sem mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví og einangrun getur raskað mikilvægri grunnþjónustu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Javid sagði í skýrslu sem hann flutti á þinginu að gögn frá Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands bendi til að tveir af hverjum þremur einstaklingum sem greinist með Covid-19 séu ekki lengur smitandi eftir fimm daga í einangrun. Vonast stjórnvöld til þess að geta gripið aðra með notkun hraðprófa. Hraðprófin ná ekki öllum Heilbrigðisráðherrann sagði að markmiðið með breytingunni væri að hámarka virkni fólks í efnahagslífinu og menntakerfinu. Á sama tíma sé dregið úr hættunni á því að fólk útsetji aðra eftir að það losnar úr einangrun. Javid bætti við að 79% fullorðinna Breta sem hafi verið boðinn örvunarskammtur hafi nú fengið hann og yfir 91% í aldurshópnum 50 ára og eldri. Sérfræðingar hafa bent á að hraðpróf nái ekki öllum þeim sem séu enn smitandi að lokinni einangrun. Gögn benda til að mynda til að tveir af hverjum fimm sem hafi losnað úr einangrun eftir sjö daga að undangengnum hraðprófum hafi enn verið smitandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira
Útskrift úr einangrun verður áfram háð því að einstaklingar geti framvísað tveimur neikvæðum hraðprófum við lok tímabilsins. Fram að þessu gat fólk losnað úr einangrun á áttunda degi ef það fékk neikvæða niðurstöðu á sjötta og sjöunda degi. Ráðherrar telja að stytting einangrunar muni draga úr umfangsmiklum starfsmannavanda í heilbrigðiskerfinu, samgöngum og skólum, þar sem mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví og einangrun getur raskað mikilvægri grunnþjónustu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Javid sagði í skýrslu sem hann flutti á þinginu að gögn frá Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands bendi til að tveir af hverjum þremur einstaklingum sem greinist með Covid-19 séu ekki lengur smitandi eftir fimm daga í einangrun. Vonast stjórnvöld til þess að geta gripið aðra með notkun hraðprófa. Hraðprófin ná ekki öllum Heilbrigðisráðherrann sagði að markmiðið með breytingunni væri að hámarka virkni fólks í efnahagslífinu og menntakerfinu. Á sama tíma sé dregið úr hættunni á því að fólk útsetji aðra eftir að það losnar úr einangrun. Javid bætti við að 79% fullorðinna Breta sem hafi verið boðinn örvunarskammtur hafi nú fengið hann og yfir 91% í aldurshópnum 50 ára og eldri. Sérfræðingar hafa bent á að hraðpróf nái ekki öllum þeim sem séu enn smitandi að lokinni einangrun. Gögn benda til að mynda til að tveir af hverjum fimm sem hafi losnað úr einangrun eftir sjö daga að undangengnum hraðprófum hafi enn verið smitandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira