Spá hjaðnandi verðbólgu Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2022 11:57 Verð á mat- og drykkjavörum hækkaði um 0,7% milli nóvember og desember samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að vísitala neysluverðs lækki um 0,2% í janúar og tólf mánaða verðbólga mælist 5,0% í janúar. Hún var 5,1% í desember. Telur Greining Íslandsbanka að verðbólga muni hjaðna jafnt og þétt á þessu ári og vera við 2,5% markmið Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs. Landsbankinn spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% í febrúar og hækki síðan um 0,3% í mars og apríl. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 4,3% í apríl en verðbólga án húsnæðis 2,8%. Að sögn bankanna munu árstíðabundnar útsölur að venju hafa áhrif á verðlagsþróunina í janúar en á móti komi hinar ýmsu hækkanir á gjaldskrám og opinberum gjöldum. Þá hafi verð á mat og drykkjarvörum farið hækkandi. Landsbankinn spáir því að útsölur á fötum og skóm annars vegar og húsgögnum og heimilisbúnaði hins vegar muni leiða til 0,58% lækkunar á vísitölu neysluverðs. Samkvæmt mælingum Íslandsbanka lækka húsgögn og heimilisbúnaður um 3,8% í janúar og fatnaður og skór um 6,1%. Telur bankinn að samanlögð áhrif þessara tveggja liða á vísitölu neysluverðs verði 0,58% til lækkunar. Greining Íslandsbanka segir að húsnæðisliðurinn vegi enn þungt til hækkunar í vísitölu neysluverðs en húsnæðisverð hækkaði skarpt á seinasta ári. „Í síðasta mánuði hækkaði reiknaða húsaleigan um 0,6% sem er hægari hækkun en verið hefur lengst af á síðasta ári. Við spáum svipuðum hækkunartakti í janúar og teljum að reiknaða húsaleigan hækki um 0,7% milli mánaða. Hugsanlega eru hér merki um að farið sé að hægja á hækkunartaktinum á íbúðamarkaðnum,“ segir í samantekt Íslandsbanka. Ýmsir mælikvarðar bendi þó til þess að eftirspurn á íbúðamarkaði sé enn með mesta móti. Framboð íbúða er lítið, sölutími stuttur og margar íbúðir seljast yfir ásettu verði. Verðlag Tengdar fréttir Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. 13. janúar 2022 10:35 Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. 21. desember 2021 13:01 Verðbólgan eykst í 5,1 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent. 21. desember 2021 09:51 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Telur Greining Íslandsbanka að verðbólga muni hjaðna jafnt og þétt á þessu ári og vera við 2,5% markmið Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs. Landsbankinn spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% í febrúar og hækki síðan um 0,3% í mars og apríl. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 4,3% í apríl en verðbólga án húsnæðis 2,8%. Að sögn bankanna munu árstíðabundnar útsölur að venju hafa áhrif á verðlagsþróunina í janúar en á móti komi hinar ýmsu hækkanir á gjaldskrám og opinberum gjöldum. Þá hafi verð á mat og drykkjarvörum farið hækkandi. Landsbankinn spáir því að útsölur á fötum og skóm annars vegar og húsgögnum og heimilisbúnaði hins vegar muni leiða til 0,58% lækkunar á vísitölu neysluverðs. Samkvæmt mælingum Íslandsbanka lækka húsgögn og heimilisbúnaður um 3,8% í janúar og fatnaður og skór um 6,1%. Telur bankinn að samanlögð áhrif þessara tveggja liða á vísitölu neysluverðs verði 0,58% til lækkunar. Greining Íslandsbanka segir að húsnæðisliðurinn vegi enn þungt til hækkunar í vísitölu neysluverðs en húsnæðisverð hækkaði skarpt á seinasta ári. „Í síðasta mánuði hækkaði reiknaða húsaleigan um 0,6% sem er hægari hækkun en verið hefur lengst af á síðasta ári. Við spáum svipuðum hækkunartakti í janúar og teljum að reiknaða húsaleigan hækki um 0,7% milli mánaða. Hugsanlega eru hér merki um að farið sé að hægja á hækkunartaktinum á íbúðamarkaðnum,“ segir í samantekt Íslandsbanka. Ýmsir mælikvarðar bendi þó til þess að eftirspurn á íbúðamarkaði sé enn með mesta móti. Framboð íbúða er lítið, sölutími stuttur og margar íbúðir seljast yfir ásettu verði.
Verðlag Tengdar fréttir Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. 13. janúar 2022 10:35 Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. 21. desember 2021 13:01 Verðbólgan eykst í 5,1 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent. 21. desember 2021 09:51 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. 13. janúar 2022 10:35
Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. 21. desember 2021 13:01
Verðbólgan eykst í 5,1 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent. 21. desember 2021 09:51