Ronnie Spector söngkona Ronettes er dáin Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2022 23:50 Ronnie Spector árið 2010. AP/Peter Kramer Söngkonan Ronnie Spector, sem leiddi hljómsveitina The Ronettes og er hvað þekktust fyrir lög eins og Be My Baby og Baby I Love You, er dáin. Hún var 78 ára gömul. Í tilkynningu frá fjölskyldu hennar segir að Spector hafi glímt við krabbamein og hún hafi látist í faðmi fjölskyldu hennar. Þar segir einnig að Spector hafi ávallt verið með bros á vör og full ástar og þakklætis. Hún er einnig þekkt fyrir ofbeldisfullt hjónaband hennar við morðingjann Phil Spector sem beitti hana ofbeldi. Hann var framleiðandi Ronettes en dó í janúar i fyrra. Spector fæddist í New York árið 1943. Hún stofnaði Ronettes árið 1957 og söng með Estelle Bennett, eldri systur sinni, og Nedra Talley, frænku sinni. Samkvæmt frétt Guardian gekk þeim þó ekki vel í fyrstu. Það var svo eftir þær byrjuðu að vinna með Phil Spector sem þær gáfu út lagið Be My Baby. Það varð fyrsti slagarinn þeirra og náði í annað sæti á listum Bandaríkjanna árið 1963. „Við vorum ekki hræddar við að sýna kynþokka,“ hefur AP fréttaveitan eftir Spector. Árið 1966 fylgdu þær Bítlunum á ferð um Bandaríkin og sömuleiðis Rolling Stones. Samstarfi hljómsveitarinnar var svo slitið árið 1967 og reyndi Spector að feta eigin slóðir. Hún gaf áfram út mikið af lögum en þau náðu aldrei sömu hæðum og lög Ronettes. Þá reyndi hún einnig að endurvekja Ronettes á áttunda áratugnum með nýjum söngkonum en það gekk ekki heldur. Það var árið 1963 sem hún hóf samband við Phil Spector, sem þá var giftur. Hann skildi við eiginkonu sína árið 1965 og giftist henni árið 1968. Á næstu árum beitti hann hana ofbeldi og hélt hennar meðal annars fanginni á heimili þeirra og hótaði að myrða hana. Árið 1972 tókst henni að flýja af heimilinu, berfætt, en Phil Spector leyfði henni ekki að eiga skó, samkvæmt frétt Guardian. Eftir það stóð hún og hinar söngkonur Ronettes í fimmtán ára baráttu gegn Phil Spector fyrir dómstólum um stefgjöld vegna laga hljómsveitarinnar. Árið 2000 komst dómari að þeirri niðurstöðu að Phil Spector skuldaði þeim 2,6 milljónir dala. Þeim úrskurði var þó snúið árið 2002 þegar ljóst varð að þær höfðu skrifað undir skjal og veitt Phil Spector réttinn að lögum þeirra. Hæstiréttur New York úrskurðaði svo árið 2006 að þær ættu að fá peninga frá Phil Spector og hann ætti að greiða þeim stefgjöld árlega. Spector giftist Jonathan Greenfield árið 1982 og eignaðist með honum tvo syni. Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Þar segir einnig að Spector hafi ávallt verið með bros á vör og full ástar og þakklætis. Hún er einnig þekkt fyrir ofbeldisfullt hjónaband hennar við morðingjann Phil Spector sem beitti hana ofbeldi. Hann var framleiðandi Ronettes en dó í janúar i fyrra. Spector fæddist í New York árið 1943. Hún stofnaði Ronettes árið 1957 og söng með Estelle Bennett, eldri systur sinni, og Nedra Talley, frænku sinni. Samkvæmt frétt Guardian gekk þeim þó ekki vel í fyrstu. Það var svo eftir þær byrjuðu að vinna með Phil Spector sem þær gáfu út lagið Be My Baby. Það varð fyrsti slagarinn þeirra og náði í annað sæti á listum Bandaríkjanna árið 1963. „Við vorum ekki hræddar við að sýna kynþokka,“ hefur AP fréttaveitan eftir Spector. Árið 1966 fylgdu þær Bítlunum á ferð um Bandaríkin og sömuleiðis Rolling Stones. Samstarfi hljómsveitarinnar var svo slitið árið 1967 og reyndi Spector að feta eigin slóðir. Hún gaf áfram út mikið af lögum en þau náðu aldrei sömu hæðum og lög Ronettes. Þá reyndi hún einnig að endurvekja Ronettes á áttunda áratugnum með nýjum söngkonum en það gekk ekki heldur. Það var árið 1963 sem hún hóf samband við Phil Spector, sem þá var giftur. Hann skildi við eiginkonu sína árið 1965 og giftist henni árið 1968. Á næstu árum beitti hann hana ofbeldi og hélt hennar meðal annars fanginni á heimili þeirra og hótaði að myrða hana. Árið 1972 tókst henni að flýja af heimilinu, berfætt, en Phil Spector leyfði henni ekki að eiga skó, samkvæmt frétt Guardian. Eftir það stóð hún og hinar söngkonur Ronettes í fimmtán ára baráttu gegn Phil Spector fyrir dómstólum um stefgjöld vegna laga hljómsveitarinnar. Árið 2000 komst dómari að þeirri niðurstöðu að Phil Spector skuldaði þeim 2,6 milljónir dala. Þeim úrskurði var þó snúið árið 2002 þegar ljóst varð að þær höfðu skrifað undir skjal og veitt Phil Spector réttinn að lögum þeirra. Hæstiréttur New York úrskurðaði svo árið 2006 að þær ættu að fá peninga frá Phil Spector og hann ætti að greiða þeim stefgjöld árlega. Spector giftist Jonathan Greenfield árið 1982 og eignaðist með honum tvo syni.
Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila