Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni Indriði Stefánsson skrifar 13. janúar 2022 07:00 Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur enn ekki tekist að standa vörð um hagsmuni kjósenda í Suðvesturkjördæmi. Atkvæðavægi Lengi hafa kjósendur Suðvesturkjördæmis búið einir kjósenda á landinu við skert atkvæðavægi. Í síðustu kosningum gilti atkvæði í Norðvesturkjördæmi 110% á við atkvæði í Suðvesturkjördæmi og því komið að leiðréttingu samkvæmt stjórnarskrá. Miðað við vef Alþingis er sú breyting nú horfin með lögum sem fallin eru úr gildi. Á Íslandi eru 6 kjördæmi sem skiptast í 2 hópa, þau sem eru með nokkuð jafnt atkvæðavægi og hin sem eru með mjög skakkt atkvæðavægi. Við síðustu kosningar var Norðvestur með 150% af landsmeðaltali, Norðaustur með 135% af landsmeðaltali og síðan Suðvestur með 71% af landsmeðaltali. Allt er þetta ákvörðun stjórnmálamanna og krefst ekki breytinga á stjórnarskrá, bara á kosningalögum. Ófullnægjandi breytingarákvæði Í kosningalögum eru ákvæði um að Landskjörstjórn skuli eftir hverjar almennar kosningar leiðrétta ójafnvægi atkvæða ef atkvæði í einu kjördæmi vegur meira en tvöfalt þyngra en atkvæði í öðru kjördæmi. Leiðréttingin má þó rétt aðeins sjá til þess að atkvæðavægið sé ekki tvöfalt. Við síðustu kosningar var það gert, þingmannafjöldinn var uppfærður þannig að hlutfallið yrði ekki lengur tvöfalt. Síðan þá hafa tekið gildi ný kosningalög og þar er þingmannafjöldinn sem birtur er á vef Alþingis enn sá sami og fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem ekki hafi verið reiknað með uppfærslunni sem hefði þó átt að blasa við. Það sem er þó mun óskiljanlegra er að við endurskoðun kosningalaga hafi tækifærið ekki verið nýtt til að jafna atkvæðavægið meira. Því eftir breytinguna sem nú er horfin verður Norðaustur áfram með 135% af landsmeðaltali, sem er 75% meira en Suðvestur, og Norðvestur skammt á eftir með 71% meira. Þá hefði mátt breyta því fyrirkomulagi að uppfæra ekki þingmannaskiptinguna fyrr en eftir kosningar. Það er hreinlega eins og það sé sátt meðal meirihluta Alþingismanna að kjósendur í Suðvestur fái bara færri þingmenn fyrir atkvæðin sín en aðrir landsmenn. Auðveldlega má ná fram breytingum þannig að ekkert kjördæmi hefði meira en 12,5% forskot á annað - án breytinga á stjórnarskrá. Þá fengi Suðvestur 17, Reykjavík áfram 11 í hvoru kjördæmi, Suður fengi áfram 10, Norðaustur 8 og Norðvestur 6. Þó þyrfti að færa einn uppbótarmann frá Norðvestur til Suðvestur, Norðuraustur og Norðvestur hefðu eftir sem áður mest atkvæðavægi og Suðvestur minnst. Illskiljanlegt og ósanngjarnt kerfi Kosningakerfið er bæði flókið og ósanngjarnt. Það hyglar stórum flokkum á kostnað þeirra minni, fjölmennasta kjördæmið þarf að búa við gríðarlegan lýðræðishalla og við þetta bætist að flokkar fá ítrekað auka þingmenn á kostnað annarra flokka. Til að koma í veg fyrir það væri hægt að fjölga jöfnunarþingmönnum eða jafna atkvæðavægi. Báðar leiðir eru færar en báðar krefjast þess að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum þar sem atkvæðavægi er ójafnt. Hvað er til ráða? Öfugt við vandamál tengd náttúruhamförum eða farsóttum þarf hvorki framfarir í vísindum né að stór hópur fólks setji sig í hættu til að takast á við þennan vanda. Til þess þarf bara pólitískan vilja, til þess þarf að kjósa flokka sem vilja standa vörð um lýðræðið. Óháð því hvort eða hvernig tekst að skila stjórnarskrárbundnu leiðréttingunni er staðan óviðunandi. Eins og svo oft þá eru flokkar sem vilja breyta þessu en geta ekki og aðrir sem geta það en vilja ekki. Vilji kjósendur hins vegar breyta þessu þurfa þeir að kjósa breytingar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Suðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur enn ekki tekist að standa vörð um hagsmuni kjósenda í Suðvesturkjördæmi. Atkvæðavægi Lengi hafa kjósendur Suðvesturkjördæmis búið einir kjósenda á landinu við skert atkvæðavægi. Í síðustu kosningum gilti atkvæði í Norðvesturkjördæmi 110% á við atkvæði í Suðvesturkjördæmi og því komið að leiðréttingu samkvæmt stjórnarskrá. Miðað við vef Alþingis er sú breyting nú horfin með lögum sem fallin eru úr gildi. Á Íslandi eru 6 kjördæmi sem skiptast í 2 hópa, þau sem eru með nokkuð jafnt atkvæðavægi og hin sem eru með mjög skakkt atkvæðavægi. Við síðustu kosningar var Norðvestur með 150% af landsmeðaltali, Norðaustur með 135% af landsmeðaltali og síðan Suðvestur með 71% af landsmeðaltali. Allt er þetta ákvörðun stjórnmálamanna og krefst ekki breytinga á stjórnarskrá, bara á kosningalögum. Ófullnægjandi breytingarákvæði Í kosningalögum eru ákvæði um að Landskjörstjórn skuli eftir hverjar almennar kosningar leiðrétta ójafnvægi atkvæða ef atkvæði í einu kjördæmi vegur meira en tvöfalt þyngra en atkvæði í öðru kjördæmi. Leiðréttingin má þó rétt aðeins sjá til þess að atkvæðavægið sé ekki tvöfalt. Við síðustu kosningar var það gert, þingmannafjöldinn var uppfærður þannig að hlutfallið yrði ekki lengur tvöfalt. Síðan þá hafa tekið gildi ný kosningalög og þar er þingmannafjöldinn sem birtur er á vef Alþingis enn sá sami og fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem ekki hafi verið reiknað með uppfærslunni sem hefði þó átt að blasa við. Það sem er þó mun óskiljanlegra er að við endurskoðun kosningalaga hafi tækifærið ekki verið nýtt til að jafna atkvæðavægið meira. Því eftir breytinguna sem nú er horfin verður Norðaustur áfram með 135% af landsmeðaltali, sem er 75% meira en Suðvestur, og Norðvestur skammt á eftir með 71% meira. Þá hefði mátt breyta því fyrirkomulagi að uppfæra ekki þingmannaskiptinguna fyrr en eftir kosningar. Það er hreinlega eins og það sé sátt meðal meirihluta Alþingismanna að kjósendur í Suðvestur fái bara færri þingmenn fyrir atkvæðin sín en aðrir landsmenn. Auðveldlega má ná fram breytingum þannig að ekkert kjördæmi hefði meira en 12,5% forskot á annað - án breytinga á stjórnarskrá. Þá fengi Suðvestur 17, Reykjavík áfram 11 í hvoru kjördæmi, Suður fengi áfram 10, Norðaustur 8 og Norðvestur 6. Þó þyrfti að færa einn uppbótarmann frá Norðvestur til Suðvestur, Norðuraustur og Norðvestur hefðu eftir sem áður mest atkvæðavægi og Suðvestur minnst. Illskiljanlegt og ósanngjarnt kerfi Kosningakerfið er bæði flókið og ósanngjarnt. Það hyglar stórum flokkum á kostnað þeirra minni, fjölmennasta kjördæmið þarf að búa við gríðarlegan lýðræðishalla og við þetta bætist að flokkar fá ítrekað auka þingmenn á kostnað annarra flokka. Til að koma í veg fyrir það væri hægt að fjölga jöfnunarþingmönnum eða jafna atkvæðavægi. Báðar leiðir eru færar en báðar krefjast þess að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum þar sem atkvæðavægi er ójafnt. Hvað er til ráða? Öfugt við vandamál tengd náttúruhamförum eða farsóttum þarf hvorki framfarir í vísindum né að stór hópur fólks setji sig í hættu til að takast á við þennan vanda. Til þess þarf bara pólitískan vilja, til þess þarf að kjósa flokka sem vilja standa vörð um lýðræðið. Óháð því hvort eða hvernig tekst að skila stjórnarskrárbundnu leiðréttingunni er staðan óviðunandi. Eins og svo oft þá eru flokkar sem vilja breyta þessu en geta ekki og aðrir sem geta það en vilja ekki. Vilji kjósendur hins vegar breyta þessu þurfa þeir að kjósa breytingar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun