Sara fékk hlýjar móttökur: „Súrrealískt að eiga núna barn“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2022 15:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og sjúkraþjálfari Lyon glaðbeitt á æfingu. Sara mun þurfa að verja miklum tíma í séræfingar til að geta byrjað að spila fyrir Lyon og íslenska landsliðið að nýju. Skjáskot/@olfeminin og @sarabjork90 Sara Björk Gunnarsdóttir hélt stutta tölu fyrir samherja sína í franska stórliðinu Lyon eftir að hún sneri aftur til félagsins úr barneignaleyfi. Hún er byrjuð að æfa að nýju og tilbúin að leggja hart að sér en þarf einnig að hlusta vandlega á líkamann. „Það tekur svolítinn tíma fyrir mig en ég get ekki beðið eftir því að snúa aftur á völlinn með ykkur,“ sagði Sara í ræðu sinni fyrir liðsfélagana, eins og sjá má á myndskeiði sem Lyon birti á samfélagsmiðlum. @sarabjork18 Plongez au c ur de la reprise de notre Islandaise et retrouvez ses premiers mots depuis son retour à Lyon ! Toutes les images exclusives sont sur @OLPLAY_Officiel https://t.co/6BIUBFos6p pic.twitter.com/li8wNHXhBb— OL Féminin (@OLfeminin) January 11, 2022 Sara fæddi soninn Ragnar Frank 16. nóvember og er nú, innan við tveimur mánuðum síðar, byrjuð að taka á því í sérþjálfun hjá Lyon. Þessi 31 árs gamla knattspyrnukona vonast til að geta keppt á EM í Englandi í sumar. „Ég er svakalega ánægð með að vera mætt aftur. Þetta var orðinn langur tími og ég hef saknað liðsins og þess að vera í kringum liðsfélagana í búningsklefanum. Það er mjög gott en ég veit að ég á langt í land. Vonandi ekki of langt. Ég mun leggja hart að mér og vonandi verð ég fljótlega aftur á vellinum með stelpunum,“ sagði Sara í myndbandinu sem Lyon birti. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) „Mikið hormónaflæði og mikið af tilfinningum“ Hún nýtur þess í botn að vera orðin móðir og kveðst afar þakklát fyrir að geta jafnframt haldið áfram að spila sem atvinnumaður, hjá einu albesta liði heims: „Það er mikið hormónaflæði og mikið af tilfinningum. Það er svolítið súrrealískt að eiga núna barn. En það er líka stórkostleg tilfinning – sú besta sem maður getur ímyndað sér. Ég held að aðeins mæður geti tengt við það. En ég er svo þakklát fyrir að geta verið móðir en samt haldið áfram að spila sem atvinnumaður. Við tökum stöðuna frá degi til dags og ég þarf að hlusta mjög vandlega á líkamann minn, og gæta þess hve hratt ég fer. Við tökum stöðuna dag frá degi, viku frá viku, og sjáum hvernig mér líður,“ sagði Sara og bætti við: „Það er dásamlegt að koma aftur og fá þessar móttökur frá öllum. Á vissan hátt var eins og að ég hefði aldrei farið neitt. Þegar maður er á Íslandi þá er maður svolítið fjarri félaginu og liðsfélögunum en ég fékk fullt af góðum skilaboðum frá þeim á meðgöngunni. En það er dásamlegt að fá þessar góðu móttökur og vita að allir hérna styðja við bakið á mér.“ Franski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Norska súperstjarnan tók mynd af Söru og syninum á æfingasvæði Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er komin aftur til Lyon eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. 10. janúar 2022 23:01 Sara Björk og Árni búin að gefa stráknum sínum nafn Knattspyrnufólkið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson eru búin að nefna strákinn sem þau eignuðust fyrir aðeins viku síðan. 24. nóvember 2021 12:00 „Sé mig fyrir mér fá barnið í fangið eftir leik á EM“ Sara Björk Gunnarsdóttir stefnir ótrauð á að spila með íslenska landsliðinu á EM á Englandi næsta sumar. Hún á von á sínu fyrsta barni síðar í þessum mánuði. 5. nóvember 2021 09:01 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
„Það tekur svolítinn tíma fyrir mig en ég get ekki beðið eftir því að snúa aftur á völlinn með ykkur,“ sagði Sara í ræðu sinni fyrir liðsfélagana, eins og sjá má á myndskeiði sem Lyon birti á samfélagsmiðlum. @sarabjork18 Plongez au c ur de la reprise de notre Islandaise et retrouvez ses premiers mots depuis son retour à Lyon ! Toutes les images exclusives sont sur @OLPLAY_Officiel https://t.co/6BIUBFos6p pic.twitter.com/li8wNHXhBb— OL Féminin (@OLfeminin) January 11, 2022 Sara fæddi soninn Ragnar Frank 16. nóvember og er nú, innan við tveimur mánuðum síðar, byrjuð að taka á því í sérþjálfun hjá Lyon. Þessi 31 árs gamla knattspyrnukona vonast til að geta keppt á EM í Englandi í sumar. „Ég er svakalega ánægð með að vera mætt aftur. Þetta var orðinn langur tími og ég hef saknað liðsins og þess að vera í kringum liðsfélagana í búningsklefanum. Það er mjög gott en ég veit að ég á langt í land. Vonandi ekki of langt. Ég mun leggja hart að mér og vonandi verð ég fljótlega aftur á vellinum með stelpunum,“ sagði Sara í myndbandinu sem Lyon birti. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) „Mikið hormónaflæði og mikið af tilfinningum“ Hún nýtur þess í botn að vera orðin móðir og kveðst afar þakklát fyrir að geta jafnframt haldið áfram að spila sem atvinnumaður, hjá einu albesta liði heims: „Það er mikið hormónaflæði og mikið af tilfinningum. Það er svolítið súrrealískt að eiga núna barn. En það er líka stórkostleg tilfinning – sú besta sem maður getur ímyndað sér. Ég held að aðeins mæður geti tengt við það. En ég er svo þakklát fyrir að geta verið móðir en samt haldið áfram að spila sem atvinnumaður. Við tökum stöðuna frá degi til dags og ég þarf að hlusta mjög vandlega á líkamann minn, og gæta þess hve hratt ég fer. Við tökum stöðuna dag frá degi, viku frá viku, og sjáum hvernig mér líður,“ sagði Sara og bætti við: „Það er dásamlegt að koma aftur og fá þessar móttökur frá öllum. Á vissan hátt var eins og að ég hefði aldrei farið neitt. Þegar maður er á Íslandi þá er maður svolítið fjarri félaginu og liðsfélögunum en ég fékk fullt af góðum skilaboðum frá þeim á meðgöngunni. En það er dásamlegt að fá þessar góðu móttökur og vita að allir hérna styðja við bakið á mér.“
Franski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Norska súperstjarnan tók mynd af Söru og syninum á æfingasvæði Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er komin aftur til Lyon eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. 10. janúar 2022 23:01 Sara Björk og Árni búin að gefa stráknum sínum nafn Knattspyrnufólkið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson eru búin að nefna strákinn sem þau eignuðust fyrir aðeins viku síðan. 24. nóvember 2021 12:00 „Sé mig fyrir mér fá barnið í fangið eftir leik á EM“ Sara Björk Gunnarsdóttir stefnir ótrauð á að spila með íslenska landsliðinu á EM á Englandi næsta sumar. Hún á von á sínu fyrsta barni síðar í þessum mánuði. 5. nóvember 2021 09:01 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
Norska súperstjarnan tók mynd af Söru og syninum á æfingasvæði Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er komin aftur til Lyon eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. 10. janúar 2022 23:01
Sara Björk og Árni búin að gefa stráknum sínum nafn Knattspyrnufólkið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson eru búin að nefna strákinn sem þau eignuðust fyrir aðeins viku síðan. 24. nóvember 2021 12:00
„Sé mig fyrir mér fá barnið í fangið eftir leik á EM“ Sara Björk Gunnarsdóttir stefnir ótrauð á að spila með íslenska landsliðinu á EM á Englandi næsta sumar. Hún á von á sínu fyrsta barni síðar í þessum mánuði. 5. nóvember 2021 09:01