Stöð 2 Sport
Klukkan 13.50 hefst útsending fyrir vináttulandsleik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Úganda en leikurinn fer fram í Tyrklandi.
Klukkan 19.05 er komið að beinni útsendingu frá nágrannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 19.40 er leikur Tottenam Hotspur og Chelsea í enska deildarbikarnum á dagskrá. Um er að ræða síðari leik liðanna en Chelsea vann þann fyrri 2-0 og er í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 21.00 er Babe Patrol á dagskrá.