Enn um afturköllun Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. janúar 2022 08:01 Fimm vel stæðir miðaldra karlmenn féllu af stalli fyrir skömmu í kjölfar frásagnar ungrar konu í hlaðvarpsþætti. Lýsingar á atvikum í heitum potti og á hótelherbergi í golfferð urðu til þess að fimmmenningarnir hafa misst spón úr aski sínum. Orðspor þeirra hefur dvínað, atvinnumissir orðið og ætla má að einkalíf þeirra hafi orðið fyrir hnjaski. Þessar afleiðingar fyrir fimmmenningana hafa m.a. verið metnar af prófessor í félagsfræði og telur hann að þetta mál, eitt og sér, „sé eitt það mikilvægasta sem gerst hefur varðandi stöðu karla og kvenna síðustu áratugi á Íslandi“. Forseti ASÍ er ekki á ósvipuðum slóðum í vísis-grein frá 7. janúar sl. þar sem hún lýsir m.a. aðdáun á ungum konum sem „stíga fram og ræða af ótrúlegu hugrekki og hispursleysi um skipulagt ofbeldi karla gegn konum“ og að konur séu núna að „rísa upp gegn valdinu, breyta leikreglunum og neita að undirgangast þá gríðarlegu kúgun sem falist hefur í kynjakerfi samfélagsins“. Þegar einn fimmmenninganna lýsti því yfir að ekkert væri fjær sér „en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna“ brást einn aðstandenda Öfga við með því að telja slíka neitun „bakslag“, líkt og einn kynja- og fjölbreytileikafræðingur hafði gert í einum Kastljósþætti RÚV. Hvert er förinni heitið? Áðurnefndir fimmmenningar eru taldir saklausir uns sekt er sönnuð, sbr. reglu þess efnis í stjórnarskránni. Eigi að síður kann þorri almennings að meta þá seka. Gefum okkur að það sé sannleikanum samkvæmt. Skiptir þá sá sannleikur meira máli en að komist sé að slíkri niðurstöðu á grundvelli takmarkaðra sönnunargagna og að útdeiling „refsikenndra viðurlaga“ sé hvorki í höndum dómstóla né annarra stofnana refsivörslukerfisins? Með öðrum orðum, eiga einhliða frásagnir í samfélagsmiðlum, studdar eftir atvikum gögnum sem aflað hefur verið einhliða, að duga til að sá sem borinn er sökum sé sviptur mannorði og atvinnutækifærum? Í málum sem varða kynferðisbrot eru engar töfralausnir til. Sú lausn að láta dómstól götunnar um verkið er ekki heillavænleg. Þangað er samt förinni heitið. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson MeToo Mest lesið Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fimm vel stæðir miðaldra karlmenn féllu af stalli fyrir skömmu í kjölfar frásagnar ungrar konu í hlaðvarpsþætti. Lýsingar á atvikum í heitum potti og á hótelherbergi í golfferð urðu til þess að fimmmenningarnir hafa misst spón úr aski sínum. Orðspor þeirra hefur dvínað, atvinnumissir orðið og ætla má að einkalíf þeirra hafi orðið fyrir hnjaski. Þessar afleiðingar fyrir fimmmenningana hafa m.a. verið metnar af prófessor í félagsfræði og telur hann að þetta mál, eitt og sér, „sé eitt það mikilvægasta sem gerst hefur varðandi stöðu karla og kvenna síðustu áratugi á Íslandi“. Forseti ASÍ er ekki á ósvipuðum slóðum í vísis-grein frá 7. janúar sl. þar sem hún lýsir m.a. aðdáun á ungum konum sem „stíga fram og ræða af ótrúlegu hugrekki og hispursleysi um skipulagt ofbeldi karla gegn konum“ og að konur séu núna að „rísa upp gegn valdinu, breyta leikreglunum og neita að undirgangast þá gríðarlegu kúgun sem falist hefur í kynjakerfi samfélagsins“. Þegar einn fimmmenninganna lýsti því yfir að ekkert væri fjær sér „en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna“ brást einn aðstandenda Öfga við með því að telja slíka neitun „bakslag“, líkt og einn kynja- og fjölbreytileikafræðingur hafði gert í einum Kastljósþætti RÚV. Hvert er förinni heitið? Áðurnefndir fimmmenningar eru taldir saklausir uns sekt er sönnuð, sbr. reglu þess efnis í stjórnarskránni. Eigi að síður kann þorri almennings að meta þá seka. Gefum okkur að það sé sannleikanum samkvæmt. Skiptir þá sá sannleikur meira máli en að komist sé að slíkri niðurstöðu á grundvelli takmarkaðra sönnunargagna og að útdeiling „refsikenndra viðurlaga“ sé hvorki í höndum dómstóla né annarra stofnana refsivörslukerfisins? Með öðrum orðum, eiga einhliða frásagnir í samfélagsmiðlum, studdar eftir atvikum gögnum sem aflað hefur verið einhliða, að duga til að sá sem borinn er sökum sé sviptur mannorði og atvinnutækifærum? Í málum sem varða kynferðisbrot eru engar töfralausnir til. Sú lausn að láta dómstól götunnar um verkið er ekki heillavænleg. Þangað er samt förinni heitið. Höfundur er lögfræðingur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun