Réttarkerfið þurfi að þróast í takt við þá samfélagslegu umbreytingu sem nú eigi sér stað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2022 19:00 Katrín Jakobsdóttir. vísir/vilhelm Forsætisráðherra segir að réttarkerfið þurfi að þróast í takt við þá miklu samfélagslegu umbreytingu sem nú eigi sér stað í málefnum um kynferðisofbeldi. Forsætisráðherra segir að marktækar breytingar eigi sér nú stað í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi. „Við erum auðvitað stödd í gríðarlegri samfélagslegri umbreytingu sem að einhverju leyti hófst með fyrstu metoo bylgjunni fyrir fjórum árum sem hefur skilað sér í ákveðnum breytingum og það má segja að þetta nýjasta mál marki síðan ákveðin tímamót í þessum málum öllum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísar hún þar í atburðarás sem fór hratt af stað þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungar konu um að fjórir þeirra hefðu brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambndi við vin þeirra. Mennirnir hafa allir verið þöglir sem gröfin eftir að málið rataði í fjölmiðla, þrátt fyrir tilraunir fréttastofu til þess að ná í þá í dag og síðustu daga. Þá hefur Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings ekki heldur svarað símtölum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en stjórnin sagði framkvæmdastjóranum, Ara Edwald upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Katrín segir að okkur miði fram á við í málaflokknum. „Það er að aukast mjög skilningur í samfélaginu á kynbundnu og kynferðislegu áreitni og ofbeldi, afleiðingum þess og hvað þarf að breytast til þess að við getum tryggt það að þetta samfélag sé í raun öruggt fyrir okkur öll.“ Þá sé mikilvægt að bæta réttarstöðu þolenda líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það skiptir einmitt máli að bæði réttarkerfið og öll okkar kerfi taki breytingum í takt við þessa samfélagslegu þróun.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur MeToo Tengdar fréttir Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu. 10. janúar 2022 19:30 „Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“ „Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“ 11. janúar 2022 14:16 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Forsætisráðherra segir að marktækar breytingar eigi sér nú stað í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi. „Við erum auðvitað stödd í gríðarlegri samfélagslegri umbreytingu sem að einhverju leyti hófst með fyrstu metoo bylgjunni fyrir fjórum árum sem hefur skilað sér í ákveðnum breytingum og það má segja að þetta nýjasta mál marki síðan ákveðin tímamót í þessum málum öllum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísar hún þar í atburðarás sem fór hratt af stað þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungar konu um að fjórir þeirra hefðu brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambndi við vin þeirra. Mennirnir hafa allir verið þöglir sem gröfin eftir að málið rataði í fjölmiðla, þrátt fyrir tilraunir fréttastofu til þess að ná í þá í dag og síðustu daga. Þá hefur Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings ekki heldur svarað símtölum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en stjórnin sagði framkvæmdastjóranum, Ara Edwald upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Katrín segir að okkur miði fram á við í málaflokknum. „Það er að aukast mjög skilningur í samfélaginu á kynbundnu og kynferðislegu áreitni og ofbeldi, afleiðingum þess og hvað þarf að breytast til þess að við getum tryggt það að þetta samfélag sé í raun öruggt fyrir okkur öll.“ Þá sé mikilvægt að bæta réttarstöðu þolenda líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það skiptir einmitt máli að bæði réttarkerfið og öll okkar kerfi taki breytingum í takt við þessa samfélagslegu þróun.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur MeToo Tengdar fréttir Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu. 10. janúar 2022 19:30 „Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“ „Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“ 11. janúar 2022 14:16 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu. 10. janúar 2022 19:30
„Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“ „Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“ 11. janúar 2022 14:16
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50
Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32