Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. janúar 2022 19:56 Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. vísir/sigurjón Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. „Ég held að það sé ekkert launungarmál að við á Landspítalanum hefðum viljað sjá hertar aðgerðir. Við hefðum viljað sjá meiri takmarkanir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. „Við þolum ekki fleiri daga af þúsund til tólf, þrettán hundruð smitum. Það er alveg ljóst. Þannig að ef að sú þróun heldur áfram næstu tvo daga þá munum við held ég berja enn fastar á dyrnar,“ segir Hildur. Í minnisblaði sóttvarnalæknis sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær varar hann við því að við óbreyttar takmarkanir geri allar spár ráð fyrir þúsund smituðum á dag út janúarmánuð. Hún hafi þó skilið stjórnvöld þannig að þau séu tilbúin til að herða ef næstu dagar sýni þörfina á því. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði einmitt eftir ríkisstjórnarfund í morgun að það þyrði fylgst vel með þróuninni á næstu dögum. Búin að vara stjórnvöld við Landspítalinn hefur verið starfandi á neyðarstigi í tvær vikur í dag. En hvað þarf að gerast til að spítalinn segi stjórnvöldum að nú verði að grípa í taumana? „Við erum í raun og veru búin að segja það að það þurfi að gera það núna. En við skiljum alveg að fólk vilji aðeins sjá smitin, hvernig daglegu smitin eru, þau voru lægri um helgina. Þau eru aftur hærri núna,“ segir Hildur. Spítalinn þegar sprunginn Nú verði fólk að taka höndum saman til að forða heilbrigðiskerfinu frá falli og taka minni áhættu í sínu daglega lífi til að minnka álag á bráðamóttökuna og spítalann í heild sinni. „Að sumu leyti er þetta sprungið nú þegar þegar ekki er hægt að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem spítalinn á að sinna. Það sem er held ég svo mikilvægt er að fólk taki höndum saman að verja heilbrigðiskrefið sitt og bara hafi sig algjörlega hægt. Ef allir kæla sig niður,“ segir Hildur. Þannig ætti fólk að fara að taka núverandi bylgju eins alvarlega og fyrri bylgjum faraldursins. „Ef að hver og einn lítur í eigin barm og dregur sig aðeins í hlé þá komumst við í gegn um þetta.“ Þannig minna fyllerí og ferðalög? „Já, minna fyllerí og ferðalög, takk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Ég held að það sé ekkert launungarmál að við á Landspítalanum hefðum viljað sjá hertar aðgerðir. Við hefðum viljað sjá meiri takmarkanir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. „Við þolum ekki fleiri daga af þúsund til tólf, þrettán hundruð smitum. Það er alveg ljóst. Þannig að ef að sú þróun heldur áfram næstu tvo daga þá munum við held ég berja enn fastar á dyrnar,“ segir Hildur. Í minnisblaði sóttvarnalæknis sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær varar hann við því að við óbreyttar takmarkanir geri allar spár ráð fyrir þúsund smituðum á dag út janúarmánuð. Hún hafi þó skilið stjórnvöld þannig að þau séu tilbúin til að herða ef næstu dagar sýni þörfina á því. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði einmitt eftir ríkisstjórnarfund í morgun að það þyrði fylgst vel með þróuninni á næstu dögum. Búin að vara stjórnvöld við Landspítalinn hefur verið starfandi á neyðarstigi í tvær vikur í dag. En hvað þarf að gerast til að spítalinn segi stjórnvöldum að nú verði að grípa í taumana? „Við erum í raun og veru búin að segja það að það þurfi að gera það núna. En við skiljum alveg að fólk vilji aðeins sjá smitin, hvernig daglegu smitin eru, þau voru lægri um helgina. Þau eru aftur hærri núna,“ segir Hildur. Spítalinn þegar sprunginn Nú verði fólk að taka höndum saman til að forða heilbrigðiskerfinu frá falli og taka minni áhættu í sínu daglega lífi til að minnka álag á bráðamóttökuna og spítalann í heild sinni. „Að sumu leyti er þetta sprungið nú þegar þegar ekki er hægt að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem spítalinn á að sinna. Það sem er held ég svo mikilvægt er að fólk taki höndum saman að verja heilbrigðiskrefið sitt og bara hafi sig algjörlega hægt. Ef allir kæla sig niður,“ segir Hildur. Þannig ætti fólk að fara að taka núverandi bylgju eins alvarlega og fyrri bylgjum faraldursins. „Ef að hver og einn lítur í eigin barm og dregur sig aðeins í hlé þá komumst við í gegn um þetta.“ Þannig minna fyllerí og ferðalög? „Já, minna fyllerí og ferðalög, takk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira