Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Eiður Þór Árnason skrifar 11. janúar 2022 15:14 Lögreglan á Suðurnesjum vonar að breytingin muni ekki hafa neikvæð áhrif á samskipti borgaranna við embættið. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. „Persónuvernd hefur gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni.“ Rúmlega nítján þúsund manns fylgjast með síðu lögregluembættisins á Facebook þar sem það hefur birt hinar ýmsu tilkynningar og tilmæli til almennings síðustu tíu ár. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í stuttu samtali við fréttastofu að þessi ákvörðun hafi verið tekin núna en svo verði að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér. Hlutirnir verði nú hugsaðir með öðrum hætti og vonir standi til þess að breytingin hafi ekki áhrif á samskipti embættisins við borgarana. Facebook-notkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ekki í samræmi við lög Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, hafi ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Í ákvörðun sinni benti stofnunin meðal annars á að samskipti sem fara fram í gegnum Facebook séu þar varðveitt án þess að notendum sé mögulegt, í það minnsta án sérstakra samninga við Facebook, að eyða með fullnægjandi hætti þeim upplýsingum sem þar koma fram. „Því er ekki hægt að jafna samskiptum sem fara fram í gegnum Facebook við samskipti í gegnum hefðbundin fjarskiptatæki, eigin vefgátt, smáforrit eða tölvupóst.“ Persónuvernd benti jafnframt á að Facebook safni þeim upplýsingum sem miðlað sé í gegnum síðuna og deili persónuupplýsingum með þriðju aðilum við vissar aðstæður. Minna á netfangið og vef Neyðarlínunnar Fram kemur í Facebook-færslu lögreglustjórans á Suðurnesjum að persónuvernd sé embættinu kappsmál og þar lögð áhersla á að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Þá segir embættið að lögum samkvæmt beri því að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga sé með þeim hætti að viðeigandi öryggi upplýsinganna sé tryggt. Að lokum er fólki bent á að upplýsingar og tilkynningar til almennings verði áfram birtar á heimasíðu lögreglunnar og í fjölmiðlum eftir því sem við á. Þá geti fólk sent ábendingar á netfangið sudurnes@logreglan.is og í gegnum vefinn 112.is þar sem brugðist sé við erindum um leið og þau berast. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglan Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
„Persónuvernd hefur gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni.“ Rúmlega nítján þúsund manns fylgjast með síðu lögregluembættisins á Facebook þar sem það hefur birt hinar ýmsu tilkynningar og tilmæli til almennings síðustu tíu ár. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í stuttu samtali við fréttastofu að þessi ákvörðun hafi verið tekin núna en svo verði að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér. Hlutirnir verði nú hugsaðir með öðrum hætti og vonir standi til þess að breytingin hafi ekki áhrif á samskipti embættisins við borgarana. Facebook-notkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ekki í samræmi við lög Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, hafi ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Í ákvörðun sinni benti stofnunin meðal annars á að samskipti sem fara fram í gegnum Facebook séu þar varðveitt án þess að notendum sé mögulegt, í það minnsta án sérstakra samninga við Facebook, að eyða með fullnægjandi hætti þeim upplýsingum sem þar koma fram. „Því er ekki hægt að jafna samskiptum sem fara fram í gegnum Facebook við samskipti í gegnum hefðbundin fjarskiptatæki, eigin vefgátt, smáforrit eða tölvupóst.“ Persónuvernd benti jafnframt á að Facebook safni þeim upplýsingum sem miðlað sé í gegnum síðuna og deili persónuupplýsingum með þriðju aðilum við vissar aðstæður. Minna á netfangið og vef Neyðarlínunnar Fram kemur í Facebook-færslu lögreglustjórans á Suðurnesjum að persónuvernd sé embættinu kappsmál og þar lögð áhersla á að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Þá segir embættið að lögum samkvæmt beri því að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga sé með þeim hætti að viðeigandi öryggi upplýsinganna sé tryggt. Að lokum er fólki bent á að upplýsingar og tilkynningar til almennings verði áfram birtar á heimasíðu lögreglunnar og í fjölmiðlum eftir því sem við á. Þá geti fólk sent ábendingar á netfangið sudurnes@logreglan.is og í gegnum vefinn 112.is þar sem brugðist sé við erindum um leið og þau berast. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira