Linda Pé svarar: „Ég veit hver ég er og fyrir hvað ég stend“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. janúar 2022 15:31 Linda Pé heldur úti hlaðvarpinu Lífið með Lindu Pé. Gagnrýni er umfjöllunarefni í nýjasta þætti hennar en hún hefur fengið á sig sinn skerf af gagnrýni síðustu daga. hi beauty Fegurðardrottningin og lífsþjálfinn Linda Pé hefur fengið sinn skerf af gagnrýni í gegnum tíðina og fer hún yfir það í nýjasta þætti af hlaðvarpi sínu hvernig takast eigi á við gagnrýni. Linda hefur verið á milli tannana á fólki síðustu daga eftir að hún ráðlagði hlustendum sínum hvernig missa mætti fjögur kíló á einum mánuði. Linda ráðlagði hlustendum meðal annars að borða aðeins tvær máltíðir á dag og sleppa öllum millibitum, en vildi þó ekki kalla þetta megrun. Þessar ráðleggingar fóru á flug á samfélagsmiðlum og gagnrýndu ýmsir áhrifavaldar þessa nálgun Lindu sem þeim þótti vera hluti af skaðlegum megrunaráróðri sem gjarnan verður hávær í upphafi hvers árs. Sjá einnig: „Þegar fólk er hvatt til þess að borða minna en ungabörn, þá er það megrun“ Nýjasti þáttur Lindu ber titilinn Gagnrýni og opnar Linda þáttinn á þessum orðum: „Þú þarft ekki að léttast í alvöru. Þú þarft þess ekki. Þú verður ekki betri manneskja ef þú léttist. Þú ert nú þegar fullkomin. Þú verður ekki vinsælli. Þú verður ekki einu sinni hamingjusamari, þú verður bara léttari.“ „Nú af hverju er ég þá að hjálpa fólki að léttast ef ég trúi þessu í alvöru? Það er vegna þess að þú getur lést ef þú vilt það. Ef það gæti bætt líkamlega heilsu þína að léttast eða þú telur að þú hefðir meiri orku eða þig langar einfaldlega að sjá hvað þú ert fær um að gera, þá getur þú lést.“ Umfjöllunarefni þáttarins er gagnrýni og fer Linda yfir það hvað henni finnst best að gera þegar hún hefur orðið fyrir gagnrýni á lífsleiðinni. Besta leiðin til að forðast gagnrýni er að taka aldrei neina áhættu „Trúðu mér það er búið að segja fullt um mig og það er enn verið að segja fullt um mig en ég læt það ekki stoppa mig, því ég veit hver ég er og ég veit fyrir hvað ég stend.“ Linda hefur verið í sviðsljósinu meira og minna öll sín fullorðinsár. Til að byrja með segist hún hafa eytt löngum tíma í vanlíðan yfir þeirri gagnrýni sem hún fékk á sig. Hún hafði jafnframt ríka þörf til þess að svara fólki og sanna að það færi með rangt mál. „En sem betur fer hef ég þroskast á þessum tíma og í dag þá tek ég þessu á allt annan hátt. Auðveldasta leiðin til þess að fá aldrei neina gagnrýni er að taka aldrei neina áhættu, að halda sér til hlés, að stækka ekki neitt og fara aldrei út fyrir þægindaramman, vera alltaf sammála, andmæla engum og taka hvorki áhættu né ögra skoðunum hópsins þíns.“ Linda segir gagnrýni vera óhjákvæmilega þegar fólk stígur út fyrir þægindarammann og fer sínar eigin leiðir. Gagnrýni sé því einfaldlega til marks um það að fólk hafi áhuga á því sem þú ert að gera. „Partur af programmet“ Sjálf hefur Linda tileinkað sér það að skoða gagnrýni og spyrja sjálfa sig hvort eitthvað sannleikskorn sé í henni og hvort það sé eitthvað sem hún geti lagað. Þannig sé hægt að nýta sér alla gagnrýni til framdráttar. „Það á eftir að koma gagnrýni sem særir, af því ef hún er sönn eða það er eitthvað sem þú gerðir sem þú hefðir viljað sleppa og líka þegar eitthvað er tekið úr samhengi, láttu mig þekkja það. Auðvitað mun það kalla upp einhverjar tilfinningar, jafnvel upplifirðu niðurlægingu og jafnvel finnst þér þetta særandi. Þannig að mundu það bara að það er allt í lagi að finna fyrir þeim tilfinningum og leyfðu því bara að vera þannig. Sættu þig svo við að kannski er þetta bara satt og það er partur af programmet. Þetta er bara lífið og stundum eigum við fyllilega skilið að vera gagnrýndar og það er líka bara allt í lagi og svo höldum við áfram ótrauðar reynslunni líkari.“ Linda bendir þó á að það sé ekki fótur fyrir allri gagnrýni og stundum sjái maður ekkert sannleikskorn í því sem sagt er. Þá er hennar besta ráð þetta: „Leyfðu þeim að dæma þig, leyfðu þeim að hafa rangt fyrir sér og haltu svo áfram.“ Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþátt Lindu Pé í heild sinni í spilaranum hér ofar í greininni. Heilsa Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Þegar fólk er hvatt til þess að borða minna en ungabörn, þá er það megrun“ „Það er rosalega mikil áhersla á að fólk taki sig saman í andlitinu eftir hátíðirnar, eins og maður hafi verið að gera eitthvað af sér með því að hvílast og njóta með fólkinu sem maður elskar. Janúar er mánuðurinn sem óraunhæfar væntingar brotna og margir upplifa sig ekki nóg,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari í samtali við Vísi. 6. janúar 2022 20:00 Linda Pé byrjar með nýtt hlaðvarp þar sem hún fer í gegnum lykilatriðin til að léttast Lífið með Lindu Pé er nýtt hlaðvarp með fegurðardrottningunni. 4. janúar 2021 15:31 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Sjá meira
Linda ráðlagði hlustendum meðal annars að borða aðeins tvær máltíðir á dag og sleppa öllum millibitum, en vildi þó ekki kalla þetta megrun. Þessar ráðleggingar fóru á flug á samfélagsmiðlum og gagnrýndu ýmsir áhrifavaldar þessa nálgun Lindu sem þeim þótti vera hluti af skaðlegum megrunaráróðri sem gjarnan verður hávær í upphafi hvers árs. Sjá einnig: „Þegar fólk er hvatt til þess að borða minna en ungabörn, þá er það megrun“ Nýjasti þáttur Lindu ber titilinn Gagnrýni og opnar Linda þáttinn á þessum orðum: „Þú þarft ekki að léttast í alvöru. Þú þarft þess ekki. Þú verður ekki betri manneskja ef þú léttist. Þú ert nú þegar fullkomin. Þú verður ekki vinsælli. Þú verður ekki einu sinni hamingjusamari, þú verður bara léttari.“ „Nú af hverju er ég þá að hjálpa fólki að léttast ef ég trúi þessu í alvöru? Það er vegna þess að þú getur lést ef þú vilt það. Ef það gæti bætt líkamlega heilsu þína að léttast eða þú telur að þú hefðir meiri orku eða þig langar einfaldlega að sjá hvað þú ert fær um að gera, þá getur þú lést.“ Umfjöllunarefni þáttarins er gagnrýni og fer Linda yfir það hvað henni finnst best að gera þegar hún hefur orðið fyrir gagnrýni á lífsleiðinni. Besta leiðin til að forðast gagnrýni er að taka aldrei neina áhættu „Trúðu mér það er búið að segja fullt um mig og það er enn verið að segja fullt um mig en ég læt það ekki stoppa mig, því ég veit hver ég er og ég veit fyrir hvað ég stend.“ Linda hefur verið í sviðsljósinu meira og minna öll sín fullorðinsár. Til að byrja með segist hún hafa eytt löngum tíma í vanlíðan yfir þeirri gagnrýni sem hún fékk á sig. Hún hafði jafnframt ríka þörf til þess að svara fólki og sanna að það færi með rangt mál. „En sem betur fer hef ég þroskast á þessum tíma og í dag þá tek ég þessu á allt annan hátt. Auðveldasta leiðin til þess að fá aldrei neina gagnrýni er að taka aldrei neina áhættu, að halda sér til hlés, að stækka ekki neitt og fara aldrei út fyrir þægindaramman, vera alltaf sammála, andmæla engum og taka hvorki áhættu né ögra skoðunum hópsins þíns.“ Linda segir gagnrýni vera óhjákvæmilega þegar fólk stígur út fyrir þægindarammann og fer sínar eigin leiðir. Gagnrýni sé því einfaldlega til marks um það að fólk hafi áhuga á því sem þú ert að gera. „Partur af programmet“ Sjálf hefur Linda tileinkað sér það að skoða gagnrýni og spyrja sjálfa sig hvort eitthvað sannleikskorn sé í henni og hvort það sé eitthvað sem hún geti lagað. Þannig sé hægt að nýta sér alla gagnrýni til framdráttar. „Það á eftir að koma gagnrýni sem særir, af því ef hún er sönn eða það er eitthvað sem þú gerðir sem þú hefðir viljað sleppa og líka þegar eitthvað er tekið úr samhengi, láttu mig þekkja það. Auðvitað mun það kalla upp einhverjar tilfinningar, jafnvel upplifirðu niðurlægingu og jafnvel finnst þér þetta særandi. Þannig að mundu það bara að það er allt í lagi að finna fyrir þeim tilfinningum og leyfðu því bara að vera þannig. Sættu þig svo við að kannski er þetta bara satt og það er partur af programmet. Þetta er bara lífið og stundum eigum við fyllilega skilið að vera gagnrýndar og það er líka bara allt í lagi og svo höldum við áfram ótrauðar reynslunni líkari.“ Linda bendir þó á að það sé ekki fótur fyrir allri gagnrýni og stundum sjái maður ekkert sannleikskorn í því sem sagt er. Þá er hennar besta ráð þetta: „Leyfðu þeim að dæma þig, leyfðu þeim að hafa rangt fyrir sér og haltu svo áfram.“ Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþátt Lindu Pé í heild sinni í spilaranum hér ofar í greininni.
Heilsa Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Þegar fólk er hvatt til þess að borða minna en ungabörn, þá er það megrun“ „Það er rosalega mikil áhersla á að fólk taki sig saman í andlitinu eftir hátíðirnar, eins og maður hafi verið að gera eitthvað af sér með því að hvílast og njóta með fólkinu sem maður elskar. Janúar er mánuðurinn sem óraunhæfar væntingar brotna og margir upplifa sig ekki nóg,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari í samtali við Vísi. 6. janúar 2022 20:00 Linda Pé byrjar með nýtt hlaðvarp þar sem hún fer í gegnum lykilatriðin til að léttast Lífið með Lindu Pé er nýtt hlaðvarp með fegurðardrottningunni. 4. janúar 2021 15:31 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Sjá meira
„Þegar fólk er hvatt til þess að borða minna en ungabörn, þá er það megrun“ „Það er rosalega mikil áhersla á að fólk taki sig saman í andlitinu eftir hátíðirnar, eins og maður hafi verið að gera eitthvað af sér með því að hvílast og njóta með fólkinu sem maður elskar. Janúar er mánuðurinn sem óraunhæfar væntingar brotna og margir upplifa sig ekki nóg,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari í samtali við Vísi. 6. janúar 2022 20:00
Linda Pé byrjar með nýtt hlaðvarp þar sem hún fer í gegnum lykilatriðin til að léttast Lífið með Lindu Pé er nýtt hlaðvarp með fegurðardrottningunni. 4. janúar 2021 15:31