Eldvarnarhurðir lokuðust ekki þegar eldsvoði varð sautján að bana Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2022 23:00 Viðbragðsaðilar að störfum í gær. AP Photo/Yuki Iwamura Sautján létust, þar af átta börn, þegar eldur kviknaði í íbúðablokk í New York. Rannsakendur telja að eldvarnarhurðir hafi ekki virkað sem skyldi með þeim afleiðingum að reykur barst á allar nítján hæðir hússins. Svo virðist sem eldur hafi kviknað út frá hitablásara í einni íbúð blokkarinnar. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að eldurinn sjálfur hafi aðeins skemmt lítinn hluta byggingarinnar en að reyk hafi borið frá íbúðinni um alla blokkina með skelfilegum afleiðingum. Upphaflega var talið að nítján hafi látist í eldsvoðanum en staðfest tala látinna er sautján, þar af átta börn. Þá liggja tugir íbúa á sjúkrahúsi, sumir í lífshættu. Slökkviliðsstjóri New York borgar segir dyr íbúðarinnar þar sem eldurinn kviknaði og dyr á fimmtándu hæð hefðu átt að lokast sjálfkrafa til að hemja útbreiðslu elds og reyks. Hann segir enn óljóst hvort eldvarnarhurðir hafi bilað eða eitthvað hafi verið sett fyrir þær. Ein biluð eldvarnarhurð geti valdið dauða margra Glenn Corbett, sérfræðingur í eldvörnum, segir lokaðar dyr nauðsynlegar til að temja eld og reyk, sérstaklega í byggingum sem eru án sjálfvirks slökkvibúnaðar. „Það er frekar ótrúlegt að bilun einnar hurðar geti leitt til svo margra dauðsfalla, en þannig er það. Þessar einu dyr spiluðu stórt hlutverk í því að eldurinn dreifðist og að reykur og hiti bárust lóðrétt í gegn um bygginguna,“ segir hann. Slökkviliðsmenn segja þykkan reykjarmökkinn hafa hindrað útgöngu íbúanna. Fórnarlömb hans hafi fundist örend á öllum hæðum hússins. Stefan Beauvogui, fyrrum íbúi hússins, segir að hitakerfi íbúðablokkarinnar hafi um langa hríð verið bilað. Hann hafi því notað þrjá hitablásara yfir vetrartímann. Hann kveðst hafa kvartað yfir ástandinu en að ekkert hafi verið í því gert. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Svo virðist sem eldur hafi kviknað út frá hitablásara í einni íbúð blokkarinnar. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að eldurinn sjálfur hafi aðeins skemmt lítinn hluta byggingarinnar en að reyk hafi borið frá íbúðinni um alla blokkina með skelfilegum afleiðingum. Upphaflega var talið að nítján hafi látist í eldsvoðanum en staðfest tala látinna er sautján, þar af átta börn. Þá liggja tugir íbúa á sjúkrahúsi, sumir í lífshættu. Slökkviliðsstjóri New York borgar segir dyr íbúðarinnar þar sem eldurinn kviknaði og dyr á fimmtándu hæð hefðu átt að lokast sjálfkrafa til að hemja útbreiðslu elds og reyks. Hann segir enn óljóst hvort eldvarnarhurðir hafi bilað eða eitthvað hafi verið sett fyrir þær. Ein biluð eldvarnarhurð geti valdið dauða margra Glenn Corbett, sérfræðingur í eldvörnum, segir lokaðar dyr nauðsynlegar til að temja eld og reyk, sérstaklega í byggingum sem eru án sjálfvirks slökkvibúnaðar. „Það er frekar ótrúlegt að bilun einnar hurðar geti leitt til svo margra dauðsfalla, en þannig er það. Þessar einu dyr spiluðu stórt hlutverk í því að eldurinn dreifðist og að reykur og hiti bárust lóðrétt í gegn um bygginguna,“ segir hann. Slökkviliðsmenn segja þykkan reykjarmökkinn hafa hindrað útgöngu íbúanna. Fórnarlömb hans hafi fundist örend á öllum hæðum hússins. Stefan Beauvogui, fyrrum íbúi hússins, segir að hitakerfi íbúðablokkarinnar hafi um langa hríð verið bilað. Hann hafi því notað þrjá hitablásara yfir vetrartímann. Hann kveðst hafa kvartað yfir ástandinu en að ekkert hafi verið í því gert.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira